Vikan


Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 39

Vikan - 08.07.1971, Blaðsíða 39
að vera með þér. Hvar er fjöl- skylda þín?“ v „Ég veit það ekki,“ tókst mér að stynja ,upp um leið og var- irnar byrjuðu að skjálfa. „Er mamma þín dáin?“ „Já, ég held það.“ „Og pabbi þinn líka?“ „Já, ég held það líka...“ „Jæja, bíddu hérna í röðinni, ég ætla að tala um þetta við skólastjórann." „Sko, mamma," sagði lítil stúlka í röðinni fyrir aftan mig, „þessi stúlka er munaðarlaus.“ „Þá var mér allri lokið. Ég hallaði mér upp að veggnum og hágrét.“ Síðari hluta ársins 1934 var móðir Marilyn útskrifuð af sjúkrahúsinu og fór að vinna hjá RKO sem klippidarpa. Hluta af kaupi sínu lét hún renna til ensku fjölskyldunnar sem var með Normu Jeane og fljótlega voru þau fær um að kaupa sér almennilegt hús. Hollywood hafði rétt úr kútn- um og allir höfðu nóga atvinnu. En einn morguninn, áður en Norma Jeane hafði fengið tæki- færi til að kynnast móður sinni fékk Gladys Baker annað áfall. Hún sturlaðist og var flutt í spennitreyju á Norwalk-geð- sjúkrahúsið; hælivist hennar stóð í 10 ár. Enn á ný var Norma Jeane „munaðarlaus". En hún var áfram hjá ensku fiölskyldunni og það kom fýrir, að hún rifjaði upp óljósar end- urminningar þaðan. „Þau voru kát og hamingju- söm og lifðu fyrir líðandi stund. Þeim þótti gaman að drekka svolítið, reykja, dansa og syngja og spila á spil — allt það sem mér hafði áður verið kennt að væri syndsamlegt. En samt fannst mér þau gott fólk ... ég bað þess á hverju kvöldi, að þau mættu snúa frá villu síns vegar og bað Guð að fyrirgefa þeim syndir þeirra. Ég varð^æ ruglaðri. Þau voru vaudeville-listafólk og þau gáfu mér lítið húla-pils og kenndu mér að dansa — og að henda hnífum og appelsínum eins og trúður. Þegar ég var að lepgja á borð og þvo upp hlust- aði ég sem dáleidd á sögur þeirra af því sem skeði í stúdíó- unum þann og þann daginn. En allan tímann sem ég var með þessari fjölskyldu var ég með ákafa sektartilfinningu. f hvert skipti sem ég hafði gam- an að einhverju, fann ég vítis- eld og brennisteinsfýlu allt í kringum mig.“ Það leið ekki á löngu þar til Norma Jeane var bjargað frá vítiseldinum og brennisteinin- um og hjin var flutt á nýtt heimili. Og enn á nýtt og enn einu sinni og ... Hún fann fyr- ir afskiptaleysi, hörku, þrælk- un — og sífellt fyrir mikilli einmanakennd sem virtist hyl- djúp og botnlaus. Einmanaleikinn virtist alltaf mestur um jólin og allt til dauðadags leið Marilyn Mon- roe illa um jólin. Éin fyrstu jól Normu Jeane sem Marilyn mundi eftir var hjá fjölskyldunni sem hún var hjá fljótlega eftir að Englend- ingarnir létu hana frá sér. „Það var langamma, amma, móðir og þrjú börn,“ sagði Marilyn. „Ég man eftir því að um jólin fengu öll börnin sína jólapakka við tréð og ég líka — 10 senta handsnyrtingasett, sem ég hafði ekki minnsta áhuga á í þá daga. Einhverra hluta vegna, sem ég vissi aldrei nákvæmlega, var langamman í fjölskyldunni mér mjög andsnúinn. Ég dáðist mjög að henni og bað þess heitt og innilega að henni líkaði við mig. Ég hljóp eins og v^tlaus manneskja um allt til að reyna að gera henni til hæfis, því að hún sagði stórkostlegar sögur frá því í gamla daga þegar hún var ung stúlka í frumbyggja- borg. Hún hafði þekkt Buffalo Bill og Villta Bill Hickokk per- sónulega og ég gat hlustað á hana tímunum saman. Dag einn var enginn heima nema ég, langamma og eitt barnanna. Barnið hafði rifið kjól mömmu sinnar og þegar hún kom heim og heimtaði að fá að vita hver hefði rifið kjól- inn, sagði langamman kæru- leysislega: „Norma Jeane reif hann.“ En ég gerði það ekki — ég hafði ekki einu sinni þorað að ^nerta hann. Eftir það missti ég áhugann á Buffalo Bill og byssbófanum Hickokk og var bví ákaflega fegin þegar ég var flutt enn á ný.