Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 33

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 33
Gable sem skýrði þetta mikla var hann þrjátíu og fimm ára, dálæti á honum. En það mikil- hún tuttugu og sjö. Hann var vægasta var líklega þau áhrif skilinn að borði og sæng, en sem hann hafði á kvenþjóðina. hún var nýskilin við kvik- Flestir aðrir leikarar létu þær myndaleikarann William Pow- CLARK 6ABLE Framhald aj bls. 12. kynnzt fjórum árum áður, þeg- ar Clark Gable var óþekktur. Nú voru þau bæði fráskilin, hún var fjörutíu og eins árs og hann þrítugur, svo að það er greinilegt að hann laðast helzt að sér eldri konum. Auglýsingafólk Metro-Gold- wyn-Mayer gerði allt til að láta sem minnst á þessu brúð- kaupi bera. Hvað myndu aðdá- endur hans segja, þegar það fréttist að hetjan þeirra hefði kvænzt aftur og það konu, sem var ellefu árum eldri en hann. En auglýsingafólkið hefði getað sparað sér áhyggjurnar. Það hafði vanmetið Clark Gab- le. Áhorfendahópurinn viður- kenndi hjónaband hans og kvikmyndirnar gengu stöðugt fyrir fullum húsum um allan heim. Álitið á honum jókst. Þetta var hreint kraftaverk. Clark Gable kvæntist ekki til fjár, hann átti nógi peninga sjálfur. En konan færði hon- um annað, sem var honum mik- ils virði, það var fágun. Hún var sjálf komin af menntuðu fólki, hún gat opnað þær dyr fyrir honum, sem áður höfðu verið lokaðar og hún kynnti hann fyrir nýjum vinum. Hún var honum líka mikil aðstoð þegar tekjur hans juk- ust. Hún hafði kynnzt við- skiptalífinu í fyrra hjónabandi sínu og nú tók hún að sér að sjá um viðskipti Clarks, varð ráðgjafi hans, þegar hann þurfti að undirrita nýja samn- inga. kom peningunum í ör- ugg fyrirtæki og las með hon- um handrit. Og stjarna hans reis æ hærra. Mótleikarar hans voru þeir frægustu í Hollywood; Norma Shearer, Joan Crawford, Greta Garbo, Jean Harlow, Carole Lombard, Lorette Young, Myr- na Loy, Rosalind Russel og margar aðrar. Og kvikmynda- félögin græddu á tá og fingri. En þetta steig ekki Clark Gab- le til höfuðs, hann var jafn kaldur og rólegur og áður. Hann hélt því fram að hann væri enginn leikari, að hann sýndi aðeins sjálfan sig, eins og hann væri í raun og veru. I búningsherbergjum sínum hengdi hann upp myndir af sjálfum sér frá þeim tíma sem hann var óþekktur verkamað- ur í sögunarmyllu og skrifaði yfir þær: „Rétt til að minna á þetta. Gable“. Það var margt í fari Clarks finna til einhverra móðurtil- finninga. Clark Gable höfðaði til allt annarra tilfinninga. Þær vildu láta hann elska sig! Kvikmyndaframleiðendur gátu ekki litið fram hjá því að Clark Gable var stærsta gull- náma, sem þeir höfðu fundið fram að þessu. Þegar hann lék á móti Gretu Garbo í „Susan Lennox“, þá náði rómantíkin hámarki sínu í Hollywoöd. En svo var það greinilegt- að hjónaband hans og Marie Lang- ham var að syngja sitt síðasta vers. Slúðurdálkarnir í blöðun- um settu hann í samband við allar hugsanlegar konur í Hollywood. En að lokum rat- aðist þeim satt orð á munn, þegar farið var að tala um Car- ole Lombard sem nýju konuna í lífi hans. Það var árið 1936, sem hann fékk fyrst áhuga á henni. Þá ell, og var komin í álit sem ein af skærustu stjörnunum í Hollywood; ljóshærð, skap- mikil með rödd sem minnti á Marlene Dietrich og Gretu Garbo. f fyrsta sinn hitti Clark konu, sem ekki féll fyrir honum við fyrstu sýn. Þau hittust fyrst í stórveizlu í Hollywood og hún skammaði hann fyrir að hafa sagt við blaðamenn að hún agtti mikið ólært. f framhaldi af þessu lét Clark flytja helj- armikla styttu af sjálfum sér í garðinn hennar. Þetta var stytta sem einn aðdáandi hans hafði sent honum og var hvorki meira né minna en 150 kíló að þyngd. Hún hringdi, óð af bræði, í sorphreinsunarstöðina og lét flytja gripinn á haug- ana. Clark reyndi að hringja til hennar og biðja um stefnumót, en hún lagði alltaf á. Hann sendi henni blóm, sem hún ým- ist sendi aftur eða fleygði í ruslatunnuna. En þau sættust smám sam- an, þótt það tæki langan tíma. Svo var skilnaður hans kom- inn í kring og það varð hoiíum dýrt spaug. Hann varð að greiða 286.000.— dollara að viðbætt- um skatti. Svo hóf hann leik sinn í „Á hverfanda hveli“, sem varð hans mesti sigur og dýrasta kvikmynd sem hafði verið framleidd fram að þessu. Það var því ekki að undra að kvikmyndafélagið gætti hans vel fram að þeim degi sem kvikmyndin var frumsýnd, en það var 29. marz 1939. Eftir það hvarf Clark Gable og fór til smábæjar í Arizona. Carole Lombard kom þangað líka í öðrum bíl og saman fóru þau til lítillar kirkju, þar sem meþodistaprestur gaf þau sam- an. Og þau höfðu meira að segja tíma til að eiga brúð- kaupsnótt. Þetta varð hamingjutímabil 36. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.