Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 17
X Kongo er farið að þjálfa konur
sem fallhlífarhermenn.
ISSA TEUYV NIANG, sem er í miðj-
unni, er dansmey við þjóðleikhúsið
í Senegal og hefur ferðazt um í
Bandaríkjunum og Evrópu. Issa
klæðist venjulega að hætti kyn-
systra sinna. Þarna er hún I vfn-
rauðum BOUBOU, á skemmtigöngu
með vinkonum sínum.
Það er morgun í Nairobi, höf-
uðborg Kenya. í einni af kjörbúð-
um borgarinnar er ung Afríku-
kona að gera innkaup. Hún heitir
Maria Semakula. Hún tekur ýmsar
vörur úr hillunum. Út um glugg-
ann sér hún ungan mann af kyn-
þætti Masaja, þjóðflokks sem býr
á svæðinu milli Viktoríuvatns og
Nairobi. Hann er klæddur að hætti
ættbræðra sinna, nakinn, með
klæði sveipað lauslega um sig og
vopnaður löngu spjóti. Hann hefir
gengið berfættur eftir rykugum
vegunum frá heimkynnum sínum
til borgarinnar, yfirgefið bláu fjöll-
in, til að kaupa vistir til vikunnar.
Maria sér að hann gengur yfir
götuna, milli lúksusbíla og annarra
farartækja,- hann er stoltur á svip
og lætur ekki stórborgarysinn
glepja sér sýn.
Maria hefir fengið „vestur-
lenzkt" uppeldi, það sést á því
hvernig hún er klædd og á fram-
komu hennar, og líka á því sem
hún kaupir. Hún er í mini-kjój og
nýtízkulegum skóm. Hárið er
vandlega greitt frá enninu og sett
upp í hnút í hnakkanum. Hún fer
reglulega á hárgreiðslustofu og
lætur slétta hár sitt vel. Hún býr
til mat að hætti Evrópumanna til
tilbreytingar við þann veniuleqa
mat, sem Afríkubúar venjulega
gera sér að góðu. Það lærði hún
í London, þar sem hún stundaði
tunpumálanám í fjögur ár. Foreldr-
ar hennar eru vel efnuð, faðir
hennar er sendiráðsritari í London.
svo að það lá í augum uppi að
hún varð að fá sina menntun.
Maria og hinn ungi Masa'i eru
táknræn fyrir hina nýju Afríku,
JANET YOUNG býr
{ Nairobi. Hún
hugsar um tvö börn
og kennir viö leik-
listarskóla. Hún er
ein af þeim tiltölu-
lega fáu konum
Afriku, scm hefur
fengið menntun sína
erlendis.
FATOU SY er
hjúkrunarkona í
Sencgal. Til skamms
tíma var það eina
starfið fyrir utan
kennslustörf, sem
afriskum konum var
„lcyfilegt".
þetta volduga meginland, sem er
svo fullt af mótsetningum, allt frá
mildu Miðjarðarhafsloftslagi, gróð-
urlausum eyðimörkum, frumskóg-
um, tignarlegum fjallgörðum,
geysistórum vötnum og óendan-
legum sléttum. Mótsetningarnar í
lífi fólksins eru gifurlegar. Megnið
af mannfólkinu sefur sínum Þyrni-
rósusvefni og virðist ekki hafa
hugmynd um það sem við köllum
menningu og framfarir. En í borg-
unum, við strendur Afríku, er sam-
bandið við önnur lönd opið; þar
eru skólar, háskólar,iðnaður og
bankahallir. Til þessara borga
streyma Afríkubúar í hundraðþús-
unda tali, til að leita menntunar
og atvinnu. 70% eru konur.
Maria er ein af þessum borgar-
búum, sem leggja sig eftir vest-
rænni menningu. Hún býr í ein-
býlishúsi í útjaðri Nairobi með Jo-