“ En sá staður var ekkert skárri. Marilyn var enn óvel- komni munaðarleysinginn, kjörin til að taka á sig mis- gjörðir og prakkarastrik hinna barnanna. Á einum stað átti húsfreyjan fallega perlufesti sem týndist. Norma Jeane var ásökuð um að hafa stolið henni en þá vissi hún ekki einu sinni hvað perlufesti var. Hún gleymdi aldrei þeirri niður- lægingu, þeirri skömm og þeim sársauka sem hún upplifði þann dag. Jólin hennar voru dauf og afmælisdagarnir jafnvel ennþá daufari. Einu sinni fékk hún afmælisgjöf frá kunningja fjölskyldunnar, fallegt afmæl- iskort og í umslaginu voru að auki 550 sent. Hún hafði aldrei séð svo mikla peninga en fjöl- skyldan tók þá af henni. „5(6 óhreinkaðir fötin þín í dag,“ sögðu þau — eins og til skýr- ingar. Látla stúlkan skildi það alls ekki. Þetta var afmælis- gjöf til hennar, hennar pening- ar og hvernig gátu þau þá tek- ið peningana af henni? Óhamingjan fylgdi Normu Jeane Mortenson sem hún var flutt frá einu heimilinu á ann- að. Enginn virtist hafa áhuga á að taka hana að sér fyrir fullt og allt og allt sitt líf hugsaði hún um það og reyndi að finna ástæður fyrir því. Það sem hún þráði mest af öllu var ást, sem hún fékk hvergi. Ástæðan sem hún hélt sig við hvað mest var sú, að hún taldi að fólk hefði verið svo fátækt að það liefði ekki haft efni á að hafa hana. Sífelld umhverfisbreyting hafði slæm áhrif á hana eins og á hvaða barn sem er. Það sem ein fjölskylda sagði henni að væri rangt, lét sú næsta sér vel lika. Á einum stað var hún látin lesa upphátt, eiðsverja, og skrifa undir plagg sem á stóð: „Ég lofa, með Guðs hjálp, að kaupa aldrei, selja, drekka né gefa áfengi svo lengi sem ég lifi; ég mun halda mig frá öllu tóbaki og leggja aldrei Guðs nafn við hégóma.“ önnur fjölskylda, sú næsta lét hana hafa tómar viskýflösk- ur til að leika sér með. Enn önnur lét hana biðja þess á hverju kvöldi, að hún vaknaði ekki í víti. Henni fannst hún alltaf vera til trafala og hún var óörugg. En hún var þó fyrst og fremst hrædd. Hennar fyrsta hræðsla, raun- verulega, ógnvekjandi hræðsla, var þegar hún fékk þær fréttir í skólanum að hún ætti að fara aftur í 7 ára bekk. Það var vegna reiknings, sem henni leiddist allt sitt líf — leiddist alveg óskaplega. - Þegar hún fékk einkunna- bókina sína og sá orðið: FALL- IN skrifað með rauðu í einn dálkinn, fannst henni sem heimurinn félli yfir hana. Hin börnin sem ekki höfðu náð voru flest vangefin eða þá frá svörtustu og verstu fátækra- hverfunum. Henni fannst þetta niðurlægjandi og þorði ekki — Ég veit að nú eru slæmir tímar, en þetta er trygginga- skírteini yBar! heim. Því fór hún til kennslu- konunnar og spurði, með tárin í augunum, hvers vegna hún hefði ekki náð. „Þú ert svo sannarlega ekki heimsk, Norma Jeane,“ svaraði kennslukonan. „En þú reyndir alls ekki.“ Norma Jeane vissi að það var satt, og upp frá því gerði hún sér far um að viðurkenna svo einfaldar staðreyndir um sjálfa sig. Um þetta leyti hafði nafni hennar verið breytt á öllum löglegum pappírum, en fljót- lega eftir að hún fæddist hafði móðir hennar hafið gangskör að því að fá Mortenson-nafnið fellt niður, svo nú var hún réttilega nefnd Norma Jeane Baker. Mortenson hafði verið þurrkaður út. Norma Jeane Baker var tæplega níu ára þegar hún kom á munaðarleysingjahælið í Los Angeles og þar var hún í hálft annað ár. Það voru leiðinlegir 18 mánuðir innan um fjölda af öðrum börnum, munaðarlaus- um. En það var á þessum stað sem hún fékk fyrst áhuga á dýrðinni í Hollywood. „Munaðarleysingjahælið var örstutt frá RKO-byggingunni og eitt af því fáa sem ég vissi um móður mína var að hún hafði unnið sem klippidama hjá RKO. Á kvöldin og nóttunni, þegar hin börnin sváfu, klifr- aði ég upp á gluggasylluna í svefnsalnum og horfði á stóra vatnsgeyminn í portinu hjá RKO. Hann var merktur með neon-ljósum og ég lét mig dreyma um að það væri verið að auglýsa kvikmynd með mér. „Mamma vann þarna,“ sagði ég við sjálfa mig, „einhverntíma ætla ég að verða stjarnan þarna.“ En þótt draumar hennar um að verða sjálf kvikmynda- stjarna hefðu fyrst orðið til á munaðarleysingjahælinu, hafði 27. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.