Vikan


Vikan - 09.09.1971, Síða 47

Vikan - 09.09.1971, Síða 47
Tungnmálakennarinn er Linguaphnne LINGUAPHONE kennir yður nýtt tungumál á auðveld- an og eðlilegan hátt. ÞAÐ STUÐLAR AÐ: ánægjulegri ferðalögum, hag- kvæmari viðskiptum, betri árangri í prófum, og er fyrir alla fjölskylduna. Kennarinn, sem þér hafiS í hendi. Enska - franska - þýzka - spænska - ítalska - norska - sænska - danska og fleira. Hlnðlspahiis Renkiavíkir U. Laugavegi 96 — Sími 13656. an úr vatni og grasi — ef gras- ið er þá til. Á veturna sprettur ekkert gras. „Verndarsvæðin“, sem okkur hefur verið komið fyrir á, eru sannarlega ekki land, þar sem smjör drýpur af hverju strái“. Buffy St. Marie ýkir ekki í þessari frásögn sinni. Við skul- um hugsa um frásögn hennar þegar við ráðumst á steikina um helgina — og þegar við göngum fram hjá sendiráði Bandaríkjanna næst. Þá væri ekki úr vegi að ganga inn og spyrja hvað standi til bóta á „verndarsvæðum“ indíánanna í Ameríku. , ★ EITTHVAÐ DREGUR MANN HEIM Framhald o/ bls. 29. maður sé allur af vilja gerður til að flytja heim og gerast hér söngvari, þá er ekki annað hægt að segja en möguleikarnir séu af mjög skornum skammti og tækifærin fá. Ekki fer hjá því að þau hjón hafi mikið tii síns máls. Af- sökunin gamla út af fámenn- inu og fátæktinni, sem auðvit- að á verulegan rétt á sér, er engu að síður oftlega misnot- uð. Því að oft sýnir það sig að þegar einhverjir aðilar, sem á einhvern hátt megna að drífa upp fjármagn, fá áhuga á að koma einhverju í verk, þá er það gert, þótt svo að það kosti drjúgan skilding og 'þarf þá ekki til að téð verk sé þjóðinni til mikilla þrifa á neinu sviði. Og leitt er til þess að vita að gagnmenntaðir hæfileikamenn íslenzkir, sem ekkert vilja frekar en verja starfsævi sinni til að fegra líf sinnar eigin þíóðar, skuli verða að gefa öðrum þjóðum líf sitt einfald- lega vegna þess, að starfsmögu- leikar þeirra hér heima eru nánast engir. dþ. BARN ROSEMARY Framhald aj bls. 22. degisverð, en vegna stöðug- leika verkjanna ákvað hún að láta það eiga sig, svo að það endaði með því að þau höfðu Minnie og Roman ein sem gesti það kvöldið. Síðdegi nokkurt í desember, þegar Guy var á æfingu, hringdi Hutch og spurði hvort hann mætti líta inn. Rosemary flýtti sér í síðbuxur og jersey- peysu, málaði varirnar og burstaði liárið. Verkirnir urðu hræðilegir, en síðan dró úr þeim niður á venjulega stigið, og hún gat andað léttar. Þegar Hutch sá hana, glennti hann upp augun og sagði: — Drottinn minn, en það útlit! — Það er Sasson-klipping- in, sagði hún. — Hún er svo mikið í tízku núna. Hvað er eiginlega að þér? Ég á ekki við hárið. Þú lítur hræðilega út. Þú hefur misst einhverja mergð af kílóurp. Ertu á einhverju sérfæði? Nei, en ég er með barni. Á þriðja mánuði. Hutch leit undrandi á hana. Barnshafandi konur stækka heldur er hitt, sagði hann, — og líta hraustlega út. — É'g finn til stundum, sagði Rosemary. Hefurðu verið hjá lækni? Já, Abe Sapirstein. Ég kannast við hann. Hann hjálpaði dóttur minni. En það gengur ekki að þú rýrnir svona. — Þú talar eins og baðvog, sagði Rosemary og brosti. Nema hvað. Þú lítur út eins og þú gengir með blóð- sugu. Dyrabjöllur.ni var hringt. Það var Roman. — Þarftu ekki eitthvað úr búð? spurði hann. - Nei, svaraði Rosemary. Roman litaðist um og spurði hvort Guy væri heima. Það er vinur hjá mér í heimsókn, sagði Rosemary. — Máttu ekki vera að því að líta inn? Roman skáskaut sér fram- hjá henni, og Rosemary tók eftir að hann var með göt á eyrunum, að minnsta kosti því vinstra. . Roman kastaði kveðju á Hutch, og þeir fóru að tala um Rosemary og heilsufar hennar. Roman sagði frá drykknum, sem Minnie færði Rosemary morgun hvern, en Hutch fannst undarlegt að hún skyldi ekki taka inn pillur í staðinn. En Roman útskýrði að pillum væri ekki treystandi. Lyfja- búðirnar hefðu þær oft svo lengi á lager að þær misstu kraftinn. - Mér líkar vel að fá það ferskt og beint frá náttúrunni. sagði Rosemary. — Fyrr á tím- um, þegar enginn vissi hvað vítamín voru, tuggðu verðandi mæður áreiðanlega tannisrót. — Tannisrót? sagði Hutch. —- Já, sagði Rosemary og dró fram verndargripinn. — Sjáðu 36. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.