Vikan


Vikan - 09.09.1971, Síða 15

Vikan - 09.09.1971, Síða 15
'ÍÉÉL Fegurðardrottningin Bonn- ie Sutera var ástmey Jacks Murphys. Einn morguninn fannst hún látin í lúxus- ibúð þeirra skötuhjúanna. Hún hafði tekið inn of stór- an skammt af svefntöflum. Annelie Mohn. Hún fannst einnig látin á sama stað og Terry Frank. Báðar voru þœr eftirlýstar í sam- bandi við stórþjófnað hjá veðlánafyrirtæki, þar sem hcvr unnu. ENGINN VISSI hvaðan hann kom — hinn þrítugi Jack Murphy. En þeir sem um- gengust ríka fólkið í Kali- forníu og voru í hinum mörgu kampavínsgildum þess og öðr- um veizlum, þekktu hann — að minnsta kosti í sjón. Hann hafði alla þá kosti til að bera, sem þarf til þess að menn séu gjaldgengir í hópi ríka fólksins. Hann var af- bragðs samkvæmismaður, allt- af hress og hrókur alls fagnað- ar. Auk þess var hann íþrótta- maður góður. Hann var prýði- legur sundmaður, djarfur að stökkva af sundbretti og ör- uggur á sjóskíðum. Árangur hans á sviði íþrótta hefði sem hægast getað gert hann að þátt- takanda í olympíuliði. Þar við bættist, að hann virt- ist ótæmandi hafsjór af skop- sögum og bröndurum, sem jafnan vöktu mikla kátínu. Honum varð gott til kvenna. Smitandi hlátur hans og djúp- stæð augun verkuðu eins og segull á kvenfólkið. Hann átti peninga; hann naut lífsins og ástarinnar. Fyrrverandi feg- urðardrottning, Bonnie Sutera, var ástmey hans. Þetta var það sem menn vissu um Jack Murphy. En í lok árs- ins 1963 komust á kreik ljótar sögur um hann. Það þótti ein- kennilegt, að við hátíðleg tæki- færi kom hann aldrei einn, heldur í fylgd með fjórum mönnum. Og enn einkennilegra þótti, að næstum alltaf eftir slikar veizlur hurfu dýrmætir skartgripir og önnur verðmæti. Grunurinn varð svo sterkur, að dag nokkurn var Jack Mur- phy og vinir hans kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglunni. En ekki hafði tekizt að afla neinna sannana gegn Murphy og fylgisveinum hans. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að í ljós kom, hvað leyndist á bak við þetta lífsglaða andlit. Eftir yfirheyrsluna hjá lög- reglunni, fór Murphy og fylgd- arlið hans til New York, og síð- an var hljótt um þá í nokkra mánuði. En í lok októbermán- aðar árið 1964 var haldirj í stærsta náttúrugripasafni New York-borgar sýning á dýrmæt- ustu eðalsteinum heims. Sýndir voru meðal annars eftirtaldir steinar: „Stjarna Indlands", sem er 563 karöt að stærð; „Miðnæturstj arnan“, sem er Paul Griffith lifði sams konar lífi og Murphy. Hann var dœmdur í 45 ára fangelsi. stærsti safír í heimi; hinn frægi De Long-rúbín og margir fleiri steinar, sem ekki voru metnir til fjár. Fjórtán dögum eftir opnun sýningarinnar, skýrðu yfirvöld- in frá því furðu lostin, að þjóf- um hefði tekizt að brjótast inn í safnið, þrátt fyrir sterka vörzlu og öryggiskerfi, sem átti að vera fullkomlega tryggt. Fjölmargir dýrmætir steinar voru gersamlega horfnir.' Maðurinn, sem stóð á bak við þetta ótrúlega vel skipulagða innbrot var enginn annar en Jack Murphy . . . Hann hafði skoðað sýning- una oft og kynnt sér sýningar- skrána rækilega. Hann girntist nokkra af sýningargripunum og vildi eignast þá, hvað sem það kostaði Áætlunin, sem framkvæmd var af