Vikan


Vikan - 09.09.1971, Qupperneq 10

Vikan - 09.09.1971, Qupperneq 10
BIIFFY OG INDÍÁNAVANDAMÁLIB Þjóólagasöngkonan Buffy St. Marie, sú sama og samdi „Universal Soldier“, talar hér um músík og örlög fólksins síns, Indíánanna. Ómar Valdimarsson heyra i9ra má Buffy St. Marie kom til Eng- lands árið 1964 til að kynna nýjustu plötuna sína, gullfall- egt lag sem heitir „Until It’s Time For You To Go“. Lagið varð ekki mjög vinsælt þá, en er núna viðurkennt og þekkt sem „standard" og tugir lista- manna hafa sett það á plötu. Þeir sem kynntust henni þá, muna hana sem elskulega, fal- lega og hljóðláta. Stuttu síðar tók Donovan — sem þá var kallaður „Dylan Englands“ — annað lag hennar, hið stórkost- lega og umdeilda „Universal Soldier", og gerði það vinsælt og skyndilega varð Buffy St. Marie mjög umtöluð. Hún er ennþá jafnlítil og falleg, en þó hún sé alls ekki uppáþrengjandi, er hún mjög opinská og fjölyrt um Banda- ríkin (heimaland sitt), þjóðfél- agsleg eða pólitísk vandamál og músík sína. En hún hefur góða kímnigáfu og þann sjaldgæfa hæfileika að geta hlegið að sjálfri sér og óhöppum sínum — og það er virkilega aðlað- andi. Á þeim árum sem liðin eru síðan 1964 hefur hún samið mörg góð lög og sent frá sér margar frábærar plötur. Hún hefur einnig samið nokkur „heavy“ lög, eins og til dæmis „My Country ’Tis of Thy Pe- ople You’re Dying“, „Now That’ The Buffalo’s Gone“ og „Suffer Little Children" og Buffy er einn helzti fulltrúi og starfskraftur minnihluta- hóps sem á í vök að verjast — Indíánanna. Buffy St. Marie er amerísk- ur Cree-indíáni, fædd í Kan- ada. „Ég var ættleidd þegar ég var krakki. Ég veit ekki hvað varð um foreldra mína — hvort þau dóu eða hvort ég var fædd utan hjónabands. Mér finnst allavega ekkert vit í að reyna að komast að því nú. Ég var alin upp af konu sem var indíáni í aðra ættina og manni hennar sem var hvítur — í hvítri borg. Hvernig ég byrjaði að syngja? Með því að vera á réttum stað á réttum tíma. Ég fór einfald- lega niður í Village (borgar- hluti í New York) og það vildi þannig til að ég samdi mín eig- in lög sem enginn hafði heyrt áður. Ég vissi ekki að sumir sömdu ekki sín eigin lög. Ég vissi í rauninni ekki neitt. Ég vissi ekki hvar fólk fékk lög til að syngja ef það samdi þau ekki sjálft. Mér fannst einhvern veginn að ef ég vildi syngja lög sem sögðu eitthvað, yrði ég að semja þau sjálf. Ég söng til dæmis í The Gas- light (þar byrjaði Bob Dylan), The Bitter End og Folk City (allt mjög þekktir þjóðlaga- og vísnaklúbbar í New York). Bob Dylan var í Folk City þeg- ar ég kom þangað. Ég var svo heppin að koma þangað á góðu kvöldi, þegar allir voru þar — hljómplötuútgefendur, umboðs- menn og þessháttar fólk. Ég gekk þangað inn með gítarinn minn undir hendinni og spurði hvort ég mætti syngja. Einhver hafði sagt mér að maður gæti fengið að syngja í NY án þess að borga fyrir það! Það þótti mér stórkostlegt. Yfirleitt syng ég um það sem kemur fyrir mig. Þannig þarf ég ekki' að eyða tíma í að hugsa um hvað ég á að syngja næst. Mér finnst ekki gaman að syngja um hluti sem skipta engu máli. Þó er það svo, að mörg þeirra laga sem ég heyri í útvarpinu fjalla um hreint ekki neitt og mér finnst oft mjög gaman að þeim. Ég hef sjálf ekki samið nema ca. 6 lög sem fjalla um eitthvað (topical songs), mótmæla- söngva eða hvað. fólk vill kalla það — eins og til dæmis lagið hans Donovans, „Universal Soldier". (Buffy hreifst svo af meðferð Donovans á laginu, að hún talar um það eins og hann hafi samið það sjálfur.) Af þeim söngvurum sem ég hef heyrt syngja „Until It‘s Time For You To Go“, líkaði mér bezt við Glen Campbell. Hann söng lagið eins og á að syngja það. Ég hef verið beðin að leika í kvikmyndum — hlutverk frumstæðra indíánakvenna eða Pocahontas! (Pocahontas var dóttir Indíánahöfðingjans Pow- hatan, sem ríkti á austurströnd Bandaríkjanna í grennd við Jamestown á 16. öld, þegar Framhald á hls. 46. 10 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.