Vikan


Vikan - 16.09.1971, Page 7

Vikan - 16.09.1971, Page 7
í þessum leikhúsum. Og ég er vinnuhestur, hef gaman af að vinna. — Það þarf víst ekki að spyrja að því að það sé vel látið hjá Þjóðverjunum. — Já, þeir vinna vel og vinnuaginn er mjög strangur. Það er þó nokkuð mismun- andi eftir leikhúsum. Ég hef verið heppinn með leikhúsin, sem ég hef starfað hjá, verið ánægður hjá þeim flestum. — Hvar hefur þér einna bezt þótt? — Ég verð að segja að það er í Zúrich, þar sem ég er núna. Borgin er yndisleg, gaman að búa þar. Ég hef verið hepp- inn með íbúð, bý niðri við vatnið, sem við borgina er kennt. Leikhúsið er hefðbund- ið og gott, það hefur lengi not- ið góðs álits og leggur áherzlu á að viðhalda því. Max Frisch og Dúrrenmatt voru frumsýnd- ir þar og áttu mikinn þátt í að gera garðinn frægan. — Hvernig líkar þér við Svisslendinga upp og ofan? — Ég kann mjög vel við þá. Ég held að þeir og íslending- ar hljóti að koma vel skapi saman. Þeir hafa mjög ein- stæða menningu og þjóðar- sögu, hafa þróast í allt aðra átt en Þióðverjar, þótt meiri- hlutinn tali þýzku. Þetta er eitt af elstu lýðræðisríkjum Evrópu. Það á líka við um ís- iand; kannski það sé skýring- 'n á því hve vel ég kann við þar. Lífskjörin eru mjög ð og mikil gróska í öllu. íbúarnir eiga til bænda að teÞa og hafa af miklum dugn- eði bætt kjör sín með iðnaði, • erzlun og túrisma. — Og ekki barf að spyrja nð því að leikhúsmenningin rvíssneska sé á háu stigi. Er hún nokkursstaðar með meiri blóma í þýzkumælandi löndum yfirleitt? — Það er nú varla hægt að segja að við séum albeztir, það væri alltof mikið grobb. En því verður ekki neitað að Frisch og Dúrrenmatt hafa um skeið verið fremstu leikritahöfundar á þýzku máli og eru það enn þann dag í dag. Ég þekki þá báða og hef mikið samband við þá. Dúrrenmatt er raunar ?ð vinna við Schauspielhaus Zúrich, sem leikstjóri og við að skrifa leikrit. Hann skrifar hað sérstaklega fyrir leikhús- ið og verður það frumsýnt á næsta ári. — Þú ert fastráðinn við leikhúsið. Er þá ekki erfitt fyr- ir þig að fá frí til annars, til Jón Laxdal í hlutverki Peters eða Skrásetjarans i Ævisögunni eftir Max Frisch, þegar leikritið var fært upp fyrir sjónvarp nýlega. Hlaut Jón mjög góða dóma fyrir frammistöðu sina í hlutverkinu. Hér er Jón sem rússneskur njósnari i hasarmynd, tekinni fyrir sjónvarp. Heiti myndarinnar er hvorki meira né minna en Fimmta herdeildin. dæmis leiðangurs eins og þessa? — Ég hef verið heppinn með það að leikhússtjórinn hefur verið þægilegur að gefa mér frí, þegar ég hef þurft á að halda, svo sem núna til að fara til íslands til undirbún- ings fyrirhugaðri kvikmynd út af Brekkukotsannál. Það er ein stærsta sjónvarpsstöðin í Þýzkalandi, Norddeutsche Rundfunk, sem stendur að þessu. Upphafsmennirnir voru þeir Rolf Hádrich, leikstjóri, og félagi hans sem Dieter Meich- sner heitir. Þeir stjórna leik- og kvikmyndadeild sjónvarps- ins. Hádrich er einn af beztu kvikmynda- og sjónvarpsleik- stjórum Þýzkalands í dag, nærri því annað hvert verk- efni, sem hann hefur gert, hef- ur fengið verðlaun. Hann hef- ur gert mikið að því að kvik- mynda góðbókmenntaverk, og var því ekki nema eðlilegt að Halldór Laxness skyldi verða fyrir valinu hjá honum. Hann hefur alltaf haft áhuga á þeim mönnum, sem hæst hafa kom- ist í bókmenntunum. Af verk- um sem Hádrich hefur kvik- myndað má nefna Mýs og menn eftir Steinbeck og Beðið eftir Godot, eftir Beckett. Síðasta kvikmynd hans vakti sérstak- lega mikla athygli; hún fjall- aði um stúdentalífið í Berlín og heitir Alma Mater. Það urðu talsverð læti út af henni, því að stúdentarnir voru ekki ná- kvæmlega sammála öllu, sem hann segir þar. Það er raunar ekki ný bóla; Hádrich hefur alltaf vakið athygli fyrir það rem hann hefur gert, bæði ver- ið lofaður og gagnrýndur. — Hvernig líkaði þér hjá Austur-Þj óðver j um ? —■ Þeir vinna afskaplega vel, af vísindalegri og samvizku- samlegri nákvæmni, allavega þar sem ég þekkti til. Þeir taka mikið mið af Stanisiavskí, þó ekki sem heilags spekings, heldur aðeins sem góðs leið- heinanda. Bæði Brecht og Stanislavskí hafa haft mjög góð áhrif á þeirra leikhúslíf. En ég verð að segja að þótt hvzkt leikhúslíf sé gott, þá hef ég orðið fyrir hvað stórkost- legastri reynslu á því sviði í Prag. Ég get varla ímyndað mér að leikhúslíf sé á hærra stigi annarsstaðar í Evrópu. Ég hef séð þar til dæmis frábærar sýningar á Rómeó og Júlíu, sem Ottamar Kresca setti upp, og Heddu Gabler, sem Radok stjórnaði. Ég hef það fyrir vana að skreppa til Prag annað veif- ið til að sjá hvað þeir eru með 37. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.