Vikan


Vikan - 08.07.1971, Page 9

Vikan - 08.07.1971, Page 9
3 FRAMHALDSSAGA EFTIR MIGNON G. EBERHART Fritz von Holzen hafði góðar og gildar 1 ástæSur til að hata hinn myrta. Og 1 frú von Holzen sást í eldhúsganginum, rétt áSur en yfirmatsveinninn sagSi frá því aS annar eldhúshnífur hefSi horfiS... Jim leit í kringum sig, en þeir voru einir. — Hvað ertu að segja? — Það hefir annar hnífur horfið, herra. Ég taldi þá alla í morgun ... lögreglan sagði að ég skyldi gera það. Þá voru þeir ellefu, nú eru þeir aðeins tíu. Og ég sá hana. — Hverja? — Feitu konuna með þýzka nafnið. — Frú von Holzen? — Já ... já, einmitt. Hún var að hlaupa út, þegar ég kom inn í eldhúsið. — Hvenær? — Fyrir um það bil kortéri síðan. Ég var á eftirlitsferð, til að vita hvort allt væri í lagi fyrir morgunverðinn í fyrra- málið. Og þegar hún var þotin, reyndi ég að finna út úr því hvaða erindi hún hefði átt. Það vantaði hníf, herra ... Jim stundi hljóðlega. — Allt í lagi, þakka þér fyrir, Jean. Yfirmatsveinninn sendi hon- um órólega augngotu og hvarf. Jim gekk fram í móttökusalinn. Dyravörðurinn stóð strax upp. — Herra? —- Er Louise ennþá hjá frú Blake? — Já, herra. Jim hikaði. Tveir iögreglu- menn héldu vörð í dagstofunni A íbúð númer 21 og þar var sími. Það eina skynsamlega var eð segja lögreglunni frá... ja, frá hveriu? Að yfirmatsveinn- inn væri dauðskelkaður? Að hann hefði talið hnífana og að bað vantaði einn? Að hann hefði séð konu, sem hann hélt vera frú von Holzen, hlaupa frá eldhúsinu? Hann ákvað að hringia til heirra. Dyravörðurinn hallaði sér fram. — Herra Smith, ég hefi heyrt að einu gestirnir, sem þekktu herra Blake, væru konan hans og lögfræðingurinn. Er það rétt? — Já, en hversvegna spyrðu? — Það er ekki rétt, herra. Herra Blake þekkti líka von Holzen hjónin. — IJvað ertu að segja? — Þau hittust hérna í mót- tökusalnum og töluðu saman. Ég sá þau. — Hvað sögðu þau? — Osköp lítið. Þau virtust ekki ánægð yfir að hittast, en þau voru dús. — Hefirðu sagt lögreglunni það? — Nei, herra. Ég hugsaði ekki um það fyrr en eftir að þeir yfirheyrðu okkur. —• Það er allt í lagi, ég skal hringja til Willakers. Jim fór í lyftunni upp á aðra hæð og barði að dyrum á núm- er 21. Tveim mínútum síðar var hann á leið til lyftunnar aftur, lögreglumennirnir höfðu ekki leyft honum að tala við frú Blake. — Það er skipun frá foringj- awm, sagði annar þeirra. — Hann sagði að við mættum ekki blevna neinum inn. nema lög- fræðingnum. Jim kinkaði kolli. — Ég var að tala við yfirmatsveininn. Hann heldur því fram að ann- ar eldhúshnífur sé horfinn. Lögreglumennirnir litu hvor á annann. — Er hann viss um bað? — Það heyrðist mér. Sá, sem hafð' orð fyrir hin- 'im tautaði: — Nú. bað er varla bættulegt. meðan við erum hér. Það getur líka verið að hnífur- irn hafi verið horfinn lengi. — En.. . — Verið rólegur. herra Smith. Lögregluforinginn fær að heyra það á morgun. Jim yppti öxlum og sneri sér til að fara, en lögreglumenn- irnir héldu áfram að spila pok- er við lítið borð með rúðóttum dúk. Jim gekk fram hjá herbergi númer 20 og sá ljós undir hurðinni. John Tovery hafði þá farið til herbergis síns, þegar hann hafði horft á gombíana. Dyrnar á númer 19 voru líka lokaðar. Hann gat varla hugs- að sér Adele von Holzen á hlaupum með eldhúshníf í hendinni. En dyravörðurinn hafði haldið því fram að von Holzen hjónin og herra Blake hefðu verið kunnug. Hann nam staðar fyrir utan númer 18 og opnaði dyrnar. Það var dimmt og hljótt þar inni. James Smith, nafni hans, svaf líklega út eftir alla drykkjuna. Jim læddist varlega yfir gólf- ið. Flugnanetið hafði verið los- að öðrum megin og hann opn- aði það varlega. Það heyrðist ekki nokkurt hljóð frá bældu rúminu og hann læddist út á svalirnar. Það kom svolítil birta frá herbergi Toverys og dagstof- unni á númer 21. Pusey hafði dregið gluggatiöldin fyrir, en bað féll samt daufur geisli á eélfið. Jim læddist meðfram bandriðinu, til að láta ekki sjá sig og nam staðar fyrir utan °luggann á svefnherbergi frú Blake. Það var dimmt, en hann barði létt á flugnanetið. Hann heyrði létt fótatak fyr- ir innapi og svo var talað saman í iágum hlióðum. — Herra Smith . .. Það var L.ana sem talaði. — Louise sagði mér að þér væruð hérna. — Getið þér komið út á sval- 'rnar? bnð heyrðist smellur í fiiitnanetinu. þegar hún onnaði það. Grannur skuggi renndi sér út um rifuna. — Þessa leið, sagði hann og 1“''tdi hana út í dimmasta skot- ið. Þpu hölluðu sér fram á riðið. — Það heyrir enginn til okk- ar bérna. ef við tölum lágt, sagði hann. — Þetta með hnífinn var rétt h'á vður. hvíslaði hún. — Hiartans þakkir. Ég vissi ekki hve erfitt... og bræðilegt þetta áttí eftir að verða. — Það er miög leiðinlegt. — Louise er búin að vera hiá mér allan timann .. . það er örugglega yður að þakka. Ég er svo fegin að vera ekki ein. Hrú von Holzen spurði lög- reeluþiónana hvort hún ætti ekki að vera hjá mér í nótt, en þeir neituðu því. Var það ekki fallega gert af henni? Frú von Holzen! — Hversvegna báðuð þér um lykil að íbúðinni? spurði hann. — Peter vildi fá lykil. — Hversvegna? Og svo sögð- uð þér „Það eru ekki vasaljós, sem ég er hrædd við ... Hún hikaði andartak. — Pet- er var með áríðandi skjöl með sér. Hann var að vinna að nýj- um uppfinningum þegar hann .. Hún þagnaði. — Fenguð þér lykilinn? — Já, hann stendur í skránni. Ég held það að minnsta kosti. En ég opnaði dyrnar í morgun, svo þjónninn gæti komið inn með morgunverðinn. — Hvar eru skjölin? — f skjalatösku í herberginu mínu. Peter lét þau þar, vegna þess að ég ætlaði að hreinskrifa nokkrar athugasemdir. Ég var einkaritari hans áður en við giftumst, en það vitið þér sjálf- sagt. Hann var svo góður við mig.... Hann var mjög skapmikill en hann varð aldrei reiður. Hann átti enga óvini. Þetta er svo hræðilegt... —• Ekki gráta ... Hann fann að hún titraði. — Hann var svo góður við mig.. Hún var farin að kjökra. Hann lagði arminn um axlir hennar og hún hætti kjökrinu. — Vitið þér hverskonar upp- finning þetta var? — Já. Hann skýrði það fyrir mér, en ekki fyrir neinum öðr- um... Jú, kannski hefir hann sagt Sandy frá því. — Sandy? Er það frændi hans? — Já. — Þekkið þér hann? — Nei, ég hef aðeins einu sinni séð hann. Hann kom einu sinni til skrifstofunnar, áður en við giftum okkur. Ég held hann hafi ekkert tekið eftir mér. Hann var ekki í brúðkaupinu. Peter var svo hrifinn af Sandy og vonaði innilega að við yrð- um góðir vinir. Hún vissi þá ekki að Peter hafði þráttað við frænda sinn út af henni. — Hvað skeði með þessa uppfinningu? — Ó, já, Peter gat aldrei not- að hana sjálfur. Hann gerði þetta aðeins til að tryggja sér einkaleyfi, áður en einhver dytti niður á þetta. — Þetta var ódýr efnafræði- leg aðferð til að bræða gull. Fyrir mörgum árum fann hann upp aðra aðferð og framleiddi Framháld á bls. 48. 27.TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.