Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 29

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 29
Frú Sieglinde brosti og yppti öxlum. — Landið er mjög fallegt og ég kann prýðilega við mig hér, sagði hún. — íslendingar eru mjög elskulegir í viðmóti og ég á marga góða vini hér. En tónlistarlífið er nokkuð í mol- um og því ekki sérlega girnk legt fyrir óperusöngvara að setjast hér að. Grundvöllurinn hefur ef til vill ekki verið lagð- ur alveg rétt. Til að hægt sé að flytja óperur þarf auðvitað fyrst og fremst skólaða óperu- söngvara. í Þýzkalandi þurfa óperusöngvarar að ganga í gegnum að minnsta kosti fjög- urra ára skóla. Slíkum skóla þyrfti að koma upp hér á landi, cg þá auðvitað undir stjórn reyndra manna. — En hvað heldurðu um efniviðinn í óperusöngvara hér- lendis, ef hæfileg undirbún- ingsmenntun væri fyrir hendi? — Efniviðinn vantar ekki. Og áhuginn er áreiðanlega fyr- ir hendi, en jafnframt nokkurt kæruleysi, látið reka á reiðan- um. Ég verð því miður að segja að flutningi þeirra óperu- verka, sem ég hef séð á íslandi, hefur verið nokkuð ábótavant. É'g veit, sagði frú Sieglinde ennfremur, — að ísland er fá- mennt og allir kvarta þar um fjármagnsskort. En samt virð- ist vera til nóg af peningum þegar til dæmis þarf að byggja sporthallir eða kvikmyndahús. En konserthús er ekki til á ís- landi. Islenzkir söngvarar þyrftu að fá aukin tækifæri til að halda konserta, sagði Sigurður. — I Þýzkalandi er konsertlíf mjög auðugt, eins og raunar allt tónlistarlíf. Og ég verð að segja að mér finnst það dálít- ið táknrænt i'yrir viðhorfið til fagurmenningar hérlendis að Háskóli íslands, æðsta mennta- stofnun þjóðarinnar, byggir bíó en ekki tónleikahöll, sem full þörf er þó fyrir. Háskóla- bíó er eins og menn vita ekki fallið til tónlistarflutnings, og þar að auki er aldrei hægt að halda tónleika þar á kristileg- um tíma því að þá er verið með bíósýningar. — Jafnvel þótt Framháld á bls. 47. Börn þeirra hjóna, Daníel og GuSfinna. 36. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.