Vikan


Vikan - 08.07.1971, Qupperneq 49

Vikan - 08.07.1971, Qupperneq 49
— Hvar eru lögreglumenn- irnir? — Þeir fóru út, það var hringt til þeirra ... — Hver hringdi? — Ég veit það ekki, en þeim var sagt að athuga gombíana. Það var slæmt samband, en ég heyrði hvað þeir sögðu. Will- aker hafði fengið skilaboð um að það hefði orðið uppþot og sendi þessa þangað, af því að þeir voru næstir. Gombíarnir eru með einhverjar helgiat- hafnir á enginu rétt hjá... — Takk, ég veit það, sagði Jim óþolinmóður. — Hve langt er síðan þeir fóru? — Klukkan var 11.40, herra. Nú var hún 12.41. — Náið í Willaker og segið honum að hann verði að koma hingað strax. Hafið þér séð frú Blake? — Nei, herra. — Hringið þá strax í Willak- er og segið honum að hann verði að bregða skjótt við. Hann lagði á. Það var furðu- legt að þessi hávaði hafði ekki vakið allt fólkið. Reyndar gat það verið eðlilegt. íbúðin á hæðinni fyrir ofan var auð og herbergin voru aðeins leigð, þegar mest var um gesti. Hann sneri sér við og kom bá auga á herra Pusey. Lög- fræðingurinn var eins snyrti- leeur og áður, í slopp og inni- skóm. — Hvað er hér um að vera? Hefir eitthvað komið fyrir? Hann leit í kringum sig. — Hvar er lögreglan? — Hafið þér séð frú Blake? — Lönu! Auðvitað ekki. Ég var háttaður. — Voruð þér sofandi? spurði Jim og hugsaði til þess að hann hafði séð liós í herberginu hans. — Ég var að lesa. Ég var al- veg að sofna, þegar mér heyrð- ist einhver fleygia að minnsta kosti tonni af grjóti á gólfið í herbergi Lönu. — Það var ekki griót, sagði Jim og sagði honum hvað hefði skeð. — Guð minn góður! hróoaði Pusey. — Hver réðist á yður. — Ég veit ekkert annað en bað að hann er mikill boxari. Éw er búinn að hringia til lög- reglunnar. Þeir tveir, sem voru hér, fengu skilaboð um að fara annað. En bað tekur langan ibna fyrir þá að komast hingað og á meðan getur hvað sem er hent frú Blake. — Við verðum að finna hana Rt.rax. við byrium á herbergi- Unum í bessari álmu. Pusey tók Rtrax forustuna og barði að dyrum hjá von Holzen. Von Holzen deplaði augum móti ljósinu og kippti upp nátt- buxunum, þegar hann opnaði. — Það hefir komið nokkuð óþægilegt fyrir, hóf Pusey mál sitt hæversklega, — og þótt það sé leitt, verður herra Smith að rannsaka öll herbergin ... Hann þagnaði skyndilega og hag- ræddi gleraugunum. — Þér er- uð herra von Holzen? — Hvað eigið þér við með því? uðvitað er ég von Hol- zen... — En ég geng frá því sem vísu að þér hafið ekki sagt lög- reglunni frá kunningsskap yðar við Peter Blake? — Ég hafði ekkert... sam- band við Peter Blake. Ég veit ekki hvað þér eruð að tala um. — Verið nú ekki með neina heimsku. Þér getið eins vel við- urkennt það strax. Ég gleymi aldrei andliti, sem ég hefi séð einu sinni og ég var á biðstof- unni hjá Peter Blake fyrir þrem árum, þegar þér komuð þangað inn, en Blake vildi ekki tala við yður. Ég vissi ekki nafn yðar, en ég man glöggt eftir andliti yðar og líka hve öskuvondur þér voruð. Ég veit líka hvers- vegna þér voruð svona vondur, Peter Blake sagði mér það. — Eruð þér brjálað.ur? Pusey sneri sér að Jim. — Þessi maður hefur verið framkvæmdastjóri við námafé- lag. Hann fór á hausinn og kenndi Peter um það. Hann skrifaði honum hótunarbréf og heimtaði viðtal við hann. Svo sneri hann sé að von Holzen. — Ég hefði þekkt yður strax, þegar lögreglan var hér, en þér sáuð til þess að vera ekki á glámbekk. — Heyrið mig nú, Pusey. Það er satt að það var alger tilvilj- un að ég hitti Blake hérna. Ég var búinn að gleyma honum og ég er ekki lengur keppinautur hans. Er það skylda að segja lögreglunni þetta? — Fritz ... Adelaide von Holzen batt beltið á sloppnum sínum og strauk hárið frá enninu. — Fritz, þú hefðir átt að segja þeim það. Þú hafðir ekkert með morðið á Peter Blake að gera. Maðurinn minn er saklaus, jafn saklaus og