Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 40
síðan
síðast
s \
málshátturinn
• Aldrei skin sólin svo
glatt, að skugginn fylgi oss
ekki.
V_________________)
Fleur tekur
passamynd af sér
og syni sínum
Til þess að geta ferðast verður
maður að hafa vegabréf með
mynd, jafnvel þótt maður sé að-
eins nokkurra mánaða. Hin fræga
móðir Christophers litla, Susan
„Fleur" Hampshire, þarf bráðlega
að fara til Afrfku til að leika í
kvikmynd, en faðir hans, Pierre
Granier Deferre, verður að vera
við vinnu sína í París, en hann er
leikstjóri. Christopher býr hjá móð-
ur sinni í London, en til þess að
fá að heimsækja foreldra sína,
verður hann að geta sýnt skilríki.
Mary Quant orðin
móðir
Mary Quant er orðin 36 ára og
hún varð fræg árið 1964, þegar
hún reið á vaðið með mini-tízkuna.
Nú gengur hún sjálf í knébuxum,
midi-kjólum og buxnadrögtum.
Fyrirtæki hennar, Mary Quant
Limited, veltir milljónum árlega
og hefir nú þegar tilbúinn tízku-
fatnað fyrir vorið, og kennir þar
rnargra grasa.
Mary Quant er heimsborgari og
á nú þrjú hús; eitt í London, sem
talið er 5 milljón króna virði, ann-
að er landsetur fyrir utan London
og það þriðja smáslot í Nizza. Þess-
utan á hún íbúð í London, sem
hún vill gjarnan selja, en verðið
er víst nokkuð hátt fyrir venjulegt
fólk.
Hún, sem hefir komið fram með
allskonar nýjungar í andlitsförðun,
farðar sig aldrei.
Þrátt fyrir miklar annir nýtur
hún þess að vera nú loksins orðin
móðir og gengur upp í heimilinu.
Hún hefir reyndar verið gift í
þrettán ár og eiginmaður hennar
heitir Alexander Plunket Green.
hvar
fæddist Tómas Guðmundsson,
skáld?
hvenær
kom fyrsta Ijóðabók Tómasar út?
hver
er sáttasemjari Sameinuðu þjóð-
anna?
hvernig
hljóðar sjötta boðorðið?
geturöu botnaö?
Þar sem blaðið er unnið langt fram í tímann, hefur fyrsti botninn, sem
birtist í sfðasta blaði, enn ekki borizt lesendum. En við birtum nýjan
fyrripart engu síður og vonum sterklega að hagyrðingar, bæði ungir
og gamlir, láti ekki á sér standa og sendi okkur botna við fyrripörtum
okkar. Við hlökkum til að fá að kveðast á við lesendur í þessu horni í
framtíðinni. Og þá kemur nýi fyrriparturinn og fjallar um áramót:
Sumir byrjar sérhvert ár
soldið utangátta.
40 VIKAN 2 tbi.