Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 16

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 16
ÖRN EIÐSSON SKRIFAR UM HEIMSFRÆGA IÞRÓTTAMENN HANN HUÓP MEÐ SKE Paavo Nurmi — kallaður kon- ungur þolhlauparanna, fædd- ist í Ábo í Finnlandi 13. júní 1897. Hann var sonur fátækra foreldra, en snemma vaknaði íþróttaáhuginn. Þegar Nurmi var níu ára ■ gamall stofnaði hann íþróttafélag ásamt jafn- öldrum sínum í Abo. Áhug- inn var mikill og drengirnir æfðu sig reglulega í hverri viku. Nurmi var sérstaklega metnaðargjarn og hann æfði sig aukalega, en þrátt fyrir þetta var árangur hans ekk- ert betri en jafnaldrar hans. Þegar Nurmi var 12 ára gamall, • missti hann föður sinn og þá varð hann að hætta öllum íþróttaiðkunum, þar sem hann var elztur systkina sinna og varð fyrirvinna móð- ur sinnar. Hann varð sendi- sveinn í verzlun og þegar heim kom, varð hann að elda rratinn, þvo upp og ræsta, þar sem móðir hans hafði öðrum störfum að sinna. Tími til íþróttaiðkana var því enginn. og auk þess hefur líkamlegt erfiði dregið mjög úr iþrótta- áhuga hans. Árið 1912 fór mikill íþrótta- áhugi um gjörvallt Finnland vegna hinna glæsilegu íþrótta sigra Hannesar Kolehmainens á Olympíuleikunum í Stokk- hólmi, en hann sigraði bæði í 5 og 10 km. hlaupi eins og kunnugt er. Nurmi hreifst mjög af þess- ari fagnaðarbylgju, sem fór um allt Finnland og harin strengdi þess heit, að hann skyldi ekki verða eftirbátur hins fræga landa síns. Ein- hvern tíma skyldi sú stund renna upp, að nafn hans bær- ist með eins miklum sigur- hljómi og fögnuði um byggð- ir Finnlands, sem nafn Koleh- mainens 1912, eftir hina glæsi- legu sigra hans á Olympíu- leikunum. Nurmi lagði nú of- urkapp á íþróttaæfingar, hann fór snemma að sofa og snemma á fætur og setti sér ákveðnar æfinga- og lífsregl- '•yHHi TÉm .WBKUífitlSS ' B3m Þegar Nurmi kom aHur til Finnlands af Olympiuleikunum í París áriS 1924, var hann ákaft hylltur, enda hafði hann unniS einstæS afrek. Nurmi í hindrunarhlaupi á Olympiuleikunum 1928. Alls vann Nurmi um ævina 10 gullverSlaun á Olympíuleikum og setti 20 heimsmet. ur að fyrirmynd Kolehmain- ens. Þegar Nurmi var sautján ára gamall gekk hann í íþróttafélagið „Turun Ur- heiluliitto“ og fyrir það félag keppti hann æ síðan. Margir góðir hlauparar voru í félag- inu um þessar mundir eins og alltaf síðan. Hann æfði ekki að ráði með félögum sín- um — í þess stað keypti hann sér skeiðklukku og hljóp einn. Hann fylgdist þó vel með félögum sínum, athugaði stil

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.