Vikan


Vikan - 08.07.1971, Síða 4

Vikan - 08.07.1971, Síða 4
Fatnaður framleiddur undir þessu vörumerki, er lönc/u landsþekktur og fæst hjá kaupmönnum og kaupfélögum um land allt. Framleiðandi: SOLIDO, Bolholti 4, 4. hæð. GEFJUN AUSTURSTRÆTI P0STURINN Gengur alltaf framhjá Kæri Póstur! Ég er að sálast úr ást. Ég er hrifin af strák, sem er sextán ára, en ég er fjórtán ára. Hann er að vinna, rétt þar sem ég á heima og gengur alltaf fram- hjá húsi mínu. Ég horfi á hann í hvert skipti, sem hann fer framhjá. Hvað á ég að gera til að vekja athygli hans á mér? Góði Póstur, gefðu mér nú gott ráð! Skrudda. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? ______________________ í •a-— Þú verður aS búa þér til eitt- hvert skemmtilegt tilefni til aS kynnast honum. Þú gætir til dæmís veriS úti í glugga, ein- mitt í þann mund sem hann gengur framhjá húsinu þínu. Og svo gætir þú misst eitthvaS út um gluggann. Kannski beygir hann sig þá eftir því og réttir þér þaS. Þá færSu aS minnsta kosti tækifæri til aS horfa i augun á honum og tala ofur- lítiS viS hann. Skriftin er sæmi- leg og ber vott um bliSlyndi, en skort á festu og viljastyrk. Einmana Kæra Vikal Ég hef tekið eftir því, að þið hafið einstaka sinnum birt aug- lýsingar, þar sem fólk er telur sig einmana óskar eftir bréfa- skriftum eða að kynnast fólki í svipuðu hugarástandi. Þar sem svo er ástatt með mig, að ég er nýlega fluttur til Reykjavíkur, en hefur gengið afskaplega stirðlega að kynnast fólki, þætti mér afskaplega vænt um, ef þið gætuð komið þessu á framfæri. Ég er fulltrúi að atvinnu, þrí- tugur að aldri og óska eftir að kynnast stúlku, 25—35 ára. Virðingarfyllst, N.N. ,________ Bréfritari vill ekki láta nafn síns getið, en þeir sem vildu sinna þessu, geta skrifað Póst- inum eða hringt til hans og fengið uppgefið nafn og heim- ilisfang. Skipsþerna Sæll Pósturl Mig langar að biðja þig að svara nokkrum spurningum fyrir mig: 1. Hvað verður maður að vera gamall til að geta komizt á skip? 2. Hvað tekur námið langan tíma? 3. Hvað þarf maður að læra mikið? 4. Er það í einhverjum sérstök- um skóla? 5. Verður maður að hafa lært eitthvað sérstakt? Svo vona ég að ég fái svörin fljótt, því þetta er mjög áríð- andi. Ein 15 ára og áhugamikil. P.S. Ég vona að þú fattir að ég er að spyrja um skipsþernu- störf. Ja, það var eins gott að þú tókst það fram! En til að verða skipsþerna þarf enga sérstaka menntun; aðeins dugnað, þrifni — og pláss. Aldurstakmörk eru engin sérstök, en 15 ára skips- þernu höfum við aldrei heyrt minnzt á. Þernuskóli er enginn til, en þú ættir að snúa þér til skipafélaganna. Hvar búa þau? Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir öll þau svör sem þú hefur veitt mér og ann- að það sem ég hef beðið þig um. Þvf vonast ég til að þú getir hjálpað mér nú sem endranær. Mig langar að fá heimilisföng hjá nokkrum persónum, en þær eru: Helgi Pétursson f Ríó-tríóinu, Ágúst Atlason í Ríó-trfóinu, Kristín Ólafsdóttir og Hörður Torfason. En, kæri Póstur, ef þið eigið f erfiðleikum með þetta og getið ekki sinnt öllum beiðnum mín- um, viljið þið þá gjöra svo vel að hafa Helga í fyrsta sæti, því það vantar mig helzt. Og ef þið vitið um fleiri unga 4 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.