Vikan


Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 47

Vikan - 14.01.1971, Blaðsíða 47
Á gönguferð í vorregninu Framhald af bls. 31. sjá fyrir barnabörnum mínum. Frá hennar sjónarhóli er þetta líklega það rétta, hugsa ég. — En, góði Will, sagði ég, — það er ekkert réttlæti i því. Hverjum gæti dottið slíkt í hug? — Ég hélt að þú skildir þetta, sagði hann. En það gerði ég ekki. Ekki þá, ekki fyrr en nú, þessa hræðilegu daga. egar mesta áfallið eftir dauða „stráksins" var hjá liðið, heppnaðist mér jafn- vel að gleyma því sem skeð hafði. Og þegar Will var ekki nálægt gat ég jafnvel gleymt ást minni til hans. — þá var ég Libby Meredith, gift Roger, móðir Ellenar, amma Buckys og Will var aðeins vinur okk- ar, sem átti við erfiðleika að stríða og þurfti á hjálp að halda. En um leið og ég sá Will, - það var reyndar sjaldan nú orðið, síðan hann opnaði búð- ina og þá aðeins örstutta stund í einu, — hvarf þessi Libby Meredith. Ég skynjaði ekkert nema þessa æðislegu ástríðu, þrá eftir Will. Stund skulda- skilanna, sem hlaut að koma, afplánaði ég í hjarta mínu og ég var hamingjusöm. Þá var liðið nokkuð fram í júní. Nú voru brómberjarunnarn- ir í fullum blóma. Ég tók allt- af vönd af blómunum inn, þótt þau visnuðu strax og stráðu hvítum krónublöðunum á gólf- ið. Einn kæfandi heitan eftir- miðdag var ég að klippa grein- ar í garðinum, þegar það skyndilega rann upp fyrir mér að við myndum flytja héðan eftir hálft ár. Ég gat séð fyrir mér líf okkar, þegar við vær- um flutt til borgarinnar aftur. Mig langaði til að æpa, en hljóðið sem kom úr hálsi mín- um var aðeins stuna. Ég ráfaði hægt, í kæfandi hitanum, niður að svölum stein við lækinn. Ég tók af mér skóna og stakk fótunum niður í vatnið. Hvers vegna kveið ég svona hræðilega fyrir því að taka upp aftur það líf, sem ég hafði valið af frjálsum vilja, þáð hafði enginn þvingað mig til þess, og mér hafði alltaf fundizt það gott og þægilegt. Eða hafði mér fundizt það? Mér varð hugsað til þess sem við höfðum mest yndi af; að fara á hljómleika, í leikhús, bjóða Mary og Evan og öðrum kunningjum okkar heim og heimsækja aðra. Allt þetta fannst mér svo . . . svo dautt! En það var enginn sem neyddi mig til að búa í borg- inni, ef ég vildi það ekki sjálf. Ef sveitalífið var svona mikils virði fyrir mig, þá gátum við vel keypt okkur sumarbústað. Hvers vegna var ég með þessa hugaróra, sagði ég við sjálfa mig. Ef mig langaði ekki leng- ur til að sækja hljómleika eða leikhús, þá myndi enginn neyða mig til þess. Fólk breytist oft með aldrinum. Ef ég sjálf hafði eitthvað breytzt, þá hafði ég fullt leyfi til að haga mér eftir því, ég gat einfaldlega gert það sem ég vildi. Ef mig langaði frekar til að fara í langar gönguferðir í skóginum og virða fyrir mér gróðurinn, þá var það undir sjálfri mér kom- ið að gefa mér tíma til þess. Því ekki? Og ef mig langaði til að eiea geitur, þá gat ég líka látið það eftir mér. Það er ekkert sem aftrar mér frá því, hugsaði ég þrjózku- lega. En í husa mínum sá ég mig reika um framandi skóga, leika mér við aðrar geitur. Og þá fann ég að það vrði eins og með hljómleikana og leikhúsin. það yrði jafn dautt. Vegna þess að það var Will og ást hans, sem veitti mér þennan unað. Og Will var að- eins hér, hvergi annars staðar. En viðkvæmnistímabilið, — tímabil hinna saklausu snert- ingar, var löngu liðið. Gagn- kvæm þrá okkar hafði nú þeg- ar svint manneskju lífinu. Hvert mvndi þessi þrá leiða okkur, ef hún fengi lausan tauminn? — É'g vildi gefa aleigu mína, hafði hann sagt fyrir nokkru, — ef ég aðeins fengi að hafa þig hjá mér eina einustu nótt. En ég? Myndi ég vilja gefa allt? f fyrsta sinn fór ég að hugsa alvarlega um þetta mál. Það væri hreint brjálæði að yfirgefa eiginmann, barn og barnabarn vegna þessa manns, já, - - sannarlega væri það brjálæði, en það væri ekki í fyrsta sinn sem það hafði skeð í veraldarsögunni. —- Milli manns og konu, sem elska hvort annað, hafði Will sagt, — getur ekkert verið rangt. Það er öllu ofar, ekkert því líkt, ekki einu sinn ástin til barnanna. Ég sá okkur fyrir mér, en á sama augnabliki sá ég okkur einhvers staðar fyrir utan þessa skóga . . . já, yrðum við ekki nokkuð kátbrosleg, — kátbrosleg og hrygg. — En Libby, situr þú sér! heyrði ég Roger segja fyrir aft- an mig. — Ert þetta þú, Roger, sagði ég. — Vantar þig eitthvað? Hann settist á steininn við hliðina á mér. .