Vikan


Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 27

Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 27
því að við myndum giftast, en gerði mér jafnframt grein fyr- ir því að það var aðallega vegna almennings: Hvað myndi fólkið segja? Nú hef ég aftur á móti gert mér grein fyrir því að okkar samband er fyrir okk- ur sjálf og ég efast um að gift- ing myndi gera okkur nokkuð betri foreldra en við erum nú.“ Þórir sonur þeirra er 6 ára gamall, nauðalíkur pabba sín- um (fyrir utan að vera líka með sítt hár) og nýbyrjaður í skóla. Hann var hjá ömmu sinni þegar við komum til Keflavíkur, en kom fljótlega heim og tók þátt í spjallinu. að vera „Þetta cr stórmcrkileg bók sem slík, en hver og einn verður að gera upp við sjáltan sig hversu miklu hann tekur við af henni." Rafmagnið hafði farið af öðru hvoru þennan dag, og Þórir var yfir sig hrifinn af því, þar sem það veitti tækifæri til að hafa kveikt á kertum. Hann sagðist ætla í hljómsveit þegar hann yrði stór; fyrst ætti hún að heita Hljómar og svo Trú- brot. Þegar við spurðum hann hvort hann ætlaði að verða söngvari eins og pabbinn, kvað hann nei við og sagði að Einar ar Páll ætlaði að verða söngv- ari. Sjálfur ætlaði hann að spila á trommur og svo taldi hann upp hina meðlimina í væntanlegri hljómsveit, allt pattar á svipuðu reki. María rekur hárgreiðslustofu í sama húsi og heimili þeirra er — en segir viðskiptin ganga upp og niður. „ . . . en þú veizt nú hvernig þessir forstjórar tala alltaf,“ greip Rúnar þá fram í og hló við. Rúnar er 25 ára gamall og hefur verið í fremstu röð popp- hljóðfæraleikara síðan hann var 18 ára gamall. Það er ekki langt þangað til hann verður þrítugur, 35 — og 40 ára. Hvernig ætlar hann að fara að því: Ætlar hann að verða fer- tugur bítill? „Ég vil ekki gera neitt ann- að en að spila músik,“ svarar hann. „Ég vil helzt ekki gera neitt nema það sem mér þyk- ir skemmtilegt. Öðrum finnst gaman að gera það sem mér finnst leiðinlegt, og það þykir mér ágætis skipting. Tónlist hefur alltaf og kemur alltaf til með að spila mjög stóran þátt í lífi fólks, og svo lengi sem ég finn einhverja tónlist við mitt hæfi, þá hef ég ekki áhyggjur af neinu. Lífið gengur í raun- inni allt í bylgjum. Einu sinni voru allir í því að mála, svo í því að skrifa bækur og kvæði og nú eru allir í músík. En sumir eru í því að mála og aðrir að skrifa, svo þetta helzt alltaf við. í augnablikinu finnst mér músíkin vera í hraðri og góðri framþróun svo ég sé alls ekki fram á það að ég verði fyrir því að standa uppi með enga músík í kringum mig. En ef ég á að segja eins og er, þá „Þú veizt nú hvernig þessir atvinnu- rekendur tala . . .“ vildi ég heldur vera matarlaus í 3 daga heldur en að þurfa að vera einhvers staðar í 3 daga og heyra ekki nótu. Hitt er svo annað, að eftir 3 daga þyrfti ég að fá eitthvað að borða til að geta hlustað. En ég er ekki eingöngu í tónlist tónlistarinnar vegna. I gegnum mína músík næ ég sambandi við fólk, margt gott fólk, sem ég hefði aldrei kynnzt að öðrum kosti. Tónlist er í rauninni einn mesti áhrifa- valdur sem ég get ímyndað mér.“ ,,En hvernig finnst þér að hafa hlotið þennan umdeilda titil „Poppstjarna ársins 1970“? Nú hljóta að fylgja þessu ým- iss konar „aukaverkanir“ ef svo má segja.“ „Ég get nú eiginlega ekki sagt,“ svaraði hann, „að ég hafi verið mjög ánægður með það. Auðvitað er ég ánægður yfir því að fólk skuli enn vilja mig og það er alltaf gaman að vinna kosningar, en þessi titill hefur reynzt illa. Þetta gefur alls konar misjöfnu fólki tækifæri til að mistúlka allt sem maður segir og gera grín að manni — þó svo ég sé ekki sérlega óhress yfir því, þar sem ég held að ef maður hafi hreina samvizku þá sé alveg sama hvað öðrum finnst." Þarna var komið inn á ann- að atriði sem vel er þess virði að taka aðeins nánar fyrir. Rúnar heldur því réttilega fram að „maður spili bara sjálfan sig“, og þar með þyk- ist hann hafa sannað að svo lengi sem hann sé einlægur í því sem hann gerir á tónlist- arsviðinu, þurfi hann ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að gera eitthvað annað. Fólk Framhald á bls. 43. í. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.