ég. Hvaða ástæðu áttum við að ... — Frú Holzen, tók Jim fram í fyrir henni. — Hafið þér farið inn í eldhús í kvöld? — Nei... jú, ég bað einn af vikadrengjunum um sodaduft. Fritz hefir slæma meltingu og verður alltaf verri, þegar hann hefur áhyggjur. Það er ... Jim tók aftur fram í fyrir henni. —• Við verðum að tala um þetta, þar sem Lana ... — Auðvitað, sagði Pusey snöggt. — Herra Smith vill fá að rannsaka herbergi yðar, von Holzen. — En... en þér haldið þó ekki að við höfum eitthvað með þetta að gera? Konan hans fór að gráta, en mótmælti ekki, þegar þeir gengu inn í herbergið. Þeir fundu ekki neitt og Pusey barði að dyrum hjá Tovery. Leikarinn var mjög ergileg- ur yfir því að vera vakinn. — Ég kom hingað til að hvíla mig, hvæsti hann að. Jim. — Ekki vil ég leika hlutverk sem grunaður um morð. Ég sting upp á því að þið látið lögregl- una sjá um þetta og látið sak- laust fólk í friði. Ef þið eruð á hnotskóg eftir einhverju ein- kennilegu, þá ættuð þið að líta inn í næsta herbergi. — Númer 18? Hversvegna? — Vegna þess, sagði Tovery, — ungi maðurinn sem býr þar notar svarta hárkollu. Mennirnir tveir á ganginum horfðu hvor á annann. — Hvað á hann við með hár- kollu? — Gervihár, held ég, sagði Jim. — Það er kallað hárkolla. Pusey gretti sig og Jim sagði hratt: — Hafið þér séð mann- inn sem býr á númer 18? — Nei, mér var sagt að hann væri alltaf dauðadrukkinn og ekki viðmælandi. Er eitthvað sérstakt við hann? Ég held að það sé Sandy, sagði Jim hægt. — Og ég held að hann sé líka maðurinn með skjalatöskuna. — Sandy? Sandy Blake? Það er ómögulegt! Jim yppti öxlum. — Það getur verið. Hann barði að dyrum á númer 18. — En Sandy ... Pusey stóð á öndinni. Jim opnaði dyrnar og kveikti liós. Rúmið var í óreiðu og eins og venjulega var náttborð- ið hlaðið tómum glösum, en herbergið var mannlaust. — Það getur ekki verið Sandy Blake, sagði lögfræðing- urinn. — Ef til vill ekki, sagði Jim. — Þessi náungi hefur hrafn- svart hár og Tovery heldur því fram að það sé hárkolla. Hann hefur ekki sýnt sig síðan hann kom. aðeins pantað hvern drykkinn af öðrum ,sem hann hefur að öllum líkindum hellt — Lœknir, ég er í rúminu! beint í vaskinn. Hvernig er Sandy hærður? — Rauðhærður. — Náungi með kolsvart hár, sem lætur skrifa í gestabókina að hann heiti James Smith og virðist vera dauðadrukkinn all- an sólarhringinn, á þá lítið sam- merkt með Sandy Blake, er það ekki svo? — Það er rétt hjá yður ... hvíslaði Pusey. — Hvað hefur hann gert við frú Blake? Pusey hrukkaði ennið. — Hann hefði orðið einkaerfingi, ef Peter hefði ekkert gert í arf- leiðslumálinu. Og allir á skrif- stofu Peters vissu að hann fór hingað ... Hvert ætlið þér? — Ut á svalirnar. — Setjum svo að þetta sé Sandy, sagði Pusey hægt. — Setjum svo að hann hafi kom- izt fram hjá von Holzen til að myrða Peter Blake og setjum svo að Lana hafi vitað það... að þau séu samsek ... — Hún segist ekki þekkja hann? — Hvað? Pusey hugsaði sig um. — Það getur kannski ver- ið rétt. Jú, þegar ég hugsa mig um ... Ég trúi ekki eitt andar- tak því sem ég var að segja... en ... jæja, ég sló þessu svona fram. Fyrirgefið mér. — Þér verðið hér, sagði Jim. — Ef hann sem kallar sig Jam- es Smith kemur aftur, stöðvið þér hann. Finnið út hvort hann er Sandy Blake og hvort hann er með einhverja skjalatösku. Ég fer að leita að frú Blake. Hann rannsakaði öll herberg- in í suðurálmunni, en þau voru öll mannlaus. Það var fyrst begar hann kom inn í það síð- asta að hann hrökk við, þegar hann hafði kveikt ljósið. Á skrifborðinu lá langur eldhús- hnífur. Hann faldi hann undir jakk- anum og gekk fram á ganginn. Hvað átti hann að gera nú? Hann hafði verið viss um að svalirnar væru mannlausar, en samt var það sá staður þar sem hann hafði síðast séð Lönu. Það 27. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.