ítrustu ná- kvæmni, var jafn einföld og hún var snjöll. Á fyrstu dög- um sýningarinnar rannsakaði hann ásamt fylgisveinum sín- um nákvæmlega hvern einasta krók og kima hinnar gömlu safnhúsbyggingar. Gerðir voru nákvæmir uppdrættir að inn- réttingunni og aflað vitneskju varðandi þjófabjöllukerfið, varðmenn og fleira. Nótt eina áræddi Murphy og flokkur hans að framkvæma áætlunina. Samtímis því, sem nærliggjandi lögreglustöð var vöktuð, var brotizt inn í safn- ið nákvæmlega á þeim tíma, sem vitað var, að verðir voru hvergi nærri. Rimlagluggi var sagaður úr, og síðan komust þjófarnir að sýningarkössun- um og stálu þaðan því sem þeir girntust. Á eftir komst hópur- inn án þess nokkur yrði var við í tvo bíla, sem biðu fyrir utan og óku til Miami Florida. Þeir höfðu ekki einu sinni haft not fyrir vopnin, sem þeir höfðu meðferðis og annan varn- arútbúnað, svo sem deyfilyf og fleira. Fyrir slysni komst fljótt upp um Murphy og liðsmenn hans. Einn úr hópnum fékk sér of mikið neðan í því og gat ekki stillt sig um að gorta af þessu fullkomna innbroti. Það var ung og felleg stúlka, sem hann trúði fyrir leyndarmálinu, en hún hafði strax samband við lögregluna. Nú var aðeins tíma- spursmál, hvenær þeir kumpán- ar næðust og yrðu settir bak við lás og slá. Hinir dýrmætu eðalsteinar, sem saknað var, fundust í fórum Murphys, allir nema De Long-rúbíninn, sem hann fullyrti að hefði verið stolið frá sér. Terry Frank. Hún fannst myrt úti fyrir strönd Florida. Murphy fékk ekki nema tveggja ára fengelsi fyrir þetta misheppnaða innbrot. Er hann hafði afplánað refsinguna, fór hann aftur til síns fyrra veiði- svæðis, Hollywood og næsta nágrennis. Nú liðu tvö ár, án þess að nokkuð heyrðist frá honum, en hann var samt ekki aldeilis iðjulaus. Hann lifði ljúfu lífi eins og hans var vandi og kynntist mörgum nýjum konum. Meðal þeirra voru tveir einkaritarar, sem unnu hjá virðulegu veðlánafyrirtæki. Einn góðan veðurdag hurfu stúlkurnar sporlaust og höfðu með sér peninga og pappíra að verðmæti 500.000 dollarar. Jack Murphy var fangelsað- ur á augabragði og yfirheyrð- ur, en hann harðneitaði að vera nokkuð viðriðinn þennan þjófn- að. Lögreglan neyddist loks til að láta hann aftur lausan, vegna skorts á sönnunargögnum. En honum hlýtur að hafa orðið mikið um hin snöggu vió- brögð lögreglunnar. Að minnsta kosti fór hann frá Hollywood og hélt aftur til Florida. Þar tók gamla vinkonan hans og fyrrverandi fegurðardrottning, Bonnie Sutera, á móti honum opnum örmum. Elskendurnir fengu þó ekki langan tíma til að njóta ástar- innar. Einn morguninn fannst Bonnie Sutera látin í lúxus- íbúð skötuhjúanna. Hún hafði tekið of stóran skammt af svefntöflum. Hvers vegna skyldi 23 ára gömul stúlka, ung og lífsglöð, fremja sjálfsmorð, einmitt þegar hún virtist vera hamingjusamari en nokkru sinni fyrr — með Jack Mur- phy? Enn hefur ekki tekizt að ráða þá gátu. Lögreglan hafði stöðugt auga með Murphy og fullyrti, að Bonnie hefði ekki fyrr verið látin, en Murphy sást í fylgd með annarri af stúlkunum tveimur, sem höfðu horfið eft- ir þjófnaðinn mikla í veðlána- fyrirtækinu og lögreglan hafði Framhald á bls. 34. 36. TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.