Vikan


Vikan - 08.07.1971, Page 48

Vikan - 08.07.1971, Page 48
— Pabbi minn hefir miklu oft- ar verið í verkfálli en pabbi þinn! hljómsveit? Ég veit eiginlega ekkert um svona hluti. Ég er hálfhrædd við að koma fram fyrir enska áheyrendur þar sem ég hef ekki eigið efni. Þess vegna syng ég lög frá öðr- um og Englendingar vilja heyra eitthvað nýtt. Það er eins gott fyrir mann að standa sig. Þegar ég kom hingað fyrst (til Engalnds) treysti ég hverj- um sem var en ég hef komizt að raun um að það er ekki hægt að treysta neinum. Ég veit ekki ... hvernig breytir maður mannshjartanu?“ erfitt að segja hvort hún á við anda ICrists eða þá ímynd sem við höfum flest af Honum. „Þegar ég fer í bíó og sé mynd- ir um Jesú langar mig að gráta. Mér þykir mjög vænt um hann — enda er ég ástmey hans,“ segir Yvonne og er ekki að grínast. Hlutverk Maríu Magdalenu hefur breytt lífi hennar. Á viss- an hátt hefur hún glatað sínum eigin persónuleika og hún gæti auðveldlega endað sem „sú sem söng Maríu ...“ Jafnvel móðir hennar skrifar ekki lengur til Yvonne heldur til „Maríu“. „Mig dreymir hana,“ heldur Yvonne áfram. „Einn morgun- inn vaknaði ég við málæði í sjálfri mér og sá sem ég bý með sagði að ég hefði haldið því fram að ég væri María Magda- lena. Ég hugsa mikið um hana, hvernig hún leit út og hvernig hún hugsaði um Krist. Ég reyni að líkja eftir henni þegar ég syng iögin úr óperunni. En Biblían segir manni ekki mikið um persónuleika hennar.“ Eitt lagið úr óperunni, „I don’t know how to love him::, sem Yvonne syngur svo snilld- arlega, hefur nú verið gefið út á tveggja laga plötu og náð vinsældum í Bandaríkjunum — eins og óperan sjálf, en hún hefur ekki orðið vinsæl í Bret- landi. En Yvonne vill bíða ör- lítið lengur áður en hún fer aftur heim til Hawaii til að syngia fyrir fólkið sitt. „Mig langar til að reyna við England örlítið lengur. Ef ég fer heim til Bandaríkianna yrði ég ekki kölluð annað en María Magdalena. Ég fer heim þegar ég hef eitthvað annað fram að færa, eitthvað nýtt að gefa fólk- inu. Ég hef látið mér detta í hug að fá hljómsveit með mér, en það er erfitt að fá rétt fólk til að stofna hljómsveit með stúlku. Hvernig stofnar maður í BRÚÐKAUPSFERÐ MEÐ DAUÐANUM Framháld af bls. 9. vélar og útbúnað, sem hann leigði svo út... — Ég veit það. Og þessi nýja aðferð gerði vélarnar ekki nauðsynlegar? — Einmitt. Hann hefði auð- vitað getað selt einkaréttinn, en þá hafði hann ekkert eftir fyrir verksmiðjuna og vélarn- ar. Það hljómar nokkuð ein- kennilega að finna upp nýjung, en halda henni svo leyndri til að verja sjálfan sig. — Eruð þér ennþá með skjöl- in inni hjá yður? — Já. Hún hallaði sér upp að honum. — Haldið þér að það geti verið ástæðan ...? — Þér segið áð hann hafi ekki átt óvini. — Það er alveg satt. En það gat enginn hér vitað ... — Þekkti hann von Holzen? — Ég veit það ekki. — Vissi Pusey um þessa nýju uppgötvun? — Nei, en ég sagði honum það í morgun. — Bauð hann yður ekki að taka skjölin í sína vörzlu? — Nei. — Viljið þér að ég setji þau í öryggisgeymsluna? — Ha? Já .. . ef þér haldið . . — Ég held að það sé örugg- ast. — Ég skal sækja töskuna. Hún íór. Hann var að því kominn að kveikia sér í sígarettu, en hætti við. Það gat einhver séð hann. Himininn var skýjaður og það var rétt svo að hann sá útlínur húsvagnanna á svölunum. Sól- hiífin var bundin niður og minnti eiginltga á renglulegan mann. Hann var ergilegur yfir Því að hún hafði ekki verið tekin inn fyrir nóttina. Hann sneri sér við og studdi olnbogunum á handriðið. Lana var lengi á leiðinni. Það var yndislegur ilmur þarna í kyrrð- inni, sambland af blómailmi og sjávarseltu. Hvernig stóð á því að Lana var svona lengi? Hann sneri sér snöggt við. Það var ljós í dagstofunni. Allt virtist