Vikan


Vikan - 16.09.1971, Side 40

Vikan - 16.09.1971, Side 40
DÖGG selur blóm og gjafavörun brúðavendi og skreytingar við öll tœkifœri. Sendum um allt land og allan heim. DÖGG - ÁLFHEIMUM 6 - SlMI: 33978 uðu finnska hlauparanum fyr- ir fífldirfsku hans og töldu hana ganga brjálæði næst. Aðr- ir trúðu aftur á móti á þrek og þol þessa csigrandi manns, hélc’u, að hann stæðist þessa raun — og mundi jafnvel sigra. Þennan dag bar barizt um aðgcngumiðana að leikvangin- u’ii, allir vildu sjá Finnann ó- sigrandi — sjá hina dæmalausu baráttu hans við beztu hlaup- ara heims — baráttu, sem átti engan sinn líka í sögu Olym- píuleikanna. Löngu áður en keppnin hófst var hvert sæti skipað á leikvanginum og allir biðu þess með óþreyju, að keppnin hæfist. Önnur keppni, sem fram fór þennan dag var gleymd — menn tóku ekki eft- ir henni. 1500 m. hlaupið fór fram fyrr. Keppendur voru tíu tals- ins, þeir beztu í heiminum. Þekktastir voru Englending- arnir Stallard og Lowe, sá síð- arnefndi var sigurvegari í 800 m. hlaupinu. Þá tóku þátt í hlaupinu Bandaríkjamennirnir Buker og Hahn og Svisslend- ingurinn Schárer. Nurmi tók þegar forystu í hlaupinu og það var engu lík- ar en hann vissi ekki af keppi- nautum sínum. Hann fjarlægð- ist þá áreynslulaust að því er virtist, og kom langfyrstur í "”ark á nýju olympísku meti 'rn— 3-53.6 mín. Schárer hélt lengst í við Finnann og er síð- "'st' hringur hófst, var hann 30 m. á undan hinum, en þá hóíst endasprettur Stallards. Hann náði Schárer, þegar síð- ustu. beygjunni var að liúka og siðustu metrana hlupu þeir hlið við hlið, styn'andi af mæði og áreynslu. Schárer var sterk- ari og hlaut annað sætið. Á meðan Schárer — ringl- aður og utan við sig af þreytu kastaði mestú mæðinni, stóð Nurmi við viðbragðslínu í 5 km. hlaupsins og beið þess að skotið riði af að nýju. f 5 km. hlaupinu voru Ritola og Wide helztu keppinautar Nurmis,, báðir heimsfrægir hlauparar. Ritola var landi Nurmis, kall- aður skuggi hans, en Wide var sænskur. Þremenningarnir hófu hlaupið með miklum hraða strax í upphafi, rétt eins og 'romið væri að lokum þess Þannig hlupu þeir hring eftir hring, eins og þeir væru óað- sWlianlegir. Engir aðrir komu til greina, sem sigurvegarar í þessu hlaupi, áhorfendur sáu eVW aðra keppendur. Það lék ekki á tveim tungum. að þetta voru beztu þolhlauparar sinn- ar tíðar, allt heimsfrægir menn og undraverðir hlauparar. Með hverjum hring, sem hlaupinn var, óx eftirvætning áhorfenda um úrslitin. Menn spurðu sjálfa sig að því, hvort hugsanlegt væri, að Nurmi — sigurvegar- inn í 1500 m. hlaupinu fengi staðizt þessa eldraun og hvort hugsanlegt væri, að hann sigr- aði í þessu hlaupi líka. Ennþá fékk enginn neitt svar. í byrjun síðasta hrings lengdi Nurmi skrefin og jók hraðann, eins og hann ætti alla orku enn óskerta. Ritola var enn á hælum hans, en Wide var öllum lokið. Hann gat ekki meir og drógst aftur úr. En Ritola varð einnig að gefa sig, hann reyndist ekki jafnoki hans — þessa konungs þol- hlauparanna. Ritola gerði það sem hann gat, neytti ýtrustu orku, en allt kom fyrir ekki — Nurmi sleit marklínuna rúm- um meter á undan honum. Tím- inn var 14:31,2 mín. — nýtt Olympiumet. Áhorfendur voru sem steini lostnir. Þeir sátu og stóðu orð- lausir af undrun. Þeir höfðu verið vitni að kraftaverki, sem ofvaxið var mannlegum skiln- ingi, og enn í dag eru íþrótta- sérfræðingar þeirra skoðunar, að þetta afrek Nurmis muni um ókomnar aldir standa sem ein- stæður atburður í sögu OL og sennilega muni enginn hlaup- ari reyna að leika þetta eftir honum. Að líkum munu þessir sigr- ar Nurmis — báðir unnir á einni og sömu klukkustund, leljast eitt mesta íþróttaafrek, sem unnið hefur verið á Olym- píuleikum síðari tíma. En þeir sem voru staddir í París þessa daga, telja Nurmi þó hafa leyst aðra meiri og enn ótrúlegri þrekraun af hendi og eiga þar við sigur hans í 10 km. víða- vangshlaupinu. Þetta 10 km. hlaup í París er það síðasta, sem háð hefur verið á OL, og það er efalaust ' einhver eftirminnilegasti og jafnframt sorglegasti atburður, sem menn minnast í sögu frjáls- íþrótta. Þetta hlaup hefur síð- ar hlotið nafnið „sólarorrustan í Colombes" og það ekki að ástæðulausu, því að daginn sem það fór fram gekk hitabylgia yfir Frakkland, og hlaupararn- ir urðu ekki aðeins að þreyta innbyrðis baráttu um sigurinn, heldur, og ekki síður, baráttu fre^n hinum lamandi hita, sem aldrei hafði mælst annar eins í Frakklandi. 40 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.