Vikan


Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 25

Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 25
Edward Kennedy við hlið eiginkonu sinnar, Joan, þegar hún hélt fyrstu píanótónleika sína. in þekkja hann varla, eru jafn- vel feimin við hann, þegar hann kemur í heimsókn til okkar. Joan og Ted kynntust, þeg- ar hún var í háskóla og hann kom þangað, til að afhenda nýja byggingu, sem Kennedy- fjölskyldan hafði gefið háskól- anum. Eftir að hafa hitt hana nokkrum sinnum, bað Ted hennar. — Við höfum eiginlega eng- in sameiginleg áhugamál. Joan hefur ekkert vit á stjórnmál- um, hún veit ekkert um listir, hefur andstyggð á líkamsíþrótt- um og ofnæmi fyrir hestum. En þau gengu samt í hjóna- band og eftir fjögur ár höfðu þau eignazt tvö börn, dóttur- ina Köru, sem er 10 ára og Ted, sem er 8 ára. Ted skyldi ekkert í því að við skyldum ekki vera bú- in að eignast 4 börn eftir fjög- ur ár, sagði Joan. Kennedy- arnir eru barnmargir. Ted er sjálfur yngstur af níu systkin- um og allir vita að Ethel og Robert eignuðust 11 börn. Tvö fósturlát. Sannleikurinn er sá að Joan hafði misst eitt fóstur og ann- að eftir slysið við Chappaqui- dick. Það hafa alltaf verið gerðar strangar kröfur til henn- veröa e ar, eins og allra tengdadætr- anna af þessari fjölskyldu. — Rétt eftir að Edward var búinn að bjóða sig fram til þings, lenti hann í flugslysi. Hann gat ekki haldið áfram í kosningabaráttunni, en fjöl- skyldan ætlaðist til að ég héldi henni áfram. Og Joan gerði það. Hún skrif- aði niður ræður Edwards við sjúkrabeð hans og ferðaðist síðan um fylkið og barðist fyr- ir fylgi hans. Ræðurnar voru ekkert sérstaklega athyglis- verðar, og Joan var ósköp þreytt á þeim, svo hún fór að bæta inn í þær ýmsu um heim- ilishagi þeirra, flugslysið, sem Ted hafði lent í og fleiru því líku. Þetta varð mjög árang- ursrík barátta og Ted vann með 80% greiddra atkvæða. Auðvitað hafa morðin á mág- um hennar haft mikil áhrif á Joan. — Stundum óska ég þess að ia eins og Jaekie og Ethel ég hefði gifzt öðrum manni en Ted. Manni, sem gæti verið meira heima hjá sér og séð börnin oftar en einu sinni í viku. Það er ekki alltaf skemmtilegt að vera gift manni, sem er í stöðugri lífshættu, sem fær hótunarbréf og er alltaf í sviðsljósinu. Joan hefur séð hvernig líf þeirra Jackie og Ethel breytt- ist við fráfall eiginmanna þeirra. Hvert skref þeirra var vaktað. Jackie var sett á stall, svo fallið varð gífurlegt, þegar hún lagði frá sér sorgarbúning- inn og fór að umgangast fólk, — og aðra karlmenn. Eftir að hún hafði verið mest dáð af öllum konum í Bandaríkjun- um, varð hún sú mest umtal- aða, þegar hún giftist Onassis. Joan hefur andstyggð á íþróttum. Ethel er nú sú helgimynd sem Jackie var áður. Hún lif- ir fyrir sín 11 börn og ekkert hefur ennþá komið fyrir, sem getur steypt henni af stallin- um, það hefur ekki vitnazt með vissu að hún sé í giftingar- þönkum. Hún heldur ennþá samkvæmi, þar sem hún er mið- depillinn, leikur fótbolta með börnum sínum, fer með þeim á skíði og stundar reiðmennsku. Joan hefur aldrei getað hugs- að sér að taka þátt í knatt- spyrnu og henni dytti aldrei í hug að hrinda nokkurri mann- eskju í sundlaugina. — Mér finnst Kennedyfjöl- skyldan haía yfirdrifið íþrótt- irnar að ýmsu leyti . . . segir hún. Eftir slysið hafa verið marg- ar sögur á kreiki um að Joan sé orðin þreytt á þessari frægu fjölskyldu og að hún eigi ekki rétt vel heima meðal þeirra. Blöðin skrifuðu mikið um samkvæmið, sem var undan- fari slyssins. Sex þekktir menn í háum stöðum og giftir að auki, — höfðu komið saman í húsi, sem Edward Kennedy hafði á leigu. En í þessu sam- kvæmi voru lika sex ógiftar stúlkur, sem höfðu verið einka- ritarar hjá Robert Kennedy, áður en hann var myrtur. En þegar mest á reið, tók Joan upp hanzkann fyrir manni sinn. — Auðvitað vissi ég um þetta samkvæmi, segir hún. —- En þar sem ég var með barni, gat ég ekki tekið þátt í því, ég var of þreytt og vildi ekki fara. Nokkrum vikum síðar missti hún fóstrið. Nú á hún þrjú börn og eina ósk, — að fá að halda eigin- manni sínum. Ted Kennedy er nú eini full- orðni karlmaðurinn í Kenne- dyfjölskyldunni, og hann ber mikla ábyrgð. Það var Ted, Framhald á bls. 37 2. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.