Vikan


Vikan - 08.07.1971, Qupperneq 36

Vikan - 08.07.1971, Qupperneq 36
— Hér eru sœti jyrir tvo, gjörið svo vel! ] ÞJÓNUSTU LÍFSINS Framháld af bls. 6. fundið hitt efnið, sem þau kölluðu radium. En enginn maður hafði séð það, hvorki þau sjálf eða nokkur annar. Vísindamenn um allan heim drógu það í efa að slikt frum- efni væri til . . . — Við skulum trúa því, þegar við sjáum það, sögðu þeir. Það tók Pierre og Marie fjögur ár að sanna það. — Þetta var okkar mesti sigur, sagði Marie. Curie hjónin höfðu enga reglulega rannsóknarstofu, að- eins hina lélegu vinnustofu, sem hafði verið líkhús, og alls enga peninga, hvað þá styrki til að vinna að þessari hug- mynd sem þau lögðu alla krafta sína í, þá hugmynd, sem síðar varð til að gera mönnum kleift að sprengja kjarnann og verða bót við krabbameini og öðrum sjúkdómum. En þau gáfust ekki upp. Þrátt fyrir peningavandræði og aðra erfiðleika, fluttu þau inn fleiri tonn af möl frá Aust- urríki, sem reyndist innihalda bæði polonium og radium. Þegar þau skiptu vinnunni á milli sín, var það hún sem tók að sér erfiðisvinnuna. Oft var hún utandyra, hvernig sem viðraði, hrærði í gríðarstórum potti af sjóðandi leðju, með járnstöng, sem var á stærð við hana sjálfa; — þannig hrærði hún, á sinn sér- staka hátt, í fleiri haugum af möl. Á kvöldin var hún með verki um allan líkamann af þreytu. — Ég er spennt að sjá hvern- ig það lítur út, sagði hún, þegar þetta radium vildi ekki koma fram, lét ekki einangra sig, hvernig sem hún fór að. — Eg veit ekki, sagði Pi- erre, — en ég vildi óska að það væri fallegt á litinn . . . Stundum varð Pierre svo þreyttur af þessu þrotlausa erfiði og var að því kominn að gefast upp. Það virtist alger- lega vonlaust að berjast við þetta og (reyna að einangra hreint radium. En Marie lét erfiðleikana eins og vind um eyru þjóta, hversu óyfirstígan- legir sem þeir virtust vera. ÞAU KUSU FÁXÆKT Og . . . fjörutíu og fimm mánuðum eftir að hún til- kynnti tilvist hins geislavirka radiums, vann hún sigur. Hún framleiddi eitt decigramm af hreinu radium og ákvað kjarna- þungann 225. Að lokum hafði hún sannfært hinn vísinda- lega heim. Um sama leyti skrifaði hún á spássíuna á matreiðslubók- inni sinni: „Ég tók átta pund af berj- um og sama magn af sykri, lét það sjóða tíu mínútur, hellti því svo í gegnum fína síu. Eg fékk fjórtán krukkur af ágætu hlaupi úr þessu, en það var ekki vel tært.“ Þetta ótrúlega jafnvægi var táknrænt fyrir hina snjöllu vísindakonu Marie Curie! EINS OG LJÓSORMAR Kvöld nokkurt gengu Curie hjónin, arm í arm, til rann- sóknastofunnar. — Kveiktu ekki, hvíslaði hún. Frá hillum og borðum glitraði á þá. Þetta var skínandi, bláleitt fosfórlýsandi skin, sem sveif um eins og ljósormar úti í náttúrunni. — Sjáðu, Pierre, sjáðu! Radiumið þeirra var ekki eingöngu undursamlega fag- urt, það var sjálflýsandi . . . Uppfinning radiums braut blað í söguna. Það breytti grund- vallarreglum eðlisfræðinnar, varð upphaf kjarnorkuvísinda og i efnafræðinni ný tilgáta um orkugjafa sem liggja að baki hinna geislavirku efna. Það hafði líka mikla þýðingu fyrir jarðfræði og veðurfræði. Eftir að lækningamáttur ra- diums varð kunnur fóru fleiri og fleiri þjóðir að leita geisla- virkra efna. Það sýndi sig líka að efnið gat haft mikil áhrif í baráttunni gegn krabbameini. En það gat enginn framleitt radium. Aðferð Curie hjón- anna var leyndarmál. Þeim voru boðnar svimandi upp- hæðir fyrir einkaréttinn, alls staðar að úr heiminum. — Það er óhugsandi, Pierre, sagði Marie. — Það stríðir á móti anda vísindanna. Við get- um ekki notað okkur það sem persónuleg hlunnindi. — É'g er þér sammála, Ma- rie, sagði Pierre. Og þau völdu á milli fátækt- ar og auðæfa, höfnuðu munað- arlífi og milljónagróða. Þau höfnuðu auðvitað