í sama horfi. Engin hreyfing.... og þó. Sólhlífin hafði færst nær veggnum. Hái, dökki skugginn var ábyggilega meter nær veggnum. Svo hreyfðist hann aftur. Það var ekki sólhlífin. Skugg- inn var kominn út að hand- riðinu. Og það var ekki Lana. Það var karlmaður og hann var á leið í áttina að herbergi Puseys. Jim færði sig um eitt skref, en nam svo staðar. Það var bezt að bíða þangað tjl hann væri viss. Maðurinn gat farið að öskra og kalla á lögregluþjón- ana í dagstofunni. Nú bar skuggann við glugg- ann í herbergi Puseys og hann heyrði eitthvað ískra við netið. — Hvað eruð þér að gera hér? spurði Jim. En hann var ekki búinn und- ir það sem svo skeði. Skugginn hvarf andartak í myrkrinu en fleygði sér svo yfir hann með firna miklum krafti. Jim reyndi að losna, en þá fékk hann hnefa mannsins í hökuna og féll aft- ur á bak að handriðinu. Svo heyrði hann manninn hlaupa á brott. Hann nuddaði hökuna og bölvaði með sjálfum sér. Hann hafði fundið fyrir því að mað- urinn var með skjalamöppu úr slét.tu leðri. Jim reis upp með erfiðis- munum og tók á rás eftir svöl- unum. Það var myrkur í svefn- herbergi Lönu og hann nam staðar fyrir utan dagstofuna. Honum til mikillar undrunar voru lögregluþjónarnir horfnir. Á gólfinu lágu spilin í hrúgu. Hann sneri við og tók í flugnanetið í svefnherbergi Lönu, en það opnaðist ekki. — Lana! hrópaði hann og steig yfir gluggakistuna. Enginn svaraði. Hann gekk fram um eitt skref og þá kom hann við eitt- hvað miúkt. Hann beygði sig niður, skelfingu lostinn, og þeg- ar hann snerti við einhveriu stífu, vissi hann að það var svunta herbergisþernunnar. Það var Louise! Það hlaut að vera Louise. Hann talaði við hana en fékk ekkert svar. Hann hlustaði. Jú, hún andaði. Hann kveikti ljósið og sá strax að Lana var ekki í her- berginu. Louise lá undir glugg- anum. Hann beygði sig yfir hana. Það hlaut einhver að hafa rotað hana. Dyrnar að baðherberginu voru opnar, en þar var enginn. Hann opnaði klæðaskápinn og ýtti fötunum til hliðar. Það var ekki sennilegt að Lana hefði falið sig þar, en til örýggis fór hann inn í skápinn og gekk úr skugga um það. Veikt hljóð kom frá svefnherberginu og hann sneri sér snöggt við. Of seint. Það var kolsvart myrkur og hann gat ekki opnað skáp- hurðina. Einhver hafði að öll- um líkindum sett stól undir snerilinn. Hann varð óður af reiði. James Fanfare Smith ætlaði ekki að láta loka sig inni í klæðaskápi á sínu eigin hóteli. Svo róaðist hann. Hvað var eiginlega að ske. Hvað sem tautaði varð hann að komast út úr skápnum. Hann barði og lamdi en ekk- ert gekk. Að lokum var það Louise sem opnaði fyrir hon- um. Hún var náföl og yfirliði nær. Hún lagði höndina að öðru auganu, sem var farið að blána og mjög bólgið og spurði hann hversvegna hann hefði slegið hana. — Ég gerði það ekki. Hvar er frú Blake? Jim spurði hana hvað hún hefði verið að gera. Hún sagð- ist aðeins hafa setið við glugg- ann og beðið eftir frú Blake. Það gat verið að hún hefði aðeins dottað. Hún mundi að einhver hefði komið inn úr myrkrinu og slegið hana í andlitið. — Hvar eru lögreglumenn- irnir? Hún hristi höfuðið. Hún hafði heyrt þá tala í símann, rétt áð- ur en hún blundaði og svo h.eyrði hún einhverjum dyrum læst. — Hvaða dyrum? En það vissi hún ekki. Það gat líka rétt eins verið gluggi. Nei, hún vissi ekki hver hafði komið inn í herbergið og læst Jim inni í skápnum. Hún vissi ekkert annað en að hún fann m;ög mikið til í höfðinu. — Heldurðu að þú getir kom- ist ein upp í herbergið þitt? — Já, herra. Jim fylgdi henni gegnum da^stofuna, sem ennþá var mannlaus, og hann sá hana staulast í áttina til lyftunnar. Þá fór hann aftur inn í stofuna og hringdi í gestamóttökuna. 48 VIKAN 27. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.