Vikan


Vikan - 09.09.1971, Qupperneq 21

Vikan - 09.09.1971, Qupperneq 21
Hutch átti sumarbústað úti í sveit og var þar stundum um helgar. Rosemary hringdi í hann og spurði hvort hún gæti fengið bústaðinn lánaðan í þrjá eða fjóra daga. Það var henni velkomið, og hún skrapp til hans til að ná í lykil. — Taktu bílinn minn líka, sagði Hutch. Þá losna ég við þessi eilífu vandræði við að finna laust stæði. Þegar hann hafði sagt henni allt það nauðsynlegasta varð- andi húsið og hún setzt inn í bílinn, kyssti hún hann og sagði: — Þakka þér fyrir þetta og fyrir allt. Hún lagði af stað laugardag- inn sextánda október og var fimm daga í sumarbústaðnum. Hún hafði aldrei áður verið einsömul nema nokkra klukku- tíma í senn, og henni fannst sem hún yrði að fá tóm til að átta sig á hlutunum. Tvo fyrstu daganá hugsaði hún ekki einu sinni um Guy sem var hæfileg hefnd fyrir augljósan feginleik hans þegar hún sagði honum fyrirætlan sína. Hún fór í langar göngu- ferðir í skóginum, sem gul og bleik birta lýsti upp, háttaði snemma, fór seint á fætur og las mikið. A þriðja degi fór hún að hugsa til hans. Hann var einsk- isvirði, eigingjarn, kaldlyndur og falskur. Hann hafði kvænzt henni til að fá áhorfanda og áheyranda, ekki eiginkonu. Hún skyldi gefa honum ár til að bæta ráð sitt og verða góð- ur eiginmaður. Ef hann sæi ekki að sér, færi hún sína leið. Á meðan ætlaði hún að fara að vinna aftur úti til að öðl- ast á ný þá sjálfstæðistilfinn- ingu, sem hún hafði verið svo áköf að losna við þegar hún gifti sig. Fjórða daginn saknaði hún hans þegar hún vaknaði og grét. Hún skrapp til bæjarins og hringdi til hans. Hæ .elskan. Hvernig hef- urðu það? — Ágætt. En ég sakna þín. — Ég sakna þín. Ég kem heim á morgun. Daginn eftir tók hún til, læsti sumarbústaðnum og fór aftur til borgarinnar. Guy var heima þegar hún kom. Þau kysstust lengi og hann lét vel að henni. Líður þér virkilega vel? snurði hann. - Ætti það mán- aðarlega ekki að vera byrjað? — Jú, en það eru bara komn- ir tveir dagar framyfir. Það stafar sennilega af umhverfis- breytingunni! Það byrjar sjálf- sagt á morgun. Það byrjaði ekki. Hvorki daginn eftir eða þareftir. Hún pantaði tíma hjá kvenlækni og fimmtudaginn tuttugasta og áttunda október fór hún til Hills læknis. Hann var yngri en Rosemary hafði haldið. minnti dáiítið á Kildare lækni. Henni geðjaðist hann vel og svaraði spurning- um hans ýtarlega. Hann sendi hana á rannsóknastofu. Daginn eftir hringdi hann: — Til hamingju. — Er það satt? spurði hún. — Já. — Hvenær verður það? — Ja, eitthvað kringum tutt- ugasta og áttunda júní, svar- aði hann. — Það virðist svo langt þangað til. Hann gaf henni nokkur ráð og sagði henni að fara aftur á rannsóknastofuna svo að hægt væri að taka fleiri sýni. Hún sagði Guy fréttirnar þegar hann kom heim, og hann varð glaður við. — Guy, sagði hún og horfði alvarlega á hann. — Eigum við ekki að byrja uppá nýtt? Vera hreinskilin og tala út. Því að það höfum við ekki gert. Ég hugsaði út í það í sumarbú- staðnum. Það er engu síður mér að kenna en þér. — Það er satt, sagði hann. - Mér fannst það líka. En þú veizt að ég elska þig. Það geri ég, Rosemary. — Ó, Guy, sagði hún. Og þau kysstust ofsalega. — Þannig ættu sem flest hjón að byrja sem foreldrar, sagði hann. Hún hló með tár í augum. — En nú verðum við að segja Minnie og Roman frá því. É'g veit að þú vilt halda því leyndu. En ég sagði þeim að við myndum eignast barn fljótlega, og þau verða svo glöð. Þau eru svo gömul. Ef við bíðum of lengi frétta þau það kannski aldrei. — Allt í lagi, sagði hún. Hann kyssti hana á nefið og fór. Þegar hún sá hann fara skildi hún að Minnie og Ro- man voru orðin honum mikils virði. Það var ekki að undra. Móðir hans var slík skraf- skjóða að hún gaf sér ekki tíma til neins annars, og eng- inn feðra hans hafði verið mjög föðurlegur við hann. Castevet-hjónin fylltu hjá hon- um skarð, sem honum var áreiðanlega fullkomlega ómeð- vitað. Hún fór inn í baðherbergið, stökkti köidu vatni á augun og betrumbætti snyrtinguna á hári og vörum. Þú ert barnshaf- andi, sagði hún við sjálfa sig í speglinum. (En rannsóknastof- an vildi fá annað blóð'sýni. Hvers vegna?) Þá komu Castevet-hjónin inn í íbúðina ásamt Guy. — Þetta eru góðar fréttir, sagði Minnie. — Til ha — min — gju! Og hún kyssti Rosemary á kinn- ina. — Til hamingju, sagði Ro- man. — Hefurðu fundið þér lækni? spurði Minnie. — Já, og hann er mjög góð- ur. — Einn sá bezti í New York er góður vinur okkar. Hann heitir Abe Sapirstein. Hann yrði ykkur ódýr, svo að Guy 36.TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.