Vikan


Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 44

Vikan - 09.09.1971, Blaðsíða 44
— Sumir láta sér nœgja ad safna skeljum! min. og 15,6 sek. Tími'hans á síðustu 200 metrunum var svip- aður og á því geta menn séð þvílíkt sund þetta var. Aftur fór Arne Borg í keppn- isferð umhverfis hnöttinn, að þessu sinni til Japan, en árið 1930 gerðist hann atvinnumað- ur í sundi. Árið 1944, þegar hann var 43 ára, hefði hann getað orðið sænskur meistari í tveimur eða þremur vegalengd- um, ef hann hefði fengið að taka þátt en atvinnumennskan kom í veg fyrir það. Margir sögðu með réttu að hann hefði verið orðhákur, þetta sunnu- dagsbarn íþróttanna og sunds- ins. En hann hafði stórt hjarta og verðskuldaði svo sannarlega þær vinsældir, sem hann naut á sínum sérstæða íþróttaferli. ☆ SKALVERÐA BEZTUR Framhald af bls. 11. „Það er búið að brjóta á mér og svo hef ég hreinlega ekki trú á að neitt verði framkvæmt hjá þessu fyrirtæki. Nú sem stendur erum við Jónas R. Jóns- son að pæla saman: Tónaút- gáfan er að gefa út LP-plötu með Jónasi — eingöngu lög eft- ir mig. Við erum bara tveir í þesssu og hefur gengið mjög vel. Jónas er ofsalega góður gaur — fyrir utan að vera snöggur að grípa melódíur og svoleiðis. Ég þekkti hann lítið áður, en svo kom ég einhvern- tima blindfullur niður í Adam, með gítarinn, og þá datt okkur þetta í hug. Til að byrja með fer eitt lag eftir mig á tveggja laga plötu sem á að koma út með honum, og svo förum við í LP-plötuna“. „Þú sagðist hafa verið fullur þegar þú komst til Jónasar; þú drekkur mikið ...“ „Ekki lengur, en ég viður- kenni að ég drakk mjög mikið í ein fimm ár. Nú þoli ég það ekki eins og áður — sem er mjög skiljanlegt, held ég. Mér finnst það líka eðlilegt, að ég hefði getað gert ýmislegt bet- ur, hefði ég ekki djúsað svona miki§“. „Það hefur einmitt þótt á- berandi í því sem þú hefur gert, að það hefur virzt ófull- gert“. „Já, ég lít þannig á það að ef ég fæ hugmynd, þá þýði ekki fyrir mig að ætla að bæta hana síðar. Ég setzt aldrei nið- ur til að semja, heldur kemur bæði lag, og texti allt í einu í hausinn á mér þegar ég er í einhverju sérstöku hugará- standi, og þá þættu mér það svik við sjálfan mig að ætla að búa það ástand til aftur. Ég hef oft verið beðinn um að lengja lög og texta, en þratt fyrir að ég hafi reynt, hefur það ekki tekist. Mín músík verður til fyrir tilfinningu og nákvæmlega sama tilfinning- in kemur aldrei tvisvar yfir mig“. „Fyrirj ári síðan vissu mjög fáir hver þú varst, en allt í einu varst þú orðinn umtalað- ur. Hvernig fannst þér það“? „Mér fannst það gott. Gallinn er bara sá, að ég hef ekki feng- ið tækifæri tíl að fylgja því eftir. Mér kom það til dæmis ekkert sérstaklega á óvart að gagnrýnendur skyldu setja mig í 3. sæti um „Tónskáld ársins“. Til að segja alveg eins og er, þá fannst mér mitt efni aldrei það mikið lélegra en það sem hinir voru með, en það var gaman og hefur gert mér sitt- hvað gott. Nú, svo var ég ákaflega mik- ið í sviðsljósinu þegar lætin voru á milli SARAH og LAUF- útgáfunnar en ástæðan fyrir því að ég tók aldrei afstöðu í því máli, var sú, að báðir aðilar höfðu rangt fyrir sér“. „Ég man fyrst eftir þér í „Beatniks“. Það var ekki góð hljómsveit“. „Það getur vel verið, en það var samt skemmtilegasta tíma- bii sem ég hef lifað og við höfð- um alltaf nóg að gera. Svo var ég síðar í hljómsveit sem hét „Ráin“ og eftir það í „Eilífð“. Ég kann reyndar bezt við mig í hljómsveit, en ég vil ekki vera í hljómsveit þar sem ég þarf að gera allt. Ég vil helzt fá að standa fyrir aftan og spila; ég er fyrir löngu búinn að fá leið á að standa fremstur, berja á gítar og syngja eins og hundur. Annars er það skrítið með mig, að þegar ég er í hljóm- sveit, og spila á rafmagnsgítar, langar mig til að vera einn og spila á kassagítar og svo öfugt. Sennilega yrði ég ánægðastur ef ég gæti verið í hljómsveit, en samt svo laus, að ég gæti gert það sem mér dytti í hug í það og það skiptið“. „Nú er búið að reyna að búa til