Vikan


Vikan - 16.09.1971, Side 49

Vikan - 16.09.1971, Side 49
um, en ég get ekki séð þær vegna rúmstokksins. Þú ert í einhverri undarlegri skyrtu með afskornar ermar. (Læknir- inn var í sumarskyrtu — sem ekki tíðkaðist á tímum Mar- grétar). Læknirinn gat ekki fundið út, hvers konar sjúkdómur það var sem hún þjáðist af. Læknir stundaði hana, en hún vissi ekki hver sjúkdómsgreining hans var. Hún sagðist vera mjög þreytt, og hún varð ekki eldri en 55 ára. Það sérkennilega við dásvefn- inn var það, að hún lifði sig svo mjög inn í hlutverk hinnar s:úku Margrétar, að hún gat ekki „fyrir rúmstokknum“, séð önnur föt læknisins en skyrtuna hans. STÚDÍNAN VANTRÚUÐ Er fjórði og síðasti dásvefninn var afstaðinn, fékk tilraunadýr- ið að lesa skýrsluna og hlusta á segulbandið. Henni fannst þetta allt saman heldur skrítið, og var fjarri því að sannfærast um að um væri að ræða minningar úr fyrra lífi. Og þær upplýsingar sem hún gaf svo lækninum eftir á, voru ekki til að Styrkja trú hans á endurholdgunarkenn- ingunni. í fyrsta lagi átti hún ættingja sem þá bjuggu í St. Paulsgötu í Stokkhólmi. Þetta gæti merkt, að hún ruglaði saman fyrra lífi og núverandi tilveru. Önnur at- riði var einnig hægt að rekja til núverandi lífs hennar. Presturinn í sókn heima- byggðar hennar í Vármlandi hét t.d. Malmros — sama nafni og Margrét gaf upp. Nöfnin á börn- unum voru nákvæmlega þau sömu og stúlkan hafði hugsað sér að gefa þeim börnum sem hún kynni að eignast — en hvers vegna hún hafði hugsað sér þessi nöfn, það vissi hún ekki. Sú mynd sem læknirinn hafði gert sér af heimasætunni á herragarðinum verkaði svo sannfærandi á lækninn, að hann ákvað að reyna að fá helztu atriðin í upplýsingum Margrétar til að standast. Það auðveldasta var að at- huga hvort Margrét hefði búið með fyrrgreint heimilisfang í Stokkhólmi, þegar hún var 28 ára. „Ég var hálfan dag að rann- saka nöfnin yfir innflytjendur til Stokkhólms í ríkisskjala- safninu frá árunum 1816—1820. Ég reiknaði út frá síðasta ártal- inu sem Margrét gaf upp, þ.e. 1830, þegar hún að eigin sögn var 40 ára. Samt fann ég engan Nils 'eða Margréti Berggren. Því miður hafði ég ekki tök á að halda starfinu áfram, því að hefði hún gefið upp rangt ártal, þá hefði eftirgrennslunin orðið allt of umfangsmikil. Ég gekk út frá öðrum horn- steini í þessari könnun, en sá var, að ríkjandi kóngur hét Karl, og var „tiltölulega ungur“. í samkvæmum dansaði fólk við tóna Vínarvalsanna, „sem ein- hver Austurríkismaður samdi“. Það getur bent til þess, að Mar- grét hafi gefið upp rangt ártal. Karl þrettándi var 61 árs, þegar hann var krýndur, Karl fjórt- ándi var 55 ára, og Karl fimmt- ándi var 33 ára þegar hann var krýndur árið 1859. Margrét hélt því fram að skólinn inn í bænum væri að- eins fyrir drengi. Sjálf las hún með leiðbeinanda. Árið 1842 var ákveðið að í sérhverjum hreppi skyldi vera að minnsta kosti einn skóli, og áður en kennslu- nýmælið komst á, voru þeir margir prestarnir sem önnuðust kennslu. Skólaskylda var inn- leidd miklu seinna. Ef Margrét var 18 ára þegar Karl þrettándi ríkti (1809— 1818) hefur hún varla dansað Vínarvals. Strauss eldri fæddist 1804 og dó 1849. Valsatónar Strauss fóru ekki sigurferð sína um heiminn fyrr en rúmlega 10 árum seinna. Ég var ekki sérlega bjart- sýnn, þegar ég fletti upp í bók- unum ,því að ég vissi, að ég hafði ekki spurt Margréti réttra Sþurninga,“ segir læknirinn. „Þetta var mín fyrsta tilraun, og ég hefði átt að búa mig betur undir þetta. Samt vildi ég at- huga sannleiksgildi þess sem Margrét sagði.“ Lækninum hefur heldur ekki tekizt að finna kirkjuna í heimahéraði Margrétar eftir lýsingum hennar. Margrét birtist gegnum djúp- an dásvefn. Því er samt haldið fram, að fólk geti vakandi mun- að sitthvað úr fyrra lífi. í flest- um tilfellum er þá um að ræða veikburða minningaglampa, sem hafa lýst skærast í æsku, en dofna eftir því sem aldurinn færist yfir. Á Vesturlöndum er yfirleitt ekki tekið mikið mark á því fólki sem segist muna eitt og annað úr fyrra lífi, og oft gert gys að því. Sumir hafa jafnvel kvartað undan því, að náunginn álíti þá óeðlilega, ef þeir fara óvart að ræða um minningar úr fyrra lífi... þess vegna á lækn- irinn í Lundi bágt með að finna fólk, sem hugsanlega man eitt- hvað úr fyrra lífi. Samt hafa örfáir gefið sig fram við hann og skýrt honum frá því, að á það leiti minningar, sem það viti ekki hvenær hafa gerzt, kunni enga skýringu á. Einn slíkra tilfella er Denis Lindbohm í Malmö, sem heldur því m.a. fram að hann muni skýrt eftir sjálfum sér, er hann var lítil stúlka er svo lézt í spönsku veikinni 1918, og var hún þá fjögurra og hálfs árs að aldri. Meðal slíkra, skýrra minninga, segir hann og að sig rámi í eitt og annað úr lífs- hlaupinu, en hann sjálfur getur ekki kunnað nein skil á. Næst: Tilfellið Denis Lindbohm. ☆ 37. TBL. VlkAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.