Vikan


Vikan - 09.09.1971, Qupperneq 26

Vikan - 09.09.1971, Qupperneq 26
Ríkisleikhúsið í Kassel, sem Sigurður Björnsson starfar við sem fast- ráðinn óperusöngvari. EITTHVAÐ DREGUR MANN HEIM TEXTI: DAGUR ÞORLEIFSSON MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON Rætt við hjónin Sieglinde og Sigurð Björns- son, óperusöngvara, um starf þeirra í Þýzkalandi, muninn á þýzku og íslenzku tónlistarlífi og möguleika til óperu- flutnings hér á landi. Það er allalgengt að íslend- ingar, sem sérmenntað hafa sig erlendis, setjist þar að að námi loknu cg taki upp störf. Hér heima heyrist stundum aðkast í garð slíkra manna, og er tal- að um að það lýsi ámælisverð- um skorti á ræktarsemi til föð- urlandsins að láta það ekki njóta starfskrafta sinna og menntunar. Þessi gagnrýni er í sumum tilfellum að minnsta kosti hæpin, því að þess eru mörg dæmi að landar hafa setzt að erlendis af þeirri orsök helzt, að þeim hefur uppi á ís- landi reynzt ókleift, þrátt fyr- ir góðan vilja og einlæga við- leitni, að fá starf í samræmi við menntun sína og hæfileika. Þannig er því varið um Sig- urð Björnsson, óperusöngvara, sem starfar við ríkisleikhúsið í Kassel í Vestur-Þýzkalandi, en Vikan hitti hann að máli fyrir skömmu, er hann var staddur hér heima í sumarfríi ásamt konu sinni Sieglinde Björnsson-Kahmann, óperu- söngkonu, sem er þýzk að ætt, og tveimur börnum þeirra hjóna. — Mig langar alltaf heim, sagði Sigurður. — Hvers vegna get ég eiginlega ekki út- skýrt. Það er eitthvað óútskýr- anlegt, sem dregur mann alltaf til heimahaganna. En þegar ég hafði lokið námi úti, blasti við sú staðreynd að á íslandi var bókstaflega ekkert fyrir mig að gera. Sigurður er Hafnfirðingur í húð og hár, eins og hann sjálf- ur leggur áherzlu á, og þar hélt hann til hjá foreldrum sínum mestan hluta þess tíma, sem hann dvaldi hérlendis í sumar. Listferill hans hófst með námi í fiðluleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Birni ólafs- syni, en síðan lærði hann söng hjá Pétri Jónssyni, Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og Primo Montanari. 1956 fór hann til Þýzkalands og hóf nám í tónlistarháskólanum í Mún- chen. Þar var hann næstu sex árin. — Dvölin í Múnchen var ómetanieg fyrir mig, sagði Sig- urður. — Múnchen er oft köll- uð hin raunverulega höfuðborg Vestur-Þýzkalands; það á auð- vitað ekki hvað sízt við um listasviðið, en líka margt ann- að. Meðal kennara minna þar var Gerhard Húsch. Hann hafði sungið með Pétri Jónssyni og minntist hans oft; þeir höfðu verið góðir félagar. Svo fór hann til Japans, og eftir það varð kennari minn Hanno Blascke. Á námsárunum söng ég mikið á konsertum víða um Evrópu, á Spáni, í Frakklandi og Tékkóslóvakíu, oft sam- kvæmt tilmælum Húsch og ásamt honum. 1962 var ég ráðinn til óper- unnar í Stuttgart, en 1968 sem fyrsti lýriski tenor- söngvari til ríkisleikhússins í Kassel, þar sem ég hef starfað síðan. Ég réðst þangað af því erfitt var að fá að syngja stór hlutverk í Stuttgart, því eldri kollegarnir voru nokkuð gjarn- ir á að reyna að halda þeim fyrir sig. f Kassel er leikhús- og óperulíf nýrra af nálinni, og því auðveldara fyrir unga söngvara að skapa sér frama þar. — Hvernig borg er Kassel? — Þetta er tvö hundruð þús- und manna iðnaðarborg nyrzt í sambandsfylkinu Hessen. Þar er stórt ríkisleikhús með tveim- ur sviðum, og eru þar fluttar óperur, óperettur eða leikrit sex daga vikunnar. Alls konar verk, bæði klassísk og hámó- dern. Leikhúsið var byggt 1961. og stóri salurinn, þar sem ein- göngu eru flutt músíkverk, er mjög skemmtilegur og rúmar um þúsund manns í sæti. 26 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.