Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 27

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 27
o Börnunum þykir gaman að litsterkum hlutum. Barnastellið hér á myndinni er þýzkt, það er úr rauðu plasti. Á miðju borði dansa brúð- Iur hringdans í rússneskum þjóðbúningum. Servfetturnar eru brotnar eins og biskupshattar í tilefni dagsins. Borðið er klætt plasti í viðar- lit og þarf því mamma engar áhyggjur að hafa, þótt einhver matar- Ibiti fari óvart út fyrir diskinn. Diskarnir kosta 125 kr. og krúsin 85 kr. 9 A ljósgulum hördúk er hér Ijósbrúnt matarstell Saffron frá Hornsea í Englandi. Þetta er nýtízkulegt matarstell með silkimjúkri áferð. Súpudiskarnir eru eins og skálar í laginu með fallegum munsturbekk í appelsínugulum lit á ytra borði skálarinnar. Að innanverðu eru þeir hvítir og hafa hér verið notaðar appelsínugular servíettur í samræmi við appelsínugulu munstrin. Kostar hver djúpur diskur 198 kr. en grunnur diskur 151 kr. Matarstell fyrir sex með fati, gænmetisskál og sósukönnu kostar samtals 3763 kr. Vínglösin eru hollenzk, kosta sherrýglösin 80 kr. en rauðvínsglösin 91 kr. Finnsku hnífapörin úr ryðtraustu stáli, riffluðu sóma sér vel við matarstell þetta. Skeið, gaffall og hnífur kosta 382 kr., teskeiðar 51 kr. stykkið og köku- gafflar 85 kr. Guli dúkurinn (130x160 cm) kostar 444 kr. og fæst í verzluninni Manchester. © Matarstellið Cadiz, sem hér er sýnt, er frá Luxembourg. Munstrið á diskunum er málað undir gljáhúðina. Óhætt er að þvo þá í uppþvotta- vél, munstrið mæst ekki af. Gljáhúðin er ekki viðkvæm fyrir sýrum úr matnum og unnt er að stafla bollunum í háa stafla. Grábleiku smádúkarnir með bláum og hvítum röndum fara vel við viðarlitinn á borðinu og við matarstellið. Bláu servíetturnar eru vafð- ar upp í rúllu og þeim stungið undir diskana. Þar sem við hugsum okkur að bera fram fisksúpu og kaffi á eftir, höfum við skreytt borð- ið með fjörugrjóti, þara og skeljum. Matardiskarnir kosta 215 kr. stykkið, bollarnir 225 kr. og kