Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 28
— Ég sleppi þér aldrei, sagði Will, og ég fann að þessi orð hafði ég þráð að heyra allt
mitt líf. En nú, eftir á, hugsa ég mikið um það hvort ég hefði ekki átt að haga mér
öðruvísi. Þá hefði ef til vill verið hægt að forðast þennan hryllilega atburð . . .
Framhaldssaga eftir Rachel Maddux
ÞriSji hluti
Það sem á undan er gengið:
Roger og Libby Merredith
eru miðaldra og búa í vana-
hjónabandi. Þegar Roger, sem
er prófessor í lögum, ákveður
að taka sér frí í eitt ár, flytja
þau hjónin út á búgarð, sem
kunningjar þeirra eiga. Ná-
granni þeirra, Will Workman,
hjálpar þeim á alla lund. Hann
er sterkur persónuleiki, mann-
tegund sem Libby hafði aldrei
kynnzt áður. Að sumu leyti er
hann mjög frumstæður maður,
28 VIKAN 1- tbi.
en um leið hjartahlýr og við-
kvæmur.
Libby er bæði dálítið hreyk-
in og skemmtir sér yfir aðdá-
un hans og gullhömrum. Smám
saman kemst hún að því að líf
Wills er síður en svo ánægju-
legt; — konan hans er hörð og
vond og fullorðinn sonur hans
„Strákurinn", veldur honum
miklum áhyggjum. Upphaflega
hafa tilfinningarnar, sem Libby
hefur gagnvart Will, verið af
meðaumkun sprottnar . . .
egar hlýna tók í veðri fór
Will úr ullarskyrtunni og
nú var hann daglega í
blárri bómullarskyrtu og bretti
ermarnar upp að öxlum. Ég
reikna með að þannig eigi arm-
leggir karlmanns að líta út,
karlmanns, sem alla ævi hefur
unnið hörðum höndum, en ég
hafði aldrei séð þeirra líka.
Ég hitti hann rétt við eld-
húsdyrnar um dagmál, eins og
venjulega. Við vorum vön að
standa þegjandi um stund, eins
og til að njóta nærveru hvors
annars. í kyrrðinni fundum við
þetta forboðna aðdráttarafl og
þegar það var að verða óbæri-
legt, færði ég mig aftur um
nokkur skref, til að setja ket-
ilinn á. En þennan morgun var
það í fyrsta sinn sem hann var
með uppbrettar ermar. Undir
brúnu hörundinu sá ég slagæð-
ina, kaðalþykka, og allt í einu
brann ég af þrá eftir að snerta
þessa lífæð með vörum mín-
um.
— Hvað? sagði ég, algerlega
viðutan. — Hvað sagðirðu,
Will?
— Snertu hana ef þú vilt,
sagði hann.
— Eg þori það ekki, sagði ég
svo lágt að ég varð sjálf undr-
andi yfir hvíslinu í mér og yfir
orðunum, sem ég lét mér um
munn fara. En þetta var satt,
mér fannst jörðin hlyti að
gleypa mig, ef ég snerti þessa
slagæð. Ég hörfaði aftur á bak,
en þá var það Will sem hvísl-
aði:
— Eg elska þig svo óendan-
lega heitt, sagði hann.
— Nei, Will, þetta máttu
ekki segja og þú mátt ekki einu
sinni hugsa það. Ég elska Ro-
ger. Við höfum verið gift í
tuttugu og fimm ár, og mig
myndi aldrei dreyma um að
gera nokkuð, sem gæti eyði-
lagt það sem við eigum saman.
— Eg hef aldrei sagt að þú
eigir að hætta að elska Roger,
sagði hann.
Svo hreyfði hann sig til á
gólfinu, fullkomlega eðlilega
og rólegur, hin mikla spenna
var liðin hjá. Hann settist á
sinn vanastað og beið eftir að
ég hellti kaffi í bollann hans.
Svo brosti hann til mín og það
geislaði frá svörtum augum
hans. — Eg verð svo hamingju-
samur við að elska þig. sagði
hann. - Það fær mér eitthvað
til að hugsa um. Svo leit hann
undan og horfði út um glugg-
ann, ásjóna hans varð svo und-
arleea þreytuleg og gömul. —
Það er að minnsta kosti betra
en ekkert. Þegar ég sofna á
kvöldin, hugsa ég um þig. Það
getur ekki skaðað neinn.
En hvers vegna ertu ekki
komin í kjól, nú er ekki kalt
lengur?
Svo fór ég að líta í blöðin. Ég
hafði engan áhuga á frétt-
unum; það eina sem ég leit
yfir voru auglýsingarnar. Það
gat verið að ég kæmi auga á
laglegan bómullarkjól. Jú, það
gerði ég reyndar. Um leið og
ég sá hann, vissi ég að hann
/