Vikan


Vikan - 09.09.1971, Side 19

Vikan - 09.09.1971, Side 19
HVEITIBRAUÐSDAGAR í APRÍL SMÁSAGA EFTIR YOVONNE SEAGER Þetta hafði verið langur og ömurlegur vetur; einn veturinn í viðbót var liðinn við ráðagerðir og bið. Klara var orðin ærið niðurdregin, þegar hún frétti af dr. Trimpson og rannsóknum hans á kvefi... KLARA og Jóhann voru yndis- legar manneskjur. Þau voru bú- in að vera ástfangin í mörg ár. En yngri stjúpbróðir Klöru hafði þurft að fá sína mennt- un og móðir Jóhanns að koma sér fyrir úti á landi, og það hafði forgangsrétt. — Við erum búin að finna hvort annað, það er það sem máli skiptir. Við höfum alla æv- ina framundan, sagði Jóhann oft. Þannig leit hann á málið. Að vísu gátu þau gift sig hve- nær sem var, og til þess lang- aði Jóhann engu síður en Klöru, en hann vildi að þau gætu veitt sér ýmislegt um leið. — Við erum búin að bíða lengi, sagði hann. — Við skul- um reyna að festa okkur okkar eigin íbúð og byrja á réttum kili. Ég mundi finna til sekt- ar og þú yrðir aldrei ánægð, ef við byrjuðum á því að gifta ökkur hjá borgarfógeta og yrð- um svo að leigja íbúð með ann- ars manns húsgögnum. — Ég vil umfram allt verða konan þín, Jóhann, sagði Klara. — Ekkert annað skiptir máli. Þar sem þú ert, verður heim- ili mitt . . . Þetta hafði verið langur, öm- urlegur vetur — einn veturinn í viðbót var liðinn við ráða- gerðir og bið — og Klara var orðin æði niðurdregin, þegar hún frétti af dr. Trimpson og rannsóknum hans á hversdag- legu kvefi. Hún sagði Jóhanni frá þeim dae nokkurn, þegar þau voru á gangi í skemmti- garðinum. Dr. Timpson bauð fvítt fæði og húsnæði í fögru umhverfi uppi í sveit fyrir lítilfjörlega aðstoð. Þar áttu að vera hljóm- plötur, skemmtigöngustígar og vatn. Engin afskiptasemi! Og alls engar takmarkanir! Tilval- ið fyrir ódýra brúðkaupsferð — það stóð í bæklingnum. Og þessi ágæti doktor vildi aðeins fá að rannsaka næmi gestanna fyrir kvefi. — Heyrðu, elskan, sagði Klara, um leið og þau gengu fram hjá hrúgu af appelsínu- berki, því einasta sem nokkur litur var á í garðinum. — Hve mikið eigum við bæði í reiðu- fé. Ég á gömlu húsgögnin, sem ég fékk eftir mömmu og heil- mikið af líni og þess háttar. Ei-rum við ekki nóg, til að geta fest okkur litla íbúð? Við eigum rétt nægilega mikið fyrir íbúðinni. En hvað þá 'um brúðarskartið handa þér? Og veizluna? Og brúð- kaupsferðina? - Ég sagði þér, að dr. Timp- son . . . — Hann getur haft sín eigin tilraunadýr. Heldurðu að ég ætli að láta brúði mína hætta sér, út í einhverja bjánalega auglýsingastarfsemi? - Þetta er engin auglýsinga- starfsemi. Það er algjörlega leynilegt. Maður gengur bara undir númeri, ekki'nafni. Það stendur á blaðsiðu þrjú. Það var kalt þarna í garðin- um, og þau voru oft búin að ræða um giftingaráformin áð- ur. Jóhann var þrjózkur og sannfærður um, að hann væri aðeins að hugsa um hvað Klöru væri fyrir beztu. -—- Ég vil að við getum minnzt hveitibrauðsdaganna alla ævi, sagði hann. Það gerðu þau reyndar. . . Klara var leið og niðurdreg- in og stundi upp öllum sínum áhyggjum við vinkonu sína, án þess að ætla þó að gera of mik- ið úr þeim. Vinkonan hafði samúð með henni og flýtti sér að segja Jóhanni frá því. Og hann varð skelfingu lostinn yf- ir þessu óafsakanlega tillits- leysi sínu, eins og hann orðaði það, og sagði Klöru að þau skyldu gifta sig undir eins. Þau festu sér íbúð, þó að hún væri ekki alveg eins og sú, sem þau höfðu haft í huga. Hús- gögnin voru dregin fram. Sam- starfsfólk Klöru safnaði í flýti fyrir brúðargjöf. Þau giftu sig hjá borgarfógeta, að viðstödd- um nokkrum vinum og fengu nokkra blómvendi. Það var ekki um neinn brúðarfatnað að ræða og ekki tekið á móti nein- um gestum. Sumarfríin þeirra voru færð fram í apríl — og þau héldu norður eftir til dr. Timpsons að athöfninni lokinni í áætlunarbíl. Heiði var sýnilega yndisleg- ur staður — yfir hásumarið. Snemma í apríl var heldur hrá- slagalegt þar. Lyngið frá árinu áður gerði heiðina brúnleita og pollarnir í vegunum voru full- ir af leðju. Trén stóðu nakin, því hinn sífelldi stormur á heið- inni var búinn að hafa öll lauf- in á brott með sér. Klara og Jóhann stikluðu upp afleggjarann og reyndu að forð- ast verstu pollana, Klara í nýju skónum sínum og Jóhann með ferðatöskurnar þeirra. - - Jæja, þarna er það, sagði Jóhann. Samastaður okkar yfir hveitibrauðsdagana. Það litur út fyrir að það þurfi að mála húsið, sýnist þér það ekki? Dr. Timpson tók á móti þeim í hátíðlegum hvítum slopp, þrýsti hendur þeirra og sagði að þau væru óeigingjörn og hugsuðu um heill almennings. Verið velkomin að Heiði og í Tilraunastöð sambands lyfja- framleiðenda! sagði hann hjart- anlega. — Gerið ykkur heima- komin. Nýgift hjón? Jæja, það er ágætt! Læknirinn fól þau umsjá eins af starfsmönnum sínum. Rotta nokkur hafði sýnt sjúk- leikamerki, svo hann þurfti að fara. Jóhanni og Klöru var feng- inn gamail hermannabraggi til að búa í. Þar voru mjó járn- rúm og armstólar, sem voru of harðir fyrir Klöru, en of mjó- fr fyrir Jóhann. Þau höfðu stór- kostlegt útsýni út um glugga- tjaldalausa gluggana. Það var límlykt í öllum bragganum og síðasti áætlunarbillinn fór klukkan átta. — Það eina sem ætlazt er til af ykkur, er að þið fáið kvef, útskýrði aðstoðarmaður dr. Timpsons og brosti bak við gleraugun sín. — Við munum fylgjast nákvæmlega með ykk- ur, frá því það fer að votta fyrir þvi . . . — Við fáum aldrei kvef, sagði Klara. — Okkur hérna finnst fólk, sem ekki fær auðveldlega kvef, vera að ögra okkur. Þá var það sem Jóhanni datt í hug, að ef til vill væru hveiti- brauðsdagar á Heiði ekki svo heppilegir, hversu hagkvæmir sem þeir kynnu að vera fjár- hagslega. Brátt var hann orð- inn sannfærður um þetta. í fyrsta lagi var ekkert hægt að gera. Alls ekki neitt. Dr. Timp- son gaf sig ekkert að þeim Framhald á hls. 36. 36. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.