Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 41

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 41
KAFFINYJUNG FRA O. JOHNSON & KAABER hf. Okkar hlutverk er að sjá um að kaffifólk eigi kost á úrvalskaffi, möluðu og ómöluðu, í litlum pokum og stórum. Þess vegna sendum vér nú á markað KAFFIBAUNIR I 250 gr. pokum. Kílópokarnir verða auðvitað til áfram. Landið, sem hlaupið var um, var hæðóttar vegleysur, en mest hnéhátt gras, sem virt- ist miklu hentugra sem skeið- völlur strútum og gíröffum, en mennskum mönnum. Hlaupið bæði hófst og endaði á leik- vanginum ,og fjörutíu beztu hlauparar heimsins tóku þátt í því. Þegar í upphafi tók foryst- una, hlaupaþrístirnið úr norðr- inu: Nurmi, Ritola og Wide. Þessir þrír heimsfrægu Norð- urlandabúar, sem gengu þarna undir sannkallaða eldvígslu, fylgdust að, eins og þeir væru óaðskiljanlegir. Strax eftir fyrstu km. hlaupsins virtust úr- slit þess ákveðin, það var naum ast hugsanlegt annað en.þess- ir þrír menn berðust um sig- urinn, því að allir hinir kepp- endurnir höfðu dregizt það langt aftur úr, að þeir virtust ekki koma til greina. Ofurhiti sólarinnar hafði lamað þá, dregið úr þeim allt þol, alla getu, alla viljaorku. Hendurn- ar héngu máttvana niður á síð- unum, fæturnir bifuðust varla, og hjartað ætlaði að springa. Þannig leit hlaupaúrval jarð- srinnar út, að þremur mönn- um undanskildum — mönnum, sem allir voru óvanir miklum hitum — sonum norðursins og kuldans. Þeir héldu hraða sín- um óskertum, Nurmi fyrstur með stálharða viljaorku greypta í svip sinn, rólegur og stílfast- ur í hlaupinu, eins og hann var vanur. Ritola næstur, með hlaupastíl, sem líktist frekar stökkum, og þeim óregluleg- um, en hlaupi, og andlit hans var afskræmt af áreynslu og mæði. Síðastur þremenning- anna var Wide. Andlit hans var eltírautt af áreynslu, og aug- un voru tekin að sljóvgast eins og í manni, sem er að lognast út af sökum svefnleysis og þreytu. Þegar 3 km. voru í mark, virð Wide að gefa sig. Hvað eftir annað strauk hann hend- inni yfir rennvott hárið og enn- ið, hendurnar slettust mátt- lausar niður með síðunum og höfuðið hneig niður á bringu. Wide drógst aftur úr og tveir næstu hlauparar skutu honum aftur fyrir sig. Hann var úr -söfunni sem sigurvegari. En langt. langt á undan öll- um öðrumí hlupu þeir Nurmi og Ritola, sér og ósigrandi og skiotust á um forystuna, eins og Finnar gera ávallt á milli- iandakeptini. En svo rak einn- ig að því, að steikiandi sólar- h't'nn sigraðist á Ritola. Máttur hans þvarr, viljaorkan lamað- ist, og hann dróst aftur. úr. Á Nurmi einan beit ekkert. Hann hélt hraða sínum óskert- um, hlaupastíll hans var ó- breyttur, andadrátturinn eðli- legur, og í svip hans var hvorki þreytu né mæði að sjá. Þann- ig kom Nurmi einn síns liðs inn á leikvanginn í Colombes, og með fjaðurmögnuðum skref- um og óþrotna krafta hljóp hann síðasta sprettinn í mark, löngu áður en nokkur keppi- nauta hans var sjáanlegur inni á leikvanginum. Fagnaðarlætin, sem þá dundu yfir Nurmi, þennan einstæða afreksmann íþróttanna, var eins og skriðufall, sem óx stöð- ugt að þunga, unz hann var kominn í endamarkið. Yfir- burðir hans voru dæmalausir — og það, sem var furðulegast við þetta allt, var, að sigur- vegarinn skyldi vera barn íss og kulda, barn norðursins, þar sem aldrei komu miklir hitar. Tími Nurmis var 32:34,8 mín. — e.t.v. eitthvert mesta hlaupa- 37. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.