Vikan


Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 27

Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 27
það má telja til undantekn- inga. Hún varð þó að láta sér nœgja 4. sætið. Nei, mér datt aldrei í hug að ég myndi vinna, en samt er ég ánægð með frammi- stöðu mína. í rauninni fór ég ekki í því augnamiði að verða kjörin eða komast langt — enda vonlaust — lieldur langaði mig til að kynnast þessu og skoða mig um. Og það er ábyggilegt að ég tek aldrei þátt í slíkri mönnum og ljósmyndur- um. Stundum vorum við vaktar klukkan sjö á morgnana og eitl og tvö á nóttunni fyrir mvndatökur og annað slíkt. Þá varð ég líka vör við það, að miðað við allar hin- ar var ég mjög illa útbú- in. Aðrar þjóðir gera sér grein fyrir auglýsinga- og áróðursgildi keppna sem þessarar og þvi er allt gert til að gera stúlkurnar sem bezt úr garði, áður en þær fara, svo að þær geti orðið landi sinu og þjóð til sóma. fslendingar lita allt öðru- visi á þetta; láta það alveg afskiptalaust, þar til ein- bver vinnur. Margar stúlkn- anna voru fataðar upp af forráðamönnum keppninn- ar í heimalandi sínu, en liér mátti ég vera að hlaupa um allan bæ á síðustu stundu til að útvega mér upplilut. Hitt er annað mál, að þetta er engin ný bóla hér á landi, þvi að fegurðarsamkeppnin hér á íslandi hefur alltaf verið rekin í gróðaskyni og alltaf illa skipulögð.“ „En finnst þér þá, að fegurðarsamkeppni eigi rétt á sér yfirleitt?“ „Á vissan hátt, já. Fyrir sumar þjóðir eru þær allt að þvi nauðsynlegar frá efnahagslegu sjónarmiði og mér finnst einhvern veg- inn, að við mættum líta meira á þær frá því sjón- armiði. Og svo er þetta mjög gott tækifæri fyrir ungar stúlkur, sem liafa hug á að skoða sig um í Sjá næstu síðu. keppni oftar. Það kom fyr- ir nokkrum sinnum, að allt virtist vera gert til að gera lítið úr okkur. Ég man sér- staklega eftir einu dæmi. Þá hafði okkur verið boð- ið að fara og skoða nýjan og mjög fullkominn hanka og svo allt í einu var okkur skipað að fara i einfalda röð á miðju gólfi. 1 þessum hanka voru eingöngu karl- menn, og þegar við vorum komnar i okkar einföldu röð, stilltu þeir sér upp fyr- ir aftan sin skrifhorð og mældu okkur út rétt eins og þeir væru að íhuga hver væri nú skást — fyrir sem minnstan pening. Þegar svona er getur maður ekki annað en hlegið að allri vit- leysunni.“ „En sérðu þá eftir að hafa tekið þátt i þessari keppni ?“ „'Alls ekki. Ég fer hara ekki aftur. Mig langaði til að kynnast þessu eins og ég er búin að segja og til þess hef ég fengið mjög gott tækifæri. Auk þess er þetta svo gífurlegt álag; hver ein- asta mínúta var skipulögð út í æsar, og ef við fengum fimm mínútur til að slappa af, yfirfylltist allt af blaða- Verðugur fulltrúi íslenzks yndis- þokka á alþjóðavettvangi — þó það verði ekki framar. 2. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.