Vikan


Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 07.01.1971, Blaðsíða 5
reynsluleysi. Líka er svo að heyra að hann hafi varla eins sterkan áhuga á þér og þú á honum. Að öllu samanlögðu væri líklega rétt- ast fyrir þig að reyna að hugsa sem minnst um hann á næstunni, og ef þú átt kost á að fara að heiman um skeið, eins og þú talar um, þá er sjálfsagt að reyna það. Það er oft hressandi að skipta um verustað; þá sér maður hlutina gjarnan í nýju Ijósi og losnar við gamla drauga. Því er á hinn bóginn ekki að neita að stjörnurnar spá vel fyrir ykkur. Jómfrú og steinbukkur eiga að jafnaði alveg prýðilega saman. Sama er raunar að segja um naut og steinbukk; lífsviðhorf fólks í þessum merkjum eru að jafnaði ekki óáþekk. Skriftin er skýr, en ekki mjög snotur. Gummi í Plöntunni Elsku Póstur! Við þökkum þér fyrir þær upp- lýsingar, sem þú hefur gefið okk- ur. Við erum hér tvær stelpur, sem erum svolítið forvitnar um hann Gumma í Plöntunni. Getur þú ekki sagt okkur svolítið um hann, til dæmis hvenær hann á afmæli og hvar hann á heima. ER HANN GIFTUR??? 2 aðdáendur. Gummi þessi á afmæli fjórtánda desember, er til heimilis að Heiði i Blesugróf, hamingjusamlega kvæntur og á eina dóttur. Svar til einnar 15 ára (aS verSa 16) í vanda Heimilisfang mannsins, sem þú spyrð um, er Hrauntunga 75, Kópa- vogi. Skriftin er heldur lagleg, vantar enn fulla festu að vísu, en bendir helzt til þess að þú sért fremur róleg og þrautseig. , Ég held þetta ekki út lengur Kæri Póstur! Mér hefur fundizt þú vita all- mikið, svo ég vona að þú getir gef- ið mér gott svar í þetta sinn. Þannig er mál með vexti að ég er á föstu og er ég hrifin af strákn- um eins og gefur að skilja, en nú er ég hrifin af öðrum strák og er hann oft með stráknum sem ég er með, og hef ég haldið framhjá með hinum. Þegar ég er með þeim báðum úti að keyra þá veit ég ekki hvern- ig ég á að haga mér. Ég held að hinn sé líka spenntur fyrir mér, því hann reynir alltaf að láta strákinn (sem ég er með) gera eitthvað, senda hann eða þessháttar og' á meðan heldur hann í hendina á mér og horfir á mig (skáldlegt), en hann forðast að horfa á mig þegar við erum þrjú, því margt er hægt að lesa úr augum fólks. Ég held þetta ekki út lengur. Viltu nú gefa mér svar, en ekki segja hættu við báða eða gleymdu ein- um og vertu með hinum. Vona ég svo að þú gefir mér svar fljótt. Ein í vanda. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? Þú vilt hvorugan kavalérann taka fram yfir annan og ekki held- ur hætta við báða, svo aS meS sanni má segja aS góS ráS séu dýr. Þú segist ekki halda þetta út leng- ur, iíklega þá af ótta viS aS sá sem þú hefur á föstu komizt að fram- hjáhaldinu. Fjölveri (þaS að kon- ur séu samtimis giftar fleiri mönn- um en einum) mun bannaS í lögum hér á landi, og almenningsmórall- inn tekur sem kunnugt er heldur illa upp fyrir konum að þær hafi tvo eða fieiri elskhuga samtimis. Þannig er þetta í okkar kristna, vestræna þjóðasamfélagi, en til eru samfélög þar sem iitiS er nokkuS öSruvísi á þessi mál. AuSvitað er ekki hægt að banna þér að vera með strákunum báSum, ef þú vilt, en þá verSurðu að vera reiðubúin aS þola illkvittið umtal og jafnvel aðkast af hálfu óviðkomandi og auSvitaS reiði stráksins, sem þú hefur á föstu, ef hann skyldi um síðir komast aS hvernig í öllu ligg- ur. Þvi verSur ekki heldur neitað, að gagnvart honum sérstaklega er framkoma þín dálitiS andstyggileg. Hugsanleg lausn væri aS þú segSir honum allt af létta, ef vera kynni aS hann sætti sig viS aS búa við þig i félagi viS hinn strákinn. En heldur er ólíklegt að hann geri það og kemur margt til; ótti viS hinn almenna móral, svokallað karlmannlegt stolt og trúlegast lika siðferSisskilningur hans sjálfs. Skriftin bendir til að þú eigir ýmislegt til, sem kemur á óvart og verSur umdeilt. Eg er ein Jjeirra hamingjusömu húsmæðra, sem eiga P H I L C O, alsjálfvirka þvottavél Hér eru fáeinir kostir PHILCO-véla: Þvottastilling' 14- eða 16-skipt eftir gerð. Hitastilling 4-skipt eftir þörf og þoli þvottarins. Sérstök stilling fyrir lifræn þvottaefni. Sjálfvirk þvottaefnagjöf 3 þvottaefnahólf. Sterk, hljóðlát, stilhrein. Stór þvottakarfa úr eðalstáli. Tekur 5 kg. af þurrum þvotti. Þér veljið þvottadaginn — vélin sér um afganginn. Þvottavél er ekki munaður — hún er þörf — en PHILCO-þvottavél er NAUÐSYN. A# HEIMILISTÆKI HAFNARSTRÆTI 3, SUVII 20455 SÆTÚN 8, SllVII 24000. (g) — Ég segi það einu sinni ennþá, ég hefi aldrei verið kvenmaður! — Haltu áfram að jarma eins og geit, Karolínal 1. tbl. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.