Vikan


Vikan - 08.07.1971, Side 20

Vikan - 08.07.1971, Side 20
Jólin voru að koma. Þá verða grenigreinar í hverjum búðar- glugga; rauðar bjöllur yfir öll- um götum, glitrandi stjörnur, ljós og jólasveinar — þessir ó- þverra jólasveinar. Anna reyndi að láta þetta sig engu máli skipta, og því jánk- aði hún því að búa hjá Pétri um jólin uppí sveit. Það var eiginlega furðulegt, að Pétur skyldi vilja fara með hana á slíkan stað. Hann gerði það víst aðeins hennar vegna, því að Pétur hafði alltaf farið til Kanaríeyjanna eða Túnis um jólin, en það var svo aftur þetta, að Pétri og Krist- jáni samdi ekki sem bezt og henni haf ði alltof þótt það kyn- legt. Jól eru og verða jól og það eiga að vera hvít jól, snjór og jólasveinar, þó svo að enginn nenni að fara í kirkju. En nú skildi hún Pétur loks- ins. Skildi, hvernig það er að eiga engan að um jólin, engan, sem tilheyrir manni. Hún skildi þetta og var ein af öllum þeim hóp, sem var meira einmana en hún. Hún sá það í augum þeirra og fann það á axlaburðinum. Hún skildi það líka á því, að þeir litu aldrei á jólatrén né sveinana. Hún gerði það ekki sjálf. Átti hún að biðja Pétur að koma til Kanaríeyjanna? Nei, það var víst um seinan að ná í miða núna og svo hafði hún ekki efni á því. Pétur myndi nú lána henni — en hann hafði þegar gert nóg fyrir hana. Meira en hægt væri að óska sér. Þau fóru á gistihús, sem ekki var ofskreytt með jólaskrauti og alls engar blómum skreyttar greinar hangandi í loftinu. Anna hafði ekkert að óttast. Pétur átti kannski ekki auðvelt með að láta skoðanir sinar í ljós, en hann var ekki sneyddur öllu ímyndunarafli. Það var gott að borða á Myrback, og margt annað að auki. Þeir, sem vildu spila bridge, gerðu það, en aðrir fóru í gönguferðir um skóginn eða stunduðu skíða- íþróttina. Hér voru miðaldra menn yfirleitt. Engir gamlir, engir ungir. Þeir, sem voru um fertugt litu góðlátlega á jafn- aldra sína. Það var ekki við því að búast, að neitt kæmi þeim að óvörum. — Þetta er indælt, sagði Anna á jólakvöld. — En finnst þér það ekki dálítið... þreytandi? Ertu sannfærður um, að þig iðri þess ekki, að þú fórnaðir þér svona fyrir mig? — Ég hef ekki fórnað mér, sagði Pétur blíðlega. — Ég held, að það fari bara vel um okkur hérna. Hérna þarf enginn að hafa áhyggjur og það er ein- mitt það, sem menn vilja hér. En hvað gera þeir, sem koma með áhyggjurnar með sér hing- að? hugsaði Anna. Ef þær elta mann á röndum, hvert sem maður fer. Ef ekki er hægt að losna við þær, þótt manni líði vel og ekkert tefji. Ef ekki er hægt að hugsa um annað, en hvernig Kristjáni líði um jólin. Halda þau Stefán, Kristín og hann jólin hátíðlega saman? Nei, hún gat ekki hugsað svona til lengdar. Hún fór að spila bridge og einbeitti sér að spilinu eins og hún frekast gat, en hún gleymdi Kristjáni al- drei. Henni létti, þegar þau fóru aftur til Málmeyjar á þriðja jólum. En þar kom svo sem ekkert fyrir heldur. Lotta var örg yfir því, að Anna hafði ekki verið á jólaballinu og það fór því ekki alltof vel á með þeim. — Hvað gengur eiginlega að þér? spurði hún reiðilega, þeg- ar Anna tók myndirnar sínar og og fór inn með þær til að skrifa það, sem undir myndunum átti að standa. — Þú ert eins og hver annar kjáni! Og svo bætti hún biturt við seinna: — Hvers vegna varstu eiginlega að hlaupast á brott? Leifur er ágætis strákur og enginn kvennabósi. Mér finnst þú hafa komið illa fram við hann. — Mér leið svo illa, skrökv- aði Anna. Hún gat alls ekki skýrt þetta mál fyrir Lottu. Hún var að taka auðveldustu leiðina. — Ekki veit ég, hvað þið settuð í jólabruggið, en áfengt var það. Það sveif á mig. — Á fleiri en þig, sagði Lotta og glotti. — Það kom nú í ljós seinna og þá gekk á ýmsu, skal ég segja þér. Þeir settu „kisu- klór“ í bruggið!