um leið betri vinnuskilyrðum, þar sem þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur af að brauðfæða fjölskýlduna. KENNSLUKONAN VAR EKKI NÓGU FÍN Fjölskylduhamingja þeirra varð blaðamatur og almenn- ingseign. Þau reyndu, án ár- angurs, að verja sig fyrir blaða- mönnum, jafnvel kötturinn þeirra, Didi, trónaði á forsið- um blaðanna. Hvað hafði katt- arvesalingurinn með radium að gera? Svo keyrði allt um þverbak 12. nóvember árið 1903, þegar „frægu hjónin“, eins og þau voru kölluð og höfðu sjálf mikla andstyggð á þeirri nafn- gift, hlutu hálf verðlaun No- bels fyrir eðlisfræði. Hinn helminginn fékk Henri Bec- qurerel. Hjónin voru of þreytt og sjúk til að geta farið til Stokk- hólms, til að veita verðlaunun- um viðtöku. Marie var mjög áhyggjufull út af heilsu Pierr- es, sem hún tilbað, og það var gagnkvæmt hjá honum. Stund- um fannst henni það kátbros- legt, því að raunar höfðu þau bæði sagt skilið við ástina, þegar þau hittust. Heima í Póllandi hafði hún orðið fyrir mikilli niðurlæg- ingu. Hún hafði unnið sem einkakennslukona í sex ár, til þess að kosta elztu systur sína til læknisnáms. Síðan átti Bronia systir hennar að hjálpa henni til framhaldsnáms. En sonur húsbónda hennar Kasi- mir, varð ástfanginn af ungu kennslukonunni og hún af hon- um. Þegar hann bað hennar, var hún reiðubúin að hætta við frekara nám og gerast gósseigandafrú. En það voru nokkur orð, sem komu í veg fyrir það: Það er ekki hægt að kvænast kennslukonu. Og Kasimir var alltof veiklundaður til að standa á móti vilja foreldr- anna . . . NÝ HAMINGJA Hún hafði helgað líf sitt vís- indunum fyrir fullt og allt. Um sama leyti var Pierre önnum kafinn við rannsóknir sínar. Hann hafði svarið þess dýran eið að kvænast ekki og að láta ástina aldrei ná yfirtökunum á sér. í hjarta hans sveið minningin um æskuást, sem hafði fengið sorglegan endi á óhugnanlegan hátt. Hann vildi aldrei tala um þann atburð. En svo hittust þau, Marie og Pierre og það varð ást við fyrstu sýn. Samt liðu tíu mán- uðir, þar til hún svaraði bón- orði hans játandi. f fyrstu fannst henni fráleitt að gift- • ast frönskum manni! Henni fannst það svo frá- leitt, vegna þess að hún elsk- aði ættjörð sína og hún varð að helga Póllandi krafta sína. Pierre var reiðubúinn að leggja mikið af mörkum fyrir ást sína, hann bauðst til að fylgja henni. Þá rann upp fyrir henni hve ást hans var einlæg. Tengda- móðir hennar sagði: — Það er enginn líkur hon- um Pierre mínum. Þú getur aldrei orðið hamingjusamari með nokkrum manni. Ó, hve hún hafði satt að mæla. Samlíf þeirra hafði verið dásamlegt. Marie tilbað Pierre, sem ástmög, eigin- mann, visindamann og góðan félaga. Árið 1904 eignuðust þau dótturina Evu. Um sama leyti fór svolítið að rofa til með starfsárangur þeirra. Pi- erre var þá loksins orðinn pró- fessor og hún sjálf varð yfir- maður rannsóknastofnunarinn- ar í eðlisfræði, sem heyrði undir embætti hans. Radium- rannsóknir sínar stundaði hún á eigin kostnað, hún fékk eng- in laun fyrir þær. „ER PIERRE DÁINN?“ Svo rann upp morguninn 19. apríl 1906, dimmur dagur og ausandi rigning. Curie hjónin höfðu varla haft tíma til að tala saman í önn morgunsins. — Ætlar þú að fara gang- andi til rannsóknastofunnar, Marie? kallaði Pierre, en rödd hans kafnaði í hávaða frá telp- unum. Nokkrum tímum síðar gekk Pierre um götur Parísar, með uppspennta regnhHf. Hann var mjög hugsi og steig út af gang- stéttinni — mannfjöldinn á götunni æpti upp yfir sig, þeg- ar hinn hávaxni maður hras- aði á hálli götunni og féll fyr- ir framan gríðarstóran vöru- flutningavagn, sem dreginn var af tveimur hestum. Hófar hestanna snertu hann ekki en vagninn var ekki hægt að stöðva. Vinstra afturhjólið fór 36 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.