Vikan


Vikan - 08.07.1971, Síða 21

Vikan - 08.07.1971, Síða 21
ið og því skyldi hún ekki...? Eiginlega var það Anna, sem var særð og leið. En þær voru víst skildar að skiptum, hvort eð var. Þetta voru engir smá- munir. Þær voru báðar sárar og hún átti ekkert eftir. Anna var vinalaus og átti engan að. En hún gat ekki verið svona einmana. Hún þráði félagsskap annarra, nærveru þeirra og yl. Það var gott að vera ein um stund, en það, yljaði henni ekki um hjartarætur. Hún sagði Pétri, að Kristín hefði litið undan, þegar þær hittust. — Við hverju bjóstu? sagði bróðir hennar. — Það liggur í augum uppi, að hún fór hjá sér, þegar hún hitti þig. Þetta er leiðindamál og ég geri ráð fyr- ir því, að hún haldi, að þú verð- ir lengi að gleyma því. Geturðu annars gleymt þessu, ef við er- um hreinskilin hvort við ann- að? — Ég veit ekki, svaraði Anna dræmt. — Ég held, að ég viti ekki, hverju ég á að trúa, en ég var samt svo hrifin af að sjá Kristínu. Skilurðu það? — Nei, sagði Pétur. — Ég held, að ég Jþarfnist hennar, sagði Anna hugsandi. — Ég sakna hennar. Ég veit, hvað hún hefur gert — hvað þau Kristján hafa gert — en samt... Við vorum vinkonur. — Samt lagðist hún með manninum þínum, sagði Pétur þurrlega. — Já. Ég veit það, en ... — Segðu nú ekki, að það skipti engu máli. — Það voru ekki mín orð, en ég held, að við ættum að tala um það og þá — jæja, mér finnst þetta víst aðeins, Pétur, sagði Anna. — Finnst þér ann- ars aldrei, að þú sért að gefast upp? Að það nægi þér ekki að eiga mann eða konu? Að þú þurfir líka að eiga vini? Fólk, sem þú þekkir, kannt vel við og þykir vænt um? — Góða Systa, hugsaðu rök- rétt! Pétur gerði sér upp hlátur. — Finnst þér virkilega vænt um Kristínu? Þú tókst á móti henni, þegar hún átti erfitt og hún notfærði sér gestrisni þína svona. Þau Kristján brugðust þér bæði og mér finnst, að þú ættir að telja þig yfir það hafna, að ... — Ég var nú ekki að tala um þetta, svaraði Anna þreytulega. —.En ég held, að ég geti ekki skýrt það fyrir þér. Ætli mér finnist ég ekki bara ... ja, búin að vera. Að ég þarfnist annarra manneskja til að verða að manni. Pétur hristi höfuðið. — Ég trúi þér ekki, sagði hann. — Ég veit að þú trúir þessu, en mér lízt ekkert á þetta. Ég held, að hver og einn verði fyrst og fremst að vera hann sjálfur og finna sitt eigið „ég“ og hitta síðar aðrar skyld- ar sálir. Það á enginn að láta aðra móta sjálft sig. 27. TBL. VIKAN 21 I

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.