“ — Voru þeir alveg vitlausir? „Kisuklór“! — Þeir höfðu það ekki alltof sterkt, en það var þó púður í því samt. Það voru bara gömlu drykkjulauparnir, sem héldu þetta út. Fólk á borð við mig... —• Góða, láttu ekki svona, sagði Anna og gerði sér upp hlátur. Hún vissi vel, að hún var huglaus, en hún vildi um leið koma sér í mjúkinn hjá Lottu. Hún gat einfaldlega ekki barist gegn öllum. Hún varð að halda dauðahaldi í vinnuna, því að hún vissi ekki, hvað hún ætti að gera af sér, ef hún missti hana líka. — Þá er nú ekkert skrítið, þó að það hafi svifið svona á mig, sagði hún. Lotta glotti aftur. — Þá get- um við talað um hann Leif, sagði hún. — Ræfilstuskan hélt, að hann hefði sært þig, því að hann er ekki eins og menn eiga að vera — þú skilur. Hann er nú hrifinn af þér samt. Hrifinn af mér, hugsaði Anna. Jæja. Það hefði álíka áhrif á mig, ef einhver kæmi og segði mér, að Eskimói væri Eskimói. Leifur var góður og elskulegur og allt þetta, sem Lotta segir, að hann sé ... en mér stendur á sama ... Þá byrjaði hún aftur að ótt- ast það, að henni gæti aldrei þótt vænt um nokkurn aftur. Að hún yrði alltaf einmana og vildi það að lokum sjálf. Að henni gæti aldrei þótt vænt um aðra manneskju og enginn myndi nokkru sinni skipta hana máli. Hún fór í vinnuna og heim aftur. Hún gerði það, sem gera verður á heimili. Hún borðaði í vinnunni; hitaði sér aðeins kaffi heima og opnaði dósir með ávaxtasafa. Hún reyndi að fylgjast með málakennslu í út- varpinu, horfði á sjónvarpið og fór í kvikmyndahús. En hún var alltaf einmana. Einmana- leikinn bæði skelfdi hana og laðaði hana að sér. Það gat verið, að hann yrði svo indæll seinna, að hann langaði ekkert til að breyta til... Dagarnir lengdust sífellt og nú var janúar næstum liðinn. Stundum fannst henni vera far- ið að vora, en svo kom frostið aftur og þokan frá Eyrarsundi huldi þau myrk og þung. Hún hitti Kristínu einn slík- an dag. Sá hana koma eina í fjarlægð með Stefán við hönd sér. Sítt, ljóst hár hennar var rakt af þokunni, en hún gekk léttstíg og mjúklega og Anna varð skyndilega svo ósegjanlega fegin að sjá hana. Nú fyrst skildist henni eiginlega, hvað þær höfðu alltaf verið góðar vinkonur frá barnæsku. Hún varð að fá að tala við Kristínu. Hún þarfnaðist hennar. Það voru víst aðeins smámunir, sem fyrir höfðu komið — eins og Kristján sagði. Ef þær gætu að- eins talað saman um þetta og .. Kristín nam staðar fyrir neð- an liósaskilti og rauður bjarm- inn litkaði hár hennar og and- lit. Anna gekk yfir götuna um leið og Kristín leit við. Hún ná- fölnaði — rautt liósið yfir höfði hennar varpaði ekki lengur gliti á andlit hennar — og svo gerði hún sig líklega til að fela sig. Hún leit undan og fór. Anna stóð ein eftir. Svo Kristín vildi ekki hitta hana, ekki tala við hana. En hún hafði nú tekið fyrsta skref- UGLA SAT r Það var betra meff Yngva en hún hafði vonað, en hann var samt ekki eins og Kristján ... Framhaldssaga eftir Elsi Rydsjö Sjöundi hluti 20 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.