einskonar „sólóstjörnu úr þér ... “ „Já, ég kæri mig nú ekki mikið um það. Ég vil bara fá að spila. Ég vil ekki gera neitt annað — frekar en ég reikna með að þú viljir gera nokkuð annað en að skrifa. „Sóló- stjörnur" eiga oft til að vera eftirlíking af eitthverju öðru, og það vil ég alls ekki. Ég hlusta til dæmis ákaflega lítið á plötur, því ég er hræddur um að þá myndi ég fá svo mikla ofurást á einhverjum að ég yrði hrein eftirlíking af honum. Maður fylgist samt með; út- varpið dembir yfir mann topp 10 alla daga og það er mér nóg“. „Þú vilt ekki vinna"? „Jú, mér þætti ekkert að því að vinna venjulega vinnu ef ég gerði eitthvað sem mér þætti eaman. Ég hef reynt að vinna frá 7 til 7 og hreinlega get það ekki. Ég er orðinn það vanur að vera blankur, að ég kann pkki við mig ef ég á peninga. Þá reyni ég að eyða þeim eins fliótt og ég mögulega get — og helzt í eitthverja vitleysu. Ég hef aðeins einu sinni keypt eitthvað af viti og það var þeg- ar ég keypti rafmagnsgítarinn minn fyrir 30.000. Hitt er annað mál, að ég viðurkenni að það hefur komið fyrir að ég hef verið svo svekktur að mér hefur verið pæst skani að hætta þessu öllu n” -"erða "erkampnnshundur. Fn bá minni ég sjálfan mig á, »ð begar ég var ekki neitt, 15 ára bútunPur. saaði pq við síálfan mig. að einhverntíma skvldi ég verða beztur. ★ BOB GIBSON ER KOMINN AFTUR Framhald af bls. ll. Gordon Lightfoot, Bob Dylan og Simon & Garfunkel, hefðu ekki fundið hljómgrunn hefði það ekki verið fyrir frumherja- starf þjóðlagasöngvaranna og grúskaranna. í dag hefur orðið tiltakan- legur samruni rokks og þjóð- lagatónlistarinnar og útkoman er hið svokallaða folk-rock. Nú eru til óteljandi slíkar hljóm- sveitir í heiminum og hafa þær helztu verið taldar upp hér að framan. Samt hafa margir ekki ennþá viðurkennt rætur sínar, en þegar Bob Dylan setti raf- magnsgítarinn sinn í samband á Newport þjóðlagahátíðinni ár- ið 1966, fór bylgjan af stað og þar sem hann talaði sífellt um hversu mikil áhrif Woody Guthrie hefði haft á sig, hafa margir séð sig tilneydda til að viðurkenna skyldur sínar við þjóðlagatónlistina, tónlist for- tíðarinnar, sem nú er að nálg- ast okkur frá öllum hliðum. Bob Gibson, ásamt þeim See- ger og Guthrie, er merkasti þjóðlagasöngvari og safnari nú- tímans. Hann var brúin á milli ballöðusöngvara fjórða áratugs- ins og túlkenda þess sjöunda. Árið 1963 snarhætti Gibson að vinna að músík sinni: Hann varð eiturlyfj aneytandi. í átta ár heyrðist ekkert frá honum, en nú hefur komið út ný plata með honum sem heitir ein- faldlega „Bob Gibson". Gibson lítur ekki lengur út eins og burstaklippti, al-ameríski skóla strákurinn, því hann er farinn að eldast. Hann hefur þyngst, síða hárið er að grána og and- litið ber með sér að hann er ekki krakki að bíða eftir fyrsta tækifærinu. Platan ber líka með sér, að þó hann hafi — líkamlega — verið utan við músík, er hún enn í sáiu hans, jafnvel sterk- ari en fyrr. Á „Bob Gibson“ eru nokkur frumsamin lög en hin eftir Gordon Lightfoot (sem viðurkenndi nýlega í við- tali við LA Times, að tveir mestu áhrifavaldar hans hefðu verið Seeger og Gibson), Bob Dylan, Bruce Langhorne og gamli vinur hans og fyrrver- andi söngfélagi, Hamilton Camp. Yfirumsjón (production) með plötunni hafði Jim Dixon, sá sami og stjórnaði upptökum hjá the Byrds og the Flying Burrito Brothers. „Þetta er ekki stefnubreyting hjá mér“, segir Gibson um plötuna, „held- ur er þetta að ijúka við ýmis- legt sem ég átti ólokið". Gibson var vanur að lýsa sjálfum sér sem ,,gamaldags“ (traditional) þjóðlagasöngvara, en hann átti ekki í neinni bar- áttu við sjálfan sig, er hann fór yfir á þá línu sem þjóð- lagatónlistin siglir nú eftir, þ.e. rokkið. Hann var alltaf rót- tækur, og má þar nefna, að upp úr 1950 safnaði hann barna- ballöðum og breytti þeim eins og honum sýndist. „Barnaþul- ur geta verið — og eru — nær endalausar. Því kynnti ég mér hverja þulu fyrir sig niður í ,44 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.