Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 43

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 43
ÁTLÁS Skoðið FRYSTIKISTURN AR Skoðið vel og sjáið muninn í ^ efni frágangi ^ tækni litum formi Ytrabyrði og lok úr formbeygðu stóli, sem dregur ekki til sín ryk, gerir samsetningarlista óþarfa og þrif auÖveld. Hiti leiddur út meft ytrabyröi og botni til aö hindra slaga. Ósamsettar frystipípur inn- an við létthamrað ól-innrabyrði. Það er ðruggast. Ný, þynnri en betri einangrun veitir stóraukið geymslurými og meiri styrk. Sér- stakt hraðfrystihólf og hraðfrystistilling, auk froststillis með örygg- islampa, sem gefur til kynna rétt kuldastig. Mikil frystigeta, langt umfram kröfur gæðamatsstofnana. Hentugar körfur og færanleg skilrúm skapa röð og reglu í geymslurýminu. Lok með Ijósi og jafnvægislömum, sem gera það lauflétt og halda þvi opnu, þann- ig að allur umgangur um kistuna er frjóls og þægilegur. Lamir leyfa stöðu fast við vegg. Það sparar rými, skemmir ekki vegginn og er miklu fallegra. Þétt segullokun og lykillæsing. Nylonskór hlífa gólfi og auðvelda tilfærslu. Sterklega húðað lok í borðhæð veitir auka vinnuplóss. Og ekki spillir útlitið: Litasamsetning og form eins og dönsk hönnun gerist bezt. -tt'rvri SÍMI 2 44 20 - SUÐURGÖTU 10 Bandaríkjanna var Normann Ross og hann kynnti Arne með orðunum „maðurinn sem slær heimsmet, þegar hann langar til þess“. En ýmsir létu í Ijós efasemdir um sannleiksgildi þeirrar kynningar. En það hefðu þeir ekki átt að gera. Arne Borg reiddist og veðjaði 1800 dollurum, öllum ferða- peningum sínum, um það, að hann gæti slegið hvaða heims- met sem væri, frá 500 metrum og upp úr. Bandaríkjamenn gátu ekki verið þekktir fyrir annað en taka þessu veðmáli og þeir völdu bezta afrek Nor- manns Ross, 10 mínútur og 55 sek. í 880 jördum þágildandi heimsmet. Arne gekk alveg fram af Bandaríkjamönnum, er hann sagði, að þetta væri ekki nægilega gott afrek, hann kvaðst ætla að synda þessa vegalengd á 10 mínútum og 25 sekúndum, eða 30 sekúndum undir heimsmetinu, annars hefði hann tapað veðmálinu! Tími hans í sundinu var 10: 24,8 og þó sló hann aðeins af síðustu metrana. Arne Borg hafði gjörsigrað Bandaríkja- menn og þeir • efuðust ekki lengur um fræknleik hans. Á Olympíuleikjunum í París árið 1924, gekk Arne ekki vel, að hans áliti, hann bætti að vísu heimsmetið í 1500 m skrið- sundi í undanrásum en tapaði fyrir Charlton í úrslitasundinu. Keppnin í 400 m skriðsundinu var skemmtileg, en þar kepptu um sigurlaunin auk Charlton og Arne, Bandaríkjamaðurinn Johnny Weissmúller, er síðar varð frægur sem Tarzan. Weissmúller sigraði, en Arne varð annar. Arne hafði forystu í sundinu, þar til 25 metrar voru í mark. Arne tók þetta tap nærri sér og var úrvinda, en hann vann að venju hug og hjörtu áhorfenda og blaða- manna. Á Olympíuleikunum í Am- sterdam 1928 gekk betur, þá sigraði hann bæði Weissmúller og Charlton í 1500 m skrið- sundi. Það sem flestir telja þó mesta afrek Arne Borg og lýsi bezt hans stórkostlega keppnisskapi var 1500 m sund hans á Evr- ópumótinu í Bologna á Ítalíu 1927, en þar bætti hann heims- metið um tæpa mínútu, synti á 19 mínútum og 7,2 sekúnd- um. Flestir telja, að það sem fékk reiðina til að blossa upp hjá Arne fyrir sundið hafi ver- ið það, að ítalskur starfsmaður hafði komið ítalska fánanum fyrir hjá sigurstönginni fyrir keppnina, en ítalir áttu mjög góðan sundmann, sem áhorf- endur, er flestir voru ítalskir, höfðu gert sér vonir um, að myndi sigra hinn fræga sænska sundmann. Ymsir telja þetta þó ágizkun eina. Við skulum láta það liggja milli hluta, en heyra heldur lýsingu Niklas Skog- lunds á þessu stórkostlega sundi og því sem gerðist áður en sundið hófst. — Sundknatt- leikslið Svía lék við lið Frakka að morgni þessa dags, en hiti var mikill. Arne var í liði Svía og í leiknum gerðist það, að einn Fransmaður rændi efri tanngóm Arne, en hann hafði gervitennur. í hádegismatnum gerðu félagarnir gys að Arne og aukaglugganum í hinum stóra munni hans. Arne þoldi stríðnina illa og sagði sem svo, að þeir myndu ekki grínast að loknum 1500 metra sundinu síðar um daginn. Hann sýndi þeim áætlun, þar sem hann hugðist synda vegalengdina á 20 mínútum, sem var betra en heimsmetið í þá daga. Sænsku leiðtogarnir álitu, að nú væri hann að tapa sér, slíkt gæti ekki gerzt. Þeir höfðu í huga erfiða keppni hans á þessu móti. Hann hafði tekið þátt í 100 og 400 m skriðsundi, synti lokasprettinn í 4x200 metra boðsundinu og lék síðan í sund- knattleiksliðinu af og til og nú ætlaði hann að setja heimsmet í 1500 metra skriðsundi og hafði þó leikið erfiðan leik við Frakka um morguninn. En það þýddi ekkert að tala um fyrir Arne Borg, þegar hann hafði ákveðið eitthvað, skapið var svo heitt. Hann gekk til keppn- isstaðarins, Piscin del Litoriale. Áhorfendur voru um 10 þús- und og þeir voru vitni að stór- kostlegu afreki, sem margir minnast eins og það hefði gerzt í gær. \ í þessari 50 metra sundlaug synti Arne fyrstu 100 metrana á 1 mínútu og 3 sekúndum og hélt síðan áfram að synda hverja 100 metrana á 1 mínútu og 17 sek. til 1 mín. og 18 sek. Hann synti hverja laugarlengd með 19 sundtökum. Sundtökin voru kröftug og þetta var eng- in venjuleg keppni, áhorfend- ur sáu engan nema Arne Borg. Sænsku leiðtogarnir, sem áttu að gefa Arne merki um, hvort hann synti á svipuðum hraða og áætlað hafði verið eða hve langt á eftir hinir keppendurn- ir voru, voru í öngum sínum og biðu þess aðeins að hann gæf- ist upp og yrði fiskaður upp úr lauginni. Landar hans kölluðu til hans að fara hægar, en án árang- urs. Arne hélt áfram á svipuð- um hraða, ekkert virtist hafa áhrif á hann, hvorki hróp né bænir landa hans. Starfsmenn mótsins litu angistarfullir til Svíans, hraðinn var svipaður og í 200 metra sundi — menn biðu milli vonar og ótta, hve- nær skyldi hann gefast upp. En hann gafst ekki upp og það sem meira var, þegar 100 metr- ar voru eftir jók hann hraðann aftur og kom í mark með svip- uðum hraða og þegar hann hóf sundið. Starfsmenn og áhorf- endur fögnuðu þannig, að erf- itt er að lýsa því, aðrir kepp- endur nærri gleymdust. Þegar Arne kom í mark, áttu næstu menn eftir 100 metra, en flest- ir 150 til 200 metra. Það undar- lega var, að hann virtist ekk- ert þreyttur, en reiðin sauð enn í honum og hann bauð ljós- myndurunum að mynda sig nú rækilega. Þegar tíminn var til- kynntur, 19 mínútur og 7,2 sekúndur, var fyrst dauðaþögn. Enginn trúði þessu. En tuttugu klukkur sýndu, að ekki var um að villast. Loks þegar menn höfðu áttað sig og ekki var til neins að efast, brutust út því- lík fagnaðarlæti, að tæplega hefur annað eins heyrzt á sundmóti. ftalarnir hrópuðu í takt „Eviva Arne Borg“. Milli- tímarnir voru nær allir heims- met, en ekki var hægt að stað- festa þau, þar sem ekki var tilkynnt fyrirfram, að um keppni á þeim vegalengdum væri að ræða, aðeins 1500 m tíminn var staðfestur sem heimsmet. Til gamans má geta þess, að Arne synti fyrstu 200 m á 2 mín. og 16 sekúndum, en heimsmet Weissmúllers var 2 36. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.