Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 30
Frá frægustu hljómleikum sem haldnir hafa verið hér á landi, þegar Ævin-
týri hóf sigurgöngu sína.
ÞANKABROT
um heppilega þróun popptónlistar á íslandi
Á nýbyrjuðu ári er gott að
líta um öxl og athuga hvað fór
helzt úrskeiðis á því gamla. Ár-
ið 1970 var á margan hátt
skemmtilegt og viðburðarríkt
ár fyrir íslenzka poppheiminn,
þó ekki hafi verið slegið við
árinu 1969 nema að takmörk-
Karl Sighvatsson: Megum við búast
við eftirtektarverðum tónverkum frá
honum?
uðu leyti. Það sem einna helzt
hefur borið á sl. ár, er hversu
mikla áherzlu íslenzkir popp-
tónlistarmenn hafa lagt á að
flytja eigið efni, og hafa skotið
upp kollinum mörg ágætis tón-
skáld, s. s. Jóhann G. Jóhanns-
son, Ólafur Þórarnsson, Axel
Einarsson, Einar Vilberg og
margir fleiri, auk þeirra sem
áður höfðu haslað sér völl með
tónsmíðum sínum.
Geysilegur fjöldi hljómplatna
kom út á fyrra ári og nær ótrú-
legur fjöldi rétt fyrir jólin.
Mikið af þessum plötum voru
í háum gæðaflokki og aðrar í
lakari. Mjög lítið hefur komið
út af lélegum plötum og fyrir
það skulum við þakka öllum
þeim sem hefðu getað gefið út
lélegar plötur. Mikið af efni
Ómar Valdimarsson
þessara hljómplatna hefur ver-
ið frumsamið og má búast við
að enn meira verði um það á
þessu ári, sem er hið 1971. í
röðinni, síðan meistarinn fædd-
ist — en upp á það var haldið
með átveizlum miklum fyrir
um það bil tveimur vikum síð-
an.
Því hefur lengi verið haldið
fram að ísland sé mjög úr al-
faraleið og hafa sumir talið það
okkur til ágóða og aðrir til
tjóns. Sjálfsagt hafa báðir að-
ilar nokkuð til síris máls, en án
þess að ég vilji taka afstöðu til
þess í svipinn, langar mig að
gera að umtalsefni áhrif er-
lendrar popptónlistar á þá ís-
lenzku:
Þjóðlagatónlist á sífellt meira
fylgi að fagna og hafa margir
heimsþekktir listamenn, til
dæmis Led Zeppelin, orðið
fyrir sterkum áhrifum af
slíkri tónlist. Við fslendingar
eigum mikið af fallegum, stór-
brotnum þjóðlögum, þjóðvís-
um og vikivakadönsum, sem
eru svo rammíslenzk að þau
eiga sér enga hliðstæðu í ver-
öldinni. Hvers vegna reyna
ekki einhverjir góðir laga--
smiðir íslenzkir (popp) að
setja saman tónverk, sem
bera þennan keim. É'g er ekki
meina að þeir eigi að taka þjóð-
lög og setja þau í poppútsetn-
ingar, heldur að þeir semji upp
úr gömlum verkum; svipað og
bandaríska hljómsveitin Blood,
Sweat & Tears gerði á „BS
& T III“. Þar tóku þeir félagar
ungverska dansa og sömdu upp
úr þeim virkilega skemmtilega
þætti (movements). Framsetn-
ing BS&T krafðist að vísu
þeirrar hljóðfæraskipunar sem
þeir hafa upp á að bjóða, en ég
efast ekki um að hérlendar
hljómsveitir, sem ekki hafa á
að skipa neinum blásurum,
gætu gert svipaða hluti.
Fyrir utan það að þetta gæti
orðið stórkostleg skemmtun
fyrir okkur (almenning) og
hljóðfæraleikarana, myndu
báðir aðilar hafa mjög gott af.
Að vísu krefðist þetta mikill-
ar vinnu af þeim sem út í þetta
myndu leggja, en það þarf eng-
inn að efast um að almenning-
ur myndi fagna þessu framtaki
og kunna vel að meta. Nú er að
vísu sá möguleiki fyrir hendi
að tónskáldum okkar þyki
þetta ekki þess virði, þar sem
þeir eru flestir í „bransanum"
sem atvinnumenn. En þeir
verða líka að gera sér grein
Popphátíðin 1970 var dæmigerð fyrir lélega hljómleika hér á landi, þó
ýmsar hljómsveitir hafi staðið sig sæmilega. Ein þeirra var Fífó & Fófó.
30 VIKAN i. tw.