— Nei, ekkert sérstakt. Ég var bara að furða mig á því hvert þú hefðir far- ið. Þú ert búin að vera svo lengi burtu. Skyndilega sneri ég mér snögglega að honum. — Ó, Roger, elskaðu mig! Elskaðu mig! Því að ég fann allt í einu til ofsalegrar hræðslu. Ef ég var í slíkri þörf fyrir aðdáun og blíðu, hvernig færi þá þeg- ar við kæmum aftur til borgar- innar? Myndi ég fleygja mér í fangið á rörlagningarmannin- um eða innheimtumanninum frá gasstöðinni, ef þeim dytti í hug að slá mér gullhamra í réttri tóntegund? Hvernig átti ég að vernda mig fyrir sjálfri mér? (En guði sé lof, það var eng- in hætta á slíku. Það var Will, aðeins Will). — En elsku Libby mín, auð- vitað elska ég þig, sagði Roger. Hvernig gat það verið að hann væri svo blindur að snerta mig ekki? — Já, ég veit þú gerir það, sagði ég. Settu fæturna niður í vatnið og sittu hérna hjá mér um stund. Ég er eitthvað úr jafnvægi, það er líklega þetta breytingaskeið. Hann rak einn fingur niður í vatnið. — Stinga fótunum í vatnið? sagði hann. — Vatnið er ískalt. Sjáðu bara fæturna á sjálfri þér, þeir eru bláir af kulda. Komdu, ég skal finna eitthvað handa þér að drekka, þá hlýnar þér á fótunum. Og svo skulum við skreppa í smá ökuferð og fá okkur að borða einhvers staðar. Það er ágætis veitingastaður hérna niður með ánni. Maturinn er prýðilegur og þar er líka loftkæling. — Já, við skulum gera það. Veitingastaðurinn var prýði- legur og það var maturinn líka. Loftkælingin var þægileg. — Ég var að hugsa um að helmingurinn af árinu okkar er liðinn, sagði hann. - En hve tíminn líður fljótt. Þetta hefur verið yndislegt vor, ég held það hafi verið yndisleg- asta vor í lífi mínu. — Jæja, því hefur þá ekki verið á glæ kastað, sagði hann. — Á glæ kastað? Hvers vegna segirðu það, Roger? Er eitthvað að? Leiðist þér hérna? Ótrúlega hægt smurði hann brauðsneið. — Það er ekki staðurinn, Libby. É’g hefði komizt að þessu hvar sem er. — Það er eitthvað sem er öðruvísi en það á að vera með verkefni þitt, starf þitt, er það ekki? sagði ég. — Hvað er að? Þú hefur beðið svo lengi eftir þessu tækifæri ... Og ég hefði átt að bíða eftir því framvegis. f öll þessi ár hef ég ímyndað mér að ég gæti gert eitthvað frumlegt, eitthvað stórkostlegt, ef ég fengi tíma og næði. Hugsaðu þér hve undarlegar við mann- eskjurnar erum! Þarna æði ég að heiman, upp á hálf laun, til þess eins að komast að því að ég er aðeins meðalmaður, þeg- ar ég hefði getað unnið fyrir fullum launum allt árið og haldið hugsjóninni. - Þú mátt ekki tala þann- ig um hugsjónirnar, Roger! Þú hefur aldrei talað þannig um starf þitt. Þú ert einfaldlega þreyttur, geturðu ekki tekið þér frí í nokkra daga? — Nei, Libby, þetta er ekki augnabliks vonleysi. Reyndar hefur mig grunað þetta lengi. Áður og fyrr hafði ég í raun og veru ýmislegt að segja heiminum, en það er langt síð- an. Skortur á næði er ekki nægileg afsökun, ef ég hefði raunverulega getað gert það, þá hefði ég örugglega skapað mér möguleika á einhvern hátt. — En þetta hefur ekki kom- ið yfir þig allt í einu, Roger. Nei, það er rétt, en ég hef ekki viljað íþyngia þér með áhyggjum mínum. Ég held að það hafi verið hitinn í dag, sem gekk fram af mér. En nú skulum við ekki eyðileggja þennan góða mat. Steikin þín verður köld. — Það gerir ekkert til, það er mikilvægara að. . . . Þar er ég þér ekki sam- mála. Því eldri sem við verð- um, því ljósara er mér að það er ekkert eins mikilvægt eins og að vinna bug á vandamál- um sínum með — ja, vissum virðuleik. Ó, hve líf mitt hefði orðið öðruvísi, hugsaði ég, ef hann hefði einhvern tíma sleppt fram af sér taumnum og látið þenn- an virðuleik veg allrar verald- ar. 2. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.