Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 27

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 27
Vetrarmynd frá Sauðárkróki. Málmey er til vinstri, en Þórðarhöfði til hægri. Myndina tók Stefán Petersen. Á þessum tíma og raunar fram yfir aldamót var talinn ógerningur að láta greiðasölu bera sig án vínveitinga. Þótt Sigríði væri mikill ami að drukknum mönnum, einkum þó, er sjúklingar voru í sjúkrastofunni, taldi hún sig ekki geta rönd við reist. Hins vegar segir sagan, að hún hafi tekið sér lögregluvald, varpað óeirðarseggjum á dyr með skörung eða sóp að vopni, en stundum snarazt að veitingaborðinu og skvett úr fötunum framan í gestina og kvað þá vínið betur komið utan á þeim en ofan í . . . Sauðárkrókur byggðist á sérstæðum breytinga- og bylt- ingatímum. Þegar fyrstu húsin hafa risið af grunni, hefj- ast Vesturheimsferðirnar, og linnir þeim ekki, fyrr en komið er fram á 20. öld. Árið 1874 fer fyrsti stóri hópurinn úr Skagafirði. Þá kemst Sauðárkrókur fyrst á fréttasíður blaðanna, og enn eru þeir vestanhafs, sem geyma sagnir forfeðranna um „komu emigrantaskipsins til Sauðárkróks“ 1874. Vikum saman höfðu vesturfarar beðið Heilags Patreks (St. Patricks), en svo hét farkosturinn, fyrsta gufuskipið, sem talið er, að komið hafi til Sauðárkróks. Sauðhrepp- ingar og Sauðárkróksbúar töldu sig verða fyrir þungum búsifjum sökum aðkomufólks, og var það að vonum. Svo segir í frétt í Norðanfara fyrrnefnt áir: „Á Sauðárkrók eru sagðir komnir að vestan og úr Skaga- firði á fjórða hundrað manns, er ekkert skýli hafa nema leggja rúmföt sín á jörðina eða mölina, sum börnin því orðin veik. Nokkuð af karlfólkinu er sagt að hafi sopið heldur mikið á, svo að sýslumann hafi þurft að skakka leikinn. Nú er kominn 24. júlí og Ólafur helgi enn ekki kominn; sumt af vesturförum er því farið héðan burtu til að leita sér atvinnu í sveitunum, en sumir bíða þó hér í þeirri von, að skipið komi einhvem tíma í þessum eða næstu mánuðum." Eggert sýslumaður Briem andmælti síðar þessari fregn, telur ofsögum sagt um drykkjuskapinn og bætir við: „Það er heldur ekki alveg rétt hermt í greininni, að fólkið hafi ekkert skýli haft. Það er að vísu satt, að Sauðárkrókur er vegna húsfæðar mjög óhentugur staður til þess að mikill fjöldi fólks, kvenna og barna, safnist þar saman, en þó fengu margir af vesturförum húsaskjól hjá herra H. Ás- grimsen, og líka var tjaldað yfir milli húsa hans með segl- Framháld á bls. 48.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.