Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 7

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 7
landi og lieim. Þeir voru örmagna, en ljóm- andi af hamingju við þá hugsun að fá að sjá föðurland sitt, heimili sin og fjölskyldu sína eftir fimm ára fjarveru. I minningu þeirra flestra var greypt mynd af konu. Hugsunin snerist um hana, eiginkonuna eða unnustuna, full kærleika og vonar — og hjá nokkrum blönduð kvíða. Hvaða atvik höfðu borið við i hinni löngu einveru hennar? Yrði mögulegt að lialda áfram þvi samlifi, sem hafði stöðvazt svo skyndilega? í einu liorni járnbrautarklefans sat ung- ur, grannur maður, sem hafði ástriðu- þrungna andlitsdrætti og gneistandi augu, sem fremur minntu á Spánvei’ja en Frakka. Þetta var Renaud Leymarie frá hæ einum í Périgord; við skulum kalla liann Cliar- deuil. Meðan lestin brunaði gegnum nótt- ina, sal liann á tali við sessunaut sinn. „Ert þú kvæntur, Saturnin?“ „Já, sannarlega er ég kvæntur. Ég kvænt- ist tveimur árum fyrir striðið. Langar þig til að sjá hana?“ Saturnin, sem var lágvaxinn og glaðvær náungi, dró upp seðlaveski alsett fitublett- um og hélt á lofti lashurða ljósmynd með sýnilegu stolti. „Hún er Ijómandi falleg,“ sagði Leyma- rie. „Kviðir þú ekkert fyrir að koma heim ?“ „Kvíði fyrir? Nei, ég er himinlifandi. Hví ætti ég að óttast?“ „Af því að hún er svo falleg; af því að hún var ein svo lengi; af þvi að það eru svo margir aðrir karlmenn . . .“ „Þetta er lilægilegt,“ sagði Saturnin. „Marta hefur aldrei liugsað um aðra karl- menn. Við vorum hamingjusöm. Þú ættir að sjá öll bréfin, sein hún hefur skrifað mér í þessi fimm ár . . .“ „Bréf! Bréf sanna ekkert. Ég lief líka fengið yndisleg hréf. En samt — ég er ekki laus við kviða.“ „Treystir þú ekki konunni þinni?“ „Jú, það hef ég að minnsta kosti gert, — kannski meir en nokkur annar. Þú skilur — við liöfum verið gil't i sex ár, og við liöf- um aldrei mælt styggðaryrði af vörum hvort til annars.“ „Já, en livað þá?“ „Það er líklega spurning um lunderni,“ sagði Leymarie. „Ég tilheyri þeirri mann- gerð, sem aldrei getur treyst liamingju sinni. Mér hefur ævinlega fundizt, að Hel- ena liafi verið of góð fyrir mig; of fögur, of gáfuð. Hún hefur góða menntun. Það er elcki til sá lilutur, sem hún ræður ekki við. Snerti hún á fataefni, er það óðara orðið að kjól. IJið auðvirðilegasta kofaskrífli get- ur liún gert að paradís. En ég hef ekki get- að varizt þeirri hugsun, að í striðinu hafi verið margir flóttamenn heima hjá okknr, og meðal þeirra geta vel hafa verið betri menn en ég. Kannski útlendingar, banda- menn okkar. Það mætti undarlegt heita, ef ]ieir hafa ekki rekið augun í fallegustu stúlkuna í bænum.“ „Og livað um það? Ef hún elskar þig, þá . . .“ „Nei, auðvitað ekki. En getur þú þá ekki gert þér í liugarlund, hvað það er að vera einsamall i fimm ár? Ég lief alltaf átt heima í Chardeuil, en hún ekki. Hún á enga ætt- ingja þar. Svo freistingin hlýtur að liafa veiáð mikil.“ „Nei, ég er sannfærður um, að þú liefur rangt fyrir þér,“ sagði Saturnin. „Og þótt eittlivað liafi nú gerzt? Hvað gerir það til — ef hún hefur gleymt því? Ef það ert hara þú, sem ert einhvers virði fyrir hana? Ég fullvissa þig um, að ef einliver segði mér, að Marta liefði . . . ja, þá mundi ég aðeins segja: Ekki eitt orð í viðbót. Hún er konan mín. Það var styrjöld í landinu, en nú er friður. Við munum byrja, þar sem við skild- um.“ „Svona er ég ekki,“ sagði Leymarie. „Ef ég uppgötvaði, að hið allra minnsta hefði átt sér stað . . .“ „Hvað mundirðu þá gera? Skjóta hana, eða hvað?“ „Nei, ég mundi ekki gera nokkurn skap- aðan lilut; ég mundi ekki ásaka liana eitt andartak. Ég mundi liverfa. Ég mundi setj- ast að á öðrum stað undir dulnefni. Ég mundi láta liana lialda peningunum og hús- inu. Ég hef ekki þörf fyrir neitt; ég hef starf mitt. Svo mundi ég hefja nýtt lif. Kannski er það heimskulegt, en þannig lít ég á málið: annaðhvort allt eða ekkert.“ Eimlestin blés. Maður gat heyrt stálhjól- in æða öskrandi yfir skiptibraut einhverrar slöðvar. Mennirnir þögðu. Þegar horgarstjórinn i C.liardeuil fékk i hendur liina opinheru tilkynningu um, að Renaud Leymarie kæmi heim 20. ágúst, álcvað þessi ágæti maður að fara sjálfur og skýra konu Leymarie frá því með góðum fyrirvara. Ilún var önnum kafin i garðin- um sinum, þegar hann har þar að. „Okkur þykir öllum svo vænt um yður, frú Leymarie. Og það er mér mikil gleði að Framháld á bls. 48.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.