Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 43
ir mörg hundruð krónur og
og fleygði þeim út um glugg-
ann, yfir fólk sem gekk fram
hjá. Bróður hans, sem er lækn-
ir í Nissa, var gert aðvart og
hann kom að sækja hann.
— Og hvað um móður hans?
spurði Lucile.
— Það kom í ljós að hann
átti enga móður. Foreldrar
hans eru skilin fyrir löngu og
þessi bróðir hans, sem er 12
árum eldri en hann, tók mál-
ið að sér. .. .
Um kvöldið lá Lucile í litla,
bjarta herberginu sínu og grét.
f huganum fannst henni hún
sjá René með þessi stóru bláu
augu, sem horfðu á leyndar-
dóma veraldarinnar, kastandi
blómunum, blómunum frá
henni, dýrmætu blómunum,
sem voru fyrirlitin, yfir þá
sem vitið höfðu: hana sjálfa
alveg eins og hina. . . Og Ni-
colas kom ekki einu sinni leng-
ur á kvöldin til að hjálpa
henni.... Aldrei framar
mundi hún fá nein blóm. . . .
Jafnvel þó hún ímyndaði sér
að einhvern tíma mundi Ni-
colas verða aftur eins og áður.
Hann mundi ekki kunna að
gefa óskynsamlegar gjafir. Ni-
colas var ekki geðbilaður. . . .
Dag nokkurn, þegar Lucile
kom heim í hádegismat, sá
hún stóran pakka í brúnum
pappír hangandi á hurðarhún-
inum sínum; með honum fylgdi
bréf. Óttaslegin opnaði hún
pakkann. f honum var stórt
búr með feitum kanarífugli,
gulum eins og sólin og hann
hoppaði til og frá af hræðslu.
—O—
Bréfið var frá Nicolas:
Kæra Lucile, stóð í því. líg
ætlaði að koma þér á óvart.
Ég hef fundið íbúð og húsbóndi
minn lánaði mér peninga í
fyrirframgreiðsluna. En hún
var í mjög slæmu ástandi og
ég hef unnið við að gera við
hana á hverju kvöldi eftir
vinnutíma, stundum til klukk-
an ellefu. En þá varðst þú
gröm. É'g var þreyttur og
reiddist af þvi að sjá þig reiða.
. . . Það er allt svo kjánalegt.
En við getum ekki haldið
svona áfram, annars verður
ekki til neins að hafa íbúðina.
En þar sem ég get ekki farið
að gefa þér blóm, þér sem sel-
ur þau, þá keypti ég þennan
kanarífugl. Hann verður fyrsta
barnið okkar.
Lucile flýtti sér inn, greip i
flýti blað og settist við borðið,
meðan litla, gula sólin hoppaði
fyrir framan hana.
„Kæri Nicolas,“ byrjaði hún.
Svo sat hún lengi með hvíta
blaðið fyrir framan sig: þetta
var í fyrsta skiptið á ævinni
sem hún fékk ástarbréf, og það
var líka í fyrsta skiptið, sem
hún ætlaði að skrifa slíkt bréf,’
svo hún vissi ekki hvernig hún
átti að fara að því.
☆
LÍFIÐ A AÐ VERA
ALLSHERJAR...
Framhald af bls. 27.
kallar það unggæðishátt af
fullorðnum manni að vera með
allt þetta hár og spila tómt
bítlagarg.
„Ég veit ekki af hverju það
er>“ sagði hann, „en mér finnst
allir vera á harðaspretti við að
verða fullorðnir. Sumir eru
meira að segja orðnir fullorðn-
ir löngu fyrir tvítugt. Ég hef
hugsað mér að draga það eins
lengi og ég mögulega get, því
það er svo algengt með full-
orðið fólk, að það lokist af á
einhverju vissu sviði, einhverri
vissri bylgju, og eftir það er
minna gaman hjá því. Það nýt-
ur ekk'i lífsins eins og það
kannski gæti. Ef maður aftur
á móti reynir að halda sér ung-
um í anda, og það í raun og
sannleika, ekki bara í „þykj-
ustunni“, þá hef ég trú á að
þetta hérna megin ætti að
batna mikið. Maður heyrir líka
fullorðið fólk sífellt verá að
tala um það hvað það vildi
gjarnan vera orðið ungt á nýj-
an leik, en samt eru allir að
rembast við að verða fullorðn-
ir. Ég veit ekki til hvers. Mér
finnst að lífið ætti að vera alls-
herjar hátíðahöld."
„En er það ekki eilítið erf-
itt, þegar heimurinn er ekki í
betra ástandi en hann er nú?“
„Jú, vissulega. Annars held
ég að það komi að því einn
góðan veðurdag, að allir taka
sama skrefið í einu, og þá
breytist þetta. Tökum dæmi,
til dæmis úr músík: Ef allir
lærðu að spila einhvern ákveð-
inn „frasa“, já, allir í heimin-
um sama frasann, og spiluðu
ekkert annað, þá gæti komið
að því að á einhverju vissu
augnabliki myndu allir spila
það sama í einu. Nákvæmlega
á sömu sekúndunni. Af því
myndi skapast heilmikil alda
og gífurlegur kraftur.
Það sem ég er að meina, er
að ef allir stilltust inn á sömu
bylgjuna, elskuðu náungann,
þá kæmist ekkert annað að.
