Vikan


Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 5
 ing. Margir virðast hundóánægðir og svekktir út af þessu, og lái ég þeim það ekki, en allir virðast standa ráðalausir gagnvart þessu. Þetta er siður, segja menn, þetta gera allir og maður getur ekki skorið sig úr. Ég hef heyrt greinargóða menn halda því fram að ef ekki væru jólin og kauptíðin fyrir þau færi helmingur íslenzkra kaupsýslufyr- irtækja á hausinn með hraði. Ef svo er komið að fæðingarhátíð lausnarans gegnir orðið helzt því hlutverki að vera lífsakkeri kaup- manna, þá held ég að væri betra að þau gleymdust alveg, eins og á Kúbu. Því að varla stendur það nokkursstaðar skrifað að jólin eigi að vera til að halda uppi óeðli- legri þenslu í verzlun. Og því síð- ur getur verið kristilegt að þau séu kaupsýslufyrirtækjum tilefni og tækifæri til að raka saman óeðli- legum gróða á kostnað neytenda. Mig rámar í að sjálfur biskupinn hafi fyrir skömmu haft orð á því (gott ef það var ekki í Vikunni), að ef til vill færi bezt á þvi að leggja jólin niður í núverandi mynd þeirra. En hér er við ramman reip að draga, bæði siðvenjur sem komn- ar eru á og auglýsingaflóðið, sem heilaþvær almenning og hann er varnarlaus fyrir. Éq myndi segia að það væri mikil framför ef horf- ið yrði til qömlu jólasiðanna, sem gamla fólkið man ennþá eftir. Þá var látið duga kerti og sdíI, en áreiðanleoa naut fólk miklu sann- ari jólagleði og jólafriðar þá en nú. Gleðilegt ár, ykkar J. Það er auðvitað mikið til í þessu hiá hér. enda hafa álíka skoðanir oft áður komið fram í ræðu og riti. En er ekki fullmikið í lagt hjá þér að halda bv( fram að almenningur sé varnarlaus fvrir söluáróðrinum? Það er þó kristilen skoðun að mað- urinn sé gæddur frjálsum vilia, svo að hann ætti að hafa einhvern möguleika á að veriast ..heila- þvottatilraunum" auglýsenda. Svar til „einnar kvíðinnar“. Áhyggjur þínar virðast vægast sagt á litlum rökum reistar, fyrir svo utan það að þú ert fullung til að sökkva þér svona í þessi mál. Ekkert af því sem þú segir . inu bendir til annars en . inn sé frekar hrifinn af þér; hann er bara dálítið feiminn og héra- legur, en það ætti að geta farið af. Stjarnan sem mest áhrif hefur í Vogarmerkinu er Venus. Skrift og stafsetning standa vonandi til verulegra bóta. Stórhneykslaður á vegamálaþættinum Kæri Póstur! Ég vona að þú sjáir þér fært að birta þetta bréf mitt, enda ert þú víst einn frjálslyndasti blaðaþáttur sem til er hér á landi, birtir bréf og svarar fyrirspurnum um ólfk- legustu efni. Erindið var annars að koma á framfæri gagnrýni vegna vega- málaþáttarins í sjónvarpinu um daginn. Mér fannst það stór- hneykslanlegt hvernig vegamála- stjóra leyfðist að hegða sér þar. Viðmælandi hans, sá sem er boð- beri nýju vegagerðaraðferðarinnar, er eins og hann tók fram búinn að vera áratugum saman erlendis oq því eðlilega orðinn seinmæltur á íslenzku. Þetta notaði veqamála- stjóri sér til að grípa hvað eft'r annað fram í fyrir honum, þanniq að þeir, sem á þáttinn hlustuðu og voru ekki kunnugir málinu áðnr. hafa varla getað gert sér nokkra grein fyrir [ hverju tillögur Sverris voru fólgnar. Annars var formið á þessum umræðuþætti fiörleot oo vonandi að fleiri slíkir komi í sjón- varpinu, en stiórnendur verða að hafa meiri hemil á einstökum þátt- takendum en var í þetta sinn. Miq langar annars til að þakka vkkur fyrir marot qott efni undan- farið. Mér fannst blaðið hafa farið sfbatnandi þetta árið. Ég vil sérstak- lega minnast á viðtalið við Inqólf Davíðsson, grasafræðing, bað voru orð í tíma töluð. Svo sannarleoa er ég hlyntur auknum og fjölbreyttari iðnaði hér á landi, en það mí ekki kosta að við eyðilegaium okkar dásamlegu náttúru eins og flestar iðnaðarþjóðir eru næstum eða al- veg búnar að gera. Virðingarfvllst. SGS. MIDA PREIMTUN Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, tilkynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höfum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox LEITIÐ UPPLÝSINGA HILNIR Hl Skipholti 33 - Sími 35320 Þér spariö með áskriít SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320 2. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.