Vikan


Vikan - 08.07.1971, Side 46

Vikan - 08.07.1971, Side 46
— Hvernig veiztu aS hún er hertogafrú? ina í Hamborg, stundaði Ruth Blaue meðan hún var á sjúkra- húsinu og hann segir nú: — Frú Blaue var í hræðilegu ásigkomulagi. Hún var ekki eingöngu með krabbamein, hún var líka andlega niðurbrotin. Við fundum æxli í vinstra brjósti hennar og annað í hand- arkrikanum, sem var á stærð við heslihnetu. Það æxli var fjarlægt og sömuleiðis allt brjóstið. En það munu líða fimm ár þangað til hægt er að segja til um það hvort Ruth Blaue fái heilsuna aftur. Svo stendur hræðsla hennar við að verða aftur send í fang- elsi henni fyrir þrifum og seinkar batanum, sem er nokk- uð vafasamur. Það var talað um að senda frú Blaue á hressingarheimili eftir að hún var útskrifuð af sjúkra- húsinu. Kvenprestur fangels- isins reyndi allt sem á hennar valdi stóð til að koma þessu í kring, en hressingarheimilið var á kirkjunnar vegum og ein- hver kvennasamtök í Hannover komu í veg fyrir að hún fengi dvalarleyfi þar. Eftir því sem Ruth Blaue segir, var það ekki álitið sæmandi að láta hana dvelja á einhverju hæli sam- takanna. Hún hafði reyndar áður orðið fyrir slíkri afstöðu kirkjunnar manna, það var þegar hún var í gæzlufangelsi eftir að upp komst um morðið á John Blaue. Þá hafði hún farið fram á leyfi til að ganga til altaris, en prest- urinn synjaði henni um leyfið. Hann sagði að hún væri lyga- kvendi. Það var reyndar sama niðurstaða og hjá réttinum í Itzehoe. Árið 1945 setti Ruth Blaue upp litla verzlun í Elmshorn. Hún var þá þrítug, vel menntuð og fróð, enda flykktust ungu mennirnir að henni. Þegar hún var 18 ára varð hún ástfangin í Wolfgang Trautman lækni, sem var tíu árum eldri. Það var í marz árið 1932. Hjónaband þeirra hófst með því að hún falsaði skjöl. Hún bætti þrem núllum við átta inn- stæður sínar í bankanum. Hún vann sem ritari á sjúkrahúsi og þar notaði hún aðstöðu sína til að láta áríðandi bréf frá nas- istalæknum hverfa, til að vernda manninn sinn. Og þeg- ar harðnar í ári, hjá henni eins og öðrum, þá hikar hún ekki við að selja sig á götunni, til að afla peninga fjrrir manninn sinn. En dr. Trautmann er þá fyrir löngu búinn að missa áhuga á henni. Hjónaband þeirra var gert ó- gilt, læknirinn yfirlýsir að hún sé ekki með öllum mjalla. En Ruth heldur áfram að búa hjá Trautmann og skilur alls ekki hversvegna hann er afhuga henni. Hún heldur dauðahaldi i þessa ást sína. Hún fremur fjár- svik og leigir hús handa eigin- manni sinum nálægt Hamborg og tekur ekki sönsum fyrr en hún hefir verið níu mánuði i fangelsi. Nú segir hún svo frá: Þessi maður var mín mikla ást. Þeg- ar maður hefur elskað svo tak- markalaust er eins og maður sé uppurinn. Ég elskaði Wolfgang Trautman takmarkalaust. Slikt upplifir maður aðeins einu sinni, það er ekkert því líkt, hitt er allt tilbrigði. Eitt slíkt tilbrigði var hiónaband hennar og sjómannsins John Blaues, sem sagt er að hún hafi myrt. Annað tilbrigði var sambúð hennar og Horst Buchholz. hans 'æena var hún sögð hafa fram- ið morðið; og svo er vitað um eítt tilbrigði enn. það var sam- band við giftan hermann á stríðsárunum. Ruth Blaue heldur áfram: — Wolfgang Trautmann hélt að ég væri auðug. En etfir brúðkaup- ið, þegar hann komst að raun um að svo var ekki, varð ég honum fjötur um fót. Ég varð barnshafandi — og eftir það vildi hann helzt ekki af mér vita. Fæðingin var mjög erfið, barnið andvana fætt og það lá við að ég létist líka ... Svo giftist hún John Blaue, sem var ósköp einfaldur mað- ur. Hún gerðist líka sjálfboða- liði í stríðinu við loftvarnirnar. Það gekk vel í tvö ár, þá fékk hún áfall, það hljóp ofvöxtur í sHaldkirtilinn. Nú hefur verið spurt að þvi hvort Ruth Blaue hafi ekki ver- ið haidin þessum sjúkdómi, þegar hún myrti manninn sinn. Það var aldrei rannsakað. í stríðslok var Ruth Blaue hjá foreldrum sínum í Elms- horn. Þar setti hún upp smábúð, sem hún kallaði „Bláu stofuna“. Þar seldi hún bækur, listmuni og allskonar smávöru. Þar safn- ast oft saman ung fólk og ræð- ir um vandræðin eftir