Þetta er ég að kenna syni mín-
um, því það eina sem skiptir
raunverulega máli er að elska
lífið og náungann. Allt annað
fellur um sjálft sig. Kærleik-
urinn ætti þess vegna ekki að
geta verið eigingjarn, eins og
sumir hafa haldið fram, hann
hverfur um leið og eigingirn-
in kemur til sögunnar, ekki
satt?“
Við bentum Rúnari á að Páll
postuli gerði þessu skemmtileg
skil í 13. kapítula I. Korintu-
bréfs, og er hann hafði lesið
það yfir í heimilisbiblíunni,
hugsaði hann sig um dálitla
stund og sagði svo: „Já, það er
sko heilmikið til í þessu.
Ég held að við verðum að
fara að gera okkur grein fyrir
því,“ hélt hann svo áfram, „að
við erum ekki ein í heiminum.
Ég held til dæmis að það sé
bara tímaspursmál hvenær
kemur að því að hingað flytur
í stórum hópum fólk sem er
öðruvísi á litinn en við erum.
Og þegar maður hugsar út í
það þá á það fólk alveg ná-
kvæmlega jafn mikinn rétt á
því að búa hér eins og við.
Þetta með að skipta heiminum
niður í þjóðir hefur ekki reynzt
nógu vel. Við erum jú öll eins
þegar á allt er litið þó við höf-
um verið alin upp á mismun-
andi hátt.“
„En mynduð þið vilja taka
að ykkur lítið barn frá Viet-
nam eða Biafra, og ala það upp
eirts og Þóri, ykkar eigin son?“
María varð fljót til svars:
„Já, af hverju ekki? Eg sé ekk-
ert athugavert við það....“
„ og í rauninni hefur
það sama rétt til að búa hér
og við,“ bætti Rúnar við. „Eg
skal viðurkenna að við höfum
byggt þetta heimili fyrir okk-
ar peninga en það er ábyggi-
legt að við hefðum eins getað
bjargað nokkrum mannslífum
með þeim peningum, þannig að
aðrir hafa þurft að líða fyrir
okkar vellíðan.“
Talið barst eitthvað að kvik-
myndinni frægu í Hafnarbíói
en hvorugt þeirra hafði séð
hana. „Er ekki tími til að ein-
hver fari að segja manni hvern-
ig maður varð til?“ spurði
Rúnar.
„Veit sonur ykkar hvernig
hann varð til?“
„Já,“ svaraði María. „Það er
langt síðan við sögðum honum
það, og ég held að hann skilji
það nákvæmlega."
„Mér finnst það stórundar-
legt,“ hélt Rúnar svo áfram,
„að eldri kynslóðin skuli hafa
verið með þennan feluleik í
sambandi við það hvernig líf
verður til. Mér finnst það al-
gjörlega út í hött að kynferðis-
fræðsla í skólum skuli varla
geta talizt til. Maður verður að
segja börnum rétt frá því
hvernig þau koma í heiminn,
það er eiginlega það fyrsta sem
þau eiga rétt á að fá að vita.
Hvaðan þau koma og af
hverju.“
ó. vald.
ÞAÐ ER ERFITT AÐ
VERA SEX ARA
Framhald af bls. 17.
foreldrum sínum og hlustar
ekki einu sinni á þá.
Það er mikill munur á fimm
og sex ára börnum. Fimm ára
barn er yfirleitt mjög þægilegt
í umgengni. Það er hlýðið og
rólegt, alltaf reiðubúið til að
hjálpa og vill taka þátt í öllu.
Það hegðar sér vel við mat-
borðið, situr kyrrt og getur
dundað sér langtímum við að
teikna, lita og spila.
Þegar barnið er orðið sex
ára er engu líkara en það hafi
skyndilega farið aftur á bak í
þróuninni. En sannleikurinn er
sá, að sex ára aldurinn er tíma-
bil mikilla breytinga og þroska,
bæði andlega og líkamlega.
Það er svo margt sem gerist
einmitt þá, og barnið á fullt í
fangi með að fylgjast með
sjálfu sér, ef svo má að orði
komast.
Miklar breytingar gerast í
líkama barnsins. Bæði taugar
og vöðvar vaxa og þroskast.
Af þessum sökum hefur barn-
ið þörf fyrir mikla hreyfingu
og er sífellt að teygja sig. Það
er skýringin á því, hvers vegna
það getur ekki setið kyrrt við
matborðið, heldur hangir und-
ir eða upp á borðinu.
Það getur alls ekki verið ró-
legt og kyrrt. Þess vegna er
nauðsynlegt að sjá barninu
fyrir nógu mikilli líkamlegri
hreyfingu. Margir foreldrar
álíta, að óróleiki og eirðarleysi
barnsins stafi af eintómri
óþekkt og duttlungum, en það
er mikill misskilningur.
Hvað viðkemur breytingum
á skapgerð, má líkja sexára-
aldrinum við gelgjuskeiðið.
Einkennin eru mjög lík, enda
svipaðar breytingar bæði and-
legar og líkamlegar, sem valda
hinni breyttu hegðun. Sex ára
barn hefur enga stjórn á sjálfu
sér alveg á sama hátt og fjórt-
án ára unglingur. Hin tíðu
skipbrigði eru dæmigerð: Eina
í. tbi. VIKAN 43