Vikan


Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 25

Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 25
„Hvernig er það, má kalla okkur fjölskyldu þegar við erum ekki gift?“ Feðgarnir lesa úr Korintubréfi Páls postula. Þau búa þar í tveggja hæða húsi ásamt 6 ára gömlum syni, Baldri Þóri, en húsið hafa þau byggt í sameiningu og verið að dunda við það síðastliðin fjög- ur ár. Þetta er stórt hús fyrir svo litla fjölskyldu, en þau segja það vegna skipulagsins. ,.Það fer allt eftir skipulag- inu,“ segir Rúnar. „Þegar við byrjuðum að byggja hér var fátt um góðar lóðir, og móðir mín vildi láta okkur fá þessa, og þá urðum við að byggja tví- hæða. Þegar efri hæðin er kom- in í stand, sem verður vonandi fljótlega, þá leigjum við hana.“ Þau Rúnar og María eru sennilega einu popp„hjónin“ sem hafa byggt sér sitt eigið hús, og þar sem það er svo óvenjulegt þá leikur manni hugur á að forvitnast hvers vegna þau fóru út í þetta. „Þegar þetta var,“ segir Rún- ar, „þá hafði maður töluvert af peningum á milli handanna, því það var nokkuð gott fjár- bagslega að vera hljóðfæra- leikari í þá daga, og öllum sem til þekktu þótti nauðsynlegt að leggja þessa peninga í eitthvað. ur fátt verið um stjörnur, en eitthvað þó um stjörnudýrkun. Nýjasta stjarnan sem landinn getur státað af er „Poppstjarna ársins 1970“, Rúnar Júlíusson, bassaleikari hljómsveitarinnar Trúbrot. Og hann býr með annarri stjörnu, Maríu Bald- ursdóttur, sem á síðastliðnu ári var kjörin kvenna fegurst hér á landi. í þeim tilgangi að kynnast þessu fólki ögn nánar, brugð- um við okkur suður í Keflavík kalt og myrkt vetrarkvöld skömmu fyrir áramót, og dvöld- umst á heimili þeirra að Skóla- vegi 12 eina kvöldstund. Og eins og ég sagði áðan þá átti móðir mín þessa lóð, faðir minn er múrarameistari enda eigum við þeim þetta hús mest að þakka, þau hafa verið svo hjálpsöm og góð — og var þá um nokkuð annað að ræða?“ „Sjálfsagt ekki, en það er annað sem okkur langar til að ræða: Hvers vegna eruð þið ekki gift?“ Þau litu hvort á annað og brostu. „Þetta var það fyrsta sem okkur datt í hug að þið mynduð spyrja um,“ sagði María til skýringar. „Eg var ekki mjög gamall," segir Rúnar, „þegar ég ákvað að ég ætlaði aldrei að giftast. Og eftir því sem árin líða, þá hef ég styrkzt í þeirri trú. Og hvað er þetta með þessa athöfn sem heitir gifting? Ég held að ekki sé hægt að búa til neina athöfn sem gerir samn- inga um tilfinningar fólks. og að einhver maður útí bæ, sem er prestur að mennt, geti haft réttindi til að leggja blessun sína yfir slíka sambúð uni ald- ur og ævi. Ég held að hver og einn verði að uppgötva sína blessun sjálfur, það er ekkert sem hægt er að búa til, eins og kemur svo greinilega í Ijós í öllum þessum hjónaskilnuðum. Að auki finnst mér samning- ar yfirleitt vera til að viðhalda vantraustinu. Ég myndi aldrei búa með neinum sem ég þyrfti að gera skriflega samninga við, því þá er strax kominn efi í málið og það er hlutur sem ég kann ekki við. Sambúð fólks, karls og konu, verður að verá tryggð með tilfinningum, ekki skriflegum samningum. Hitt er annað mál að í augum sumra er giftingarathöfnin nauðsyn- legur hlutur frá siðferðilegu og félagslegu sjónarmiði og ég lasta alls ekki þá sem vilja láta framkvæma þessa athöfn yfir sér — en ekki ég.“ „En gerir þú þér grein fyrir því að ef þú féllir frá allt í einu, þá stæði María ein uppi, án allra réttinda til að gera til- kall í þetta bú sem þið hafið komið ykkur upp saman?“ „Já,“ hélt hann áfram, „en mér finnst ekki hægt að rétt- læta þessa athöfn með því að hún sé svo mikið atriði í sam- bandi við veraldlega hluti, svo sem skattafrádrátt og þannig lagað. Þá er komin einhver peningalykt af þessu öllu sam- an og mér finnst ekkert fallegt við það. Þá er það líka algengt, að fólk uppgötvar, skömmu eft- ir giftingu, að það er allsendis óánægt með makann eða hjóna- band yfirleitt, en þá er fólk bu- ið að flækja sjálft sig í alls l5 vera allsherjar hátíöahöld i. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.