stríðið. John Blaue, eiginmaður hennar hafði verið í Noregi sem sjó- liðsforingi og eftir stríðið var hann í liði Breta við að slæða tundurdufl í Eystrasalti. Horst Buchholz er aðeins tví- tugur og tíu árum yngri en Ruth. Hann er ættaður frá Sonnenberg í Thúringen. Faðir hans var arkitekt og hjónaband foreldranna var alltaf á fallandi fæti. Hann hafði verið orrustu- flugmaður, þrátt fyrir ungan aldur, en settist svo að í Elms- horn eftir stríðið. Hann kynnt- ist Ruth fyrst þegar hann kom inn í verzlun hennar að bjóða henni tréskurðarmyndir, aðal- lega taflmenn, sem hann hafði sjálfur skorið út... — Þú verður mikill lista- maður, sagði Ruth við unga marininn, sem var ljóshærður og axlabreiður. Hún er notaleg við hann, gefur honum nýjan tréskurðarhníf og hann nýtur þess að heimsækja hana. En þá kemur maðurinn hennar heim og hún finnur að hún er eins og milli tveggja elda. Hún sefur hjá manninum sínum á nótt- unni og elskar Horst Buchholz á daginn. John Blaue hreyfir eng- um mótmælum. Það tók enginn eftir því að 16. nóvember 1946 hvarf hann. Þá nótt var hann myrtur. Ruth Blaue sagði síðar cð hann hefði farið til Austur- Þvzkalands i þeim erindum að fá vagna fyrir fyrirtæki sem hann stofnaði. Hálfu ári síðar lætur hún lýsa eftir honum. 25. júní 1947 finna nokkur börn poka með líki í, í malargryfju, sem var hálffull af vatni. Höf- uðkúpan ber merki þess að maðurinn hafði verið myrtur með axarhöggi, en engum dett- ur ohn Blaue í hug. Næstum tiu árum síðar eru þau Ruth Blaue og Horst Buch- holz tekin föst, þá eru þau í Schwarzwald. Það voru leyni- lögreglumenn frá Elmshorn, sem höfðu verið að glugga í gömul mál, frá því eftir stríðs- lokin og höfðu þá rekið sig á málið um hvarf Johns Blaue. Pokinn utan um líkið sem fannst í malargryfjunni hafði verið bundinn saman með stál- vír, sem upprunalega hafði ver- ið um borð í „Tirpitz“. John Blaue hafði þennan vírspotta með sér heim í stríðslokin og hafði síðan gefið Horzt Bucholz hann, þar sem hann gat notað hann sem uppistöðu í leir- myndir sínar. ÞÁ VARÐ ÉG HRÆDD Ruth Blaue segir svo frá kvöldinu, þegar stálþráðurinn var notaður: — Ég og maðurinn minn höfðum verið úti að dansa til miðnættis. Einmitt þetta kvöld hafði okkur komið vel saman. Þegar við komum heim, lagðist hann til svefns á legu- bekk í stofunni... í ganginum mætti ég Horst, sem jós yfir mig skömmum, eins og hann hafði oft gert áður. Hann þoldi ekki að ég væri með manninum minum á kvöldin. Og þá sagði ég: — Ég þoli þetta ekki lengur! Þessi orð voru höfð eftir mér í réttarsalnum og því var haldið fram að ég hafi hrópað þetta meðan ég hjó til mannsins mins með öxinni, sem ég átti svo að hafa fengið Horst með þessum orðum. Þetta er ekki satt. Ástæðan fyrir því að ég sagði þetta var sú að ég var orðin svo þreytt á þessum eilífu þræt- um. Svo fór ég fram í bað- herbergið. En þá heyrði ég að dyrnar inn til mannsins míns voru opnaðar og ég vissi að Horst gekk þangað inn. Þá varð é" hrædd. Ég fann það á mér að eitthvað hræðilegt var að ske og ég hafði ekki kjark til að fara út úr baðherberginu. En loksins neyddist ég til þess og Horst kom á móti mér og sagði: „Ég drap hann“. Ég varð alveg lömuð. GAT HANN DANSAÐ UNDIR ÁHRIFUM SVEFNLYFJA? Rétturinn gekk út frá þvi sem gefnu að Ruth Blaue hefði blandað svefnlyfi í fiskibúðing, sem hún hafði framreitt um kvöldið. Lokadómsúrskurður hljóðaði þannig: „Ef fleiri en einn eru sekir, er sá sem ekki framkvæmir verknaðinn jafn- sekur, ef hann býr í haginn til að hægt sé að framkvæma verknaðinn, hefur sem sagt óskað eftir því af ásettu ráði að glæpurinn yrði framinn ... Hún vildi láta ryðja manni sínum úr vegi!“ Það var ýmislegt sem aldrei var fullsannað við réttarhöldin; — til dæmis var aldrei sannað "ð hún hefði sett svefnlyf í fisVbúðinginn. Þetta hlýtur því að hafa verið uppástunga frá einhverjum, sem hefur haft Dersónulegan áhuga á málinu. En hafi þetta verið rétt til getið, hvernig stóð þá á því að John Blaue skyldi geta dansað allt 46 VIKAN 27.TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.