Vikan


Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 9

Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 9
ÞETTA ER LIFIÐ Líf er það sem getur aukið kyn sitt, eru líffræðingarnir vanir að segja. Eða það sem getur tekið til sín næringu úr umhverfinu, eða lagt fyrir orku til notkunar í fram- tiðinni. Skilgreiningarnar eru ekki vel Ijósar. Það sem einkum er ein- kennandi fyrir líf er að það er ákaflega flókið, skipulagt á ákaf- lega fullkominn hátt og ákaflega viðkvæmt. Hvernig gat svoleiðis nokkuð upphafist á Jörðinni fyrir fjórum milljörðum ára, úr því dauða efni sem þá var hið eina sem var til? Var efnið þá ekki dautt, eftir allt saman? Líf getur ekki orðið til úr dauðu efni; það sannaði Louis Pasteur upp úr 1860. Efni sem er ófrjótt verður ófrjótt áfram þangað til eitthvað lifandi þrengir sér inn í það að utan. Að eitthvað lifandi hafi kom- ið til Jarðarinnar annarsstaðar frá er víst ekki alveg ómögulegt, þótt svo að fáir visindamenn hafi trú á því núorðið. Og reynist sú til- gáta rétt, þá er hún í raun og veru engin lausn — lausn gátunnar um Shakespeare? upphaf lífsins er þá aðeins skotið á frest. Lifið samanstendur af þessum venjulegu frumefnum, kolefni, súr- efni, köfnunarefni, vatnsefni, brennisteini og fosfór til dæmis — og til þess að líf verði til þarf ekki annað en sameina þau á réttan hátt, í tröllaukin mólekúl réttrar tegundar. Allt fram undir miðjan sjötta áratug þessarar aldar gátu menn aðeins getið sér til um hvernig þessi samruni ætti sér stað. Menn þekktu til hins upprunalega gufuhvolfs Jarðarinnarf sem var mjög ólíkt því sem við búum við í dag) og vissu nokkurnveginn hvaða lífræn mólekúl höfðu verið þá fyrir hendi. Lífið varð líkindavandamál. Hversu miklir möguleikar voru á að þessi mismunandi mólekúl gætu hitt á hvort annað á réttum stöðum og í réttri röð — alveg tilviljun — þannig að til yrðu raunveruleg líf- fræðileg mólekúl, til dæmis eggja- hvítumólekúl? Sú spurnin^ beinir huganum að öpum sem ólmast á ritvél; hversu miklir möguleikar eru á að einhver tíu þúsund sjimp- ansa, sem látlaust hamra á jafn- margar ritvélar, skrifi um síðir af hreinni tilviljun samanlögð verk Shakespeares? Framhald á bls. 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.