Vikan


Vikan - 16.09.1971, Page 12

Vikan - 16.09.1971, Page 12
SMÁSAGA UM GRÍSKA SVEITASTOLKU KOSTAS vildi vera nútímamaður. Hann var með sítt hár, en gætti þess vel að þvo það oft og snyrta. Hann klæddi sig samkvæmt nýj- ustu tízku. Nú var hann kominn í litríkan klæðnað, hafði farið í jakka og var búinn að setja upp skræpótt bindi með risastórum hnút. Allir ungu mennirnir í þorpinu komu sam- an á kránni á kvöldin. Þeir sátu við hrörleg borð og drukku vín eða bjór allt kvöldið. Þeir rifust um stjórnmál. Stundum stóðu þeir upp og dönsuðu einir úti á gólfinu. Þeir dönsuðu Jijóðdansa eftir öllum kúnstarinnar reglum. Stundum, þegar einhver hafði fengið sér of mikið að drekka, fór hann að syngja gamlar þjóðvisur. Kostas gat ekki umborið þessa menn. Hann var lítt gefinn fvrir stjórnmál. Honum leiddist, þegar þeir voru að tala um konur sínar og börn, uppskeruna og þurrk- inn. Honum geðjaðist hvorki að söngvum þeirra né dönsum. Hann vildi dansa nýju dansana: beat og rokk. Og svo voru þeir alltaf að tala um gamla daga. Grikkland átti að vakna og hefjast aftur til fyrri reisnar og virðingar. Honum var hjartanlega sama. Hann ætlaði til útlanda, strax og hann gæti. Að vísu var hann með þessum körlum alla vikuna, reifst eins mikið og hver annar, og stundum stóð hann jafnvel upp til að dansa. En þetta gerði hann með raunasvip, glotti jafnvel til að láta hina finna, að hér ætti hann ekki heima. Þeir gerðu grín að honum, en hann lét það sig engu skipta. Honum fannst hann ekki eiga heima þarna í sveitaþorpinu, þótt hann væri fæddur þar og uppalinn. Hann beið alla vikuna eftir laugardags- Hann leit í kringum sig á torginu. Ljósin töfruðu hann. Auglýsingar kvikmyndanna heilluðu hann. Hann átti um tvo kosti að velja: að fara í kvikmyndahús eða fara með Poppi... kvöldinu. Þegár hann losnaði úr vinnunni á laugardögum, flýtti hann sér heim, gleypti í sig matinn, þvoði sér úti í garðinum, greiddi sér og þaut svo út úr húsinu. Hann náði ann- að Iivort i áætlunarbilinn eða þá, ef hann hafði heppnina með sér, fékk hann far með einhverjum vörubílnum, sem var á leiðinni til Aþenu. Hann dáði kvikmyndahúsin. Enda þótt liann hefði ekki efni á því að fara inn, þá lokkuðu kvikmyndahúsin hann til sin. Hann gekk eftir upplýstum götunum og horfði á kvikmynda- auglýsingarnar og hafnaði að lokum einhvers staðar í grennd við Platja Omonia. Þar stóð hann og horfði á fínu bílana og fínu konurn- ar, konur, eins og í kvikmvndunum. Kvikmyndirnar voru honum raunverujeik- inn sjálfur. Hann var í öðrum heimi. Þá sjald- an hann komst inn á einhverja kvikmvnda- sýninguna, þar sem fólkið talaði annarlegt tungumál og allt var eins og hann vildi að það væri, — þá var hann alsæll. Sum orðin lærði Kostas og sló óspart um sig með þeim: Okay . . . tougli guy . . . sure thing . . . you ‘ve had it . . . say, boy . . . Hann vissi livað allt þetta þýddi. Stundum, þegar hann var farinn að örvænta um, að hann kæmist nokkurn tima til annarra landa, liafði hann yfir með sjálf- um sér allar þær setningar sem hann kunni. Hann hafði gert þetta oft að undanförnu. Þetta voru erfiðir tímar og erfitt um vinnu. Hann hafði ekki farið í kvikmvndahús í nokkrar vikur. En nú var liann á leiðinni i kvikmyndahús með 100 dröchmur upp á vas- ann. Fáir tóku eftir Kostas i borginni. Fjöldinn gleypti hann. En einhver hlaut að taka eftir Framhald á bls. 34.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.