Vikan


Vikan - 09.09.1971, Síða 17

Vikan - 09.09.1971, Síða 17
Hér segir frá sænska sundkappanui Arne Borg, sem var einstakur afreksmaðui og setti 31 heimsmet. Hann vai sérstæður persónuleiki, skapheitur gleðimaður mikill. Mörg af beztu afrekui sínum vann hann eftir að hafa svallai fram á nótt daginn áðuri ET ÞEGAR HANN LANGAÐI TIL lega langfyrstur og kom í markið 75 metrum á undan Martin Norberg. Áhorfendur álitu, að Norberg væri ekki 1 æfingu og auk þess þreyttur eftir 100 m sundið skömmu áður. Það sló dauðaþögn á áhorfendur, þegar tilkynnt var, að Arne Borg hefði sigr- að í keppninni á 7 mínútum og 47,2 sekúndum. Að sænsk- ur sundmaður og að auki Stokkhólmsbúi skyldi synda betri tíma en 8 mínútum var næsta ótrúlegt. Síðan brut- ust fagnaðarlætin út, það var engu líkara en glæsilegt úr- slitamark hefði verið gért í knattspyrnuleik gegn Dönum. Á einni kvöldstund var Arne Borg orðinn stórstjarna og hlaut lof allra. Frægasti íþróttamaður Sví- þjóðar hafði kvatt sér hljóðs og frægð hans átti eftir að berast um víða veröld. Þetta var allt svo óvænt og skemmtilegt — enginn hafði búizt við þessu en þetta var í líkingu við hinn furðulega íþróttaferil Arne Borg. Þegar sama ár varð Arne Norður- landameistari og frægðin jókst. Á Norðurlandamótinu í Kaupmannahöfn voru allir sannfærðir um sigur Norð- mannsins Johansen í skrið- sundi. Arne Borg breytti öll- um slíkum spádómum og sigr- aði Johansen auðveldlega í 500 metra skriðsundi. Þegar Johansen hafði lokið við 400 metra i 1000 m skriðsundinu, hætti hann keppni, en Arne Borg brunaði áfram af glæsi- brag og var fagnað óstjórn- lega, en hann lét sér fátt um finndst og sagði, að þetta hefði ekki verið neitt til að fagna yfir, og bætti því við, að meira kæmi síðar. Að tyeimur árum liðnum, árið 1921, kom fyrsta heims- metið. Það gerðist í Oslo og vegalengdin var 1000 metrar. (Kvöldið áður hafði hann verið á dansleik til kl. 2 um nóttina!). Fyrstu 500 metrana synti hann á 7 mínútum og 9 sekúndum og þá síðari á ná- kvæmlega sama tíma. Frá- bært met, en áhorfendur og aðrir sundáhugamenn ræddu um það í hneykslunartón, að metið hefði orðið mun betra, ef hegðun Arne kvöldið áður hefði verið betri. Arne Borg var nú ekki aldeilis á sama máli; þá er trúlegt, að ekkert met hefði verið sett, hélt hann fram. Arne Borg taldi nefni- lega þýðingarmest að vkoma í réttu skapi til keppni! Framfarirnar voru örar og árið 1923 fór hann til Spánar með sundfélaginu Neptum, en í því sambandi skrópaði hann í 14 daga frá herþjónustu. Slíkt var ekkert einsdæmi þá, en vakti meiri athygli, þegar frægur maður eins og Arne Borg átti í hlut. íþróttahatar- ar og fleiri notuðu slíkt til áróðurs gegn íþróttunum og Arne persónulega og auk þess heyrðist, að sænska Sundsam- bandið hefði rætt um keppn- isbann. Þegar mesta reiðin var um garð gengin lýsti Arne Borg því yfir, að van- þakklæti landa hans væri slíkt, að hann væri í alvöru að hugsa um að flytja alfar- inn til Kanada. Þá kom mikið óp í sænsku pressunni: „Þetta var nú ekki svona alvarlega Þa3 er engin leiS aS telja upp alla sigra Arne Borg í sundi, allra sízt hefur hann hugmynd um þaS. En heimsmetin voru 31 og sænsku metin 77 og það segir þó nokkuS um getu hans. Á efri myndinni er hann i fullri ferð og i þeirri neðri er Ame til hægri, ásamt Johnny Weissmuller „Tarzan". meint.“ Endálok þessa máls voru, að blaðið Dagens Ny- heter og sænska Sundsam- bandið skipulögðu ferð til Ástralíu fyrir Arne Borg og þá loks hætti hann við að flytja til Kanada og fór þessa ferð, sem í einu orði sagt var ævintýraleg. í Ástraliu hafði komið fram eitt mesta sundmannsefni ver- aldar, Boy Charlton og var aðeins 16 ára gamall. Arne Framhald á bls. 37.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.