Vikan


Vikan - 08.07.1971, Page 19

Vikan - 08.07.1971, Page 19
ÞaS var fyrst þegar hún fékk krabbamein aS hún var leyst úr haldi. Nú segist hún heldur vilja deyja en snúa aftur til fangelsisins... Milli þessara tveggja mynda hafa liðið 25 ár. Árið 1946 á Ruth Blaue ásamt elskhuga sinum að hafa myrt eiginmann sinn. Hún var dæmd í lífstíðar- fangelsi, en heldur fast við það að hún sé saklaus. Ruth Blaue hefur lifað 5277 dag bak við járnrimla fangelsisins. Ruth Blaue hafði framið morð. Að minnsta kosti var sá dómur kveðinn upp í réttinum í Itzehoe í Þýzkalandi 18. nóvember árið 1955; þá var hún dœmd í ævilangt fangelsi. Ruth hefur sjálf staðið á því fastar en fótunum að hún sé saklaus. Hún var leyst úr haldi fyrir einu og hálfu ári. Þegar hún var látin laus 31. janúar 1969, var það ekki vegna þess að sakleysi hennar hefði verið sannað. Henni var sýnd þessi miskunnsemi vegna þess að hún varð veik og það varð ijóst að hún hafði krabbamein. En ef henni batnar, þá verður hún að hverfa aftur til fang- elsisins. — Hún kýs heldur að deyja. Ruth Blaue er nú 56 ára göm- ul. andlit hennar er nokkuð ellilegt en þó ekki hörkulegt. Einu sinni var hún fyrirsæta, sat fyrir hjá elskhuga sínum, myndskeranum. Trúað fólk í Schwarzwald biður ennþá bæn- ir sínar fyrir framan Maríu- myndir, sem bera svipmót hennar. „Morðkvendið með madonnu- andlitið“, eins og hún var köll- uð, bió með elskhuga sínum. myndskeranum Horst Buchholz í níu ár og sameiginlega bjuggu þau yfir hræðilegu leyndar- máli. Ruth Blaue og elskhugi hennar, sem þá var tuttugu og eins árs, voru dæmd fyrir morð á eiginmanni hennar, John Blaue, 16. nóvember 1946. Hann var myrtur með öxi. Horst Buchholz framdi sjálfsmorð viku áður en morðmálið var tekið fyrir í réttinum. Fram að því höfðu þau reynt að taka á sig sökina hvort fyrir annað ... Eftir lát Horst Buchholz brá þannig við að Ruth Blaue neit- aði algerlega að hafa átt nokk- urn þátt í þessum glæp. En henni var ekki trúað, þar sem hún hafði játað á sig morðið áður og það í tuttugu og tvö skipti. Þetta varð eitt mest um- talaða glæpamál eftirstríðsár- anna, jafn frægt og málið gegn Veru Briihne, sem líka var dæmd í lífstíðarfangelsi sjö ár- um síðar. Sannleikurinn um glæpinn, sem framinn var árið 1946, kom aldrei í ljós. Það voru engin vitni og engin sönnunargögn til stuðnings morðákærunni. Það var hrein- lega ekkert annað en staðreynd- in. T)6mararnir gátu heldur e^kj k\æðið á um það í dóms- úrskurði sínum hvort þeikra ’",íði rnyrt John Blaue! hvort það var Ruth konan hans eða Horst Buchholz. Árið 1968 kom það fram við læknisrannsókn að lífstíðar- fanginn í Liibeck-Lauerhof fangelsinu væri með krabba- mein. Forsætisráðherrann í Slesvig-Holstein, Helmut Lemke, gat um það leyti náðað Ruth Blaue. En saksóknarinn vildi ekki fulla náðun, heldur að hún yrði látin laus meðan á læknisgerð stæði, en yrði gert að fara aftur í fangelsi, ef hún hlyti fullan bata. Þetta varð til þess að Ruth Blaue afþakkaði frekari læknisaðstoð. Lögfræð- ingur hennar hefur fengið bréf þess efnis að við og við skuli heilsufarsástand hennar rann- sakað, til að vita hvort hún eigi að fara aftur í fangelsið. Ruth Blaue veit hve alvar- legur sjúkdómur hennar er. Hún veit líka hvað hún ætlar að gera, ef hún verði dæmd til að fara aftur í fangelsið: „Þá frem ég sjálfsmorð,“ segir hún. En svo getur farið að þess gerist ekki þörf, það getur ver- ið að „miskunnsemi" Helmut Lemkes sjái um það án hjálpar. Þessi miskunnsemi er það mik- ið sálarálag, að það eitt gæti átt sinn þátt í þvi að stytta líf hennar, því að það er kunnugt Framhald á hls. 45. John Blaue var myrtur með axarhöggi árið 1946. Níu árum eftir morðið á John Blaue var myndskerinn Horst Buchholz og ástkona hans tekin föst. 27. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.