Vikan


Vikan - 09.09.1971, Page 50

Vikan - 09.09.1971, Page 50
hafði saumað sjálf og flikka upp á hann með kraga og belti í ljósum, léttum litum. Daginn áður hafði hún verið hjá saumakonunni, og um nóttina hafði hún verið með hárnet til þess að hárið færi ekki úr skorðum. Áður en hún hóf að undir- búa hádegisverðinn, fór hún í huganum yfir alla eftirlætis- rétti hans. En það var margt, sem ekki var hægt að fá í Frakklandi árið 1945. Sem bet- ur fer átti hún þó nokkur egg, þar sem hún átti hænsni, og hann hafði alltaf fullvissað hana um, að eggjakökur henn- ar væru þær beztu í víðri ver- öld. Hann hafði mikið dálæti á nautakjöti með steiktum kart- öflum, en nautakjöt var ófáan- legt. Til allrar hamingju átti hún kjúkling, sem slátrað hafði verið daginn áður. En hvað um súkkulaðibúðing? Það var eitt af því, sem hann hélt mest upp á, — og hún hafði frétt hjá vinkonum sínum, að kaupmað- urinn í næsta þorpi seldi súkku- laði „á bak við“. „Ef ég legg af stað klukkan átta, get ég kannski verið kom- in aftur um níuleytið. Ég ætla að hafa allt tilbúið, áður en ég legg af stað, svo að ég þurfi bara að elda matinn, þegar ég kem aftur.“ Hún var frá sér numin af hamingju. Sólin skein í heiði. Aldrei hafði hún fyrr skinið svona glatt. Hún raulaði fyrir munni sér, á meðan hún lagði á borðið, og hugsaði með sér: „Það var dúkurinn með grænu röndunum, sem við höfðum á borðinu, þegar við borðuðum fyrstu máltíðina í eigin húsi. Og ljósbláu diskarnir með myndunum, sem komu honum svo oft til að hlæja. Létt vín, og umfram allt: fáein blóm. Honum þótti svo gaman að hafa blóm á borðinu, og hann sagði alltaf, að enginn gæti komið þeim eins vel fyrir og ég.“ Hún tíndi blómvönd í fánalit- unum: hvít, rauð og blá blóm með fáeinum hafraöxum á milli. Áður en hún lagði af stað, hallaði hún sér að hjólinu sínu og starði inn um opinn glugg- ann inn í litlu stofuna. Allt var eins og það átti að vera. Eftir allt, sem Renaud hefði orðið að þola, yrði hann bæði hissa og glaður, er hann fyndi bæði heimili sitt og konuna sína al- veg eins og áður fyrr. Hún virti sjálfa sig fyrir sér í vegg- spegli inn um gluggann. Kann- ski svolítið of mögur, en enn- • Jón Laxdal Halldórsson hefur um fimmtán ára skeið dvaiizt í Þýzkalandi og viðar í Evrópu og getið sér gott orð sem leikari. Hann kom hingað til lands vegna fyrirhugaðrar kvikmyndunar á Brekkukotsannál Laxness. Mun i ráði að Jón leiki titilhiutverkið í þeirri mynd, heimssöngvarann Garðar Hólm. VIKAN notaði tækifærið, meðan Jón Laxdal dvaldist hér í sumar og spjallaði við hann um feril hans urtdanfarin ár. BORÐBÚNAÐUR, SEM FÆST í REYKJAVÍK • Kvenfélagasamband íslands hélt nýstárlega sýningu eingöngu fyrir fulltrúa á síðasta þingi sínu.Þaðvar sýning á borðbúnaði, sem fæst í Reykjavik. Það er sitthvað til af fallegum borðbúnaði í búsáhaldaverzlunum, en honum er hvergi stiilt upp á borð, þannig að væntanlegir kaupendur geti séð, hvernig munirnir taka sig út í sínu rétta umhverfi. VIKAN fékk að taka myndir á þessari nýstárlegu sýningu, og í rtæsta blaði birtum við í litum margar myndir af fal- iegum borðbúnaði. Myndunum fylgja upplýsingar um hvar borðbúnaðurinn fæst og hvað hann kostar. GRISKA SVEITASTÚLKAN 0 Næsta smásaga nefnist Poppi og fjallar um gríska sveitastúlku, sem villist í höfuðborginni, Aþenu, en rekst þá skyndilega á ungan mann úr þorpinu sínu. Strákurinn vildi vera nútímamaður og var staðráðinn í að flytjast til útlanda. En Poppi tókst að hrifa hjarta hans þrátt fyrir sveitalegan klæðnað sinn i Ijósadýrð og tízkuprjáli stór- borgarinnar. STRANGUR AGI í ÞÝZKUM LEIKHÚSUM ínœstu i þá var hún ung og fögur. Hjarta hennar barðist um af hamingju. Hið litla hús Leymaries var næstum eitt út af fyrir sig í út- jaðri bæjarins. Það var þess vegna aðeins einn nágranni, sem sá hinn grannvaxna her- mann klukkustund síðar, þegar hann læddist inn í garðinn með glampa í augunum. Hann stóð kyrr andartak hálfblindaður af sólinni; frá sér numinn af gleði; ölvaður af fegurð blómanna hlustaði hann á suðið í hun- angsflugunum. Svo kallaði hann lágri röddu: „Helena!“ Ekkert svar. „Helena! Helena!“ Þögnin gerði hann órólegan og hann gekk nær. Inn um gluggann sá hann borðið, sem lagt var á fyrir tvo, blómin og vínflöskuna. Hann var sem felmtri sleginn og varð að halla sér upp að múrveggnum. „Guð minn góður," hlýtur hann að hafa hugsað. „Hún er ekki ein.“ Þegar Helena kom heim skömmu síðar, kallaði nágrann- inn til hennar: ..Ég hef séð Renaud. Hann hljóp niður götuna. Ég kallaði til hans, en hann vildi ekki snúa við.“ „Hljóp hann, segirðu? í hvaða átt?“ ..Til hægri — í áttina til veg- arins til Thiviers.“ Án nokkurrar umhugsunar skundaði hún til borgarstjór- ans, en hann vissi ekkert. „Ég er svo óttaslegin, herra borgarstjóri. Því að enda þótt Renaud sé harður af sér, þá er hann samt svo viðkvæmur í lund og verður svo fljótt særð- ur. Hann hefur án efa séð borð- ið, sem á var lagt fyrir tvo. Hann gat ekki vitað, að ég hafði lagt á það fyrir hann. Við verð- um að finna hann strax aftur, herra borgarstjóri. Við verðum . að finna hann. Annars kemur hann kannski aldrei aftur. Og mér þykir svo vænt um hann.“ Borgarstjórinn sendi mann til Thiviers og gerði lögregl- unni viðvart. En Renaud Ley- marie var og er horfinn. Helena sat við borðið alla nóttina, með- an blómin fölnuðu og dóu í hitanum. Dagur leið Vika. Mánuður. Enn hefur hún ekkert heyrt frá manni sínum. É'g hef fært þessa frásögn í letur í þeirri von, að hann rek- ist á hana af tilviljun og lesi hana — og snúi heim aftur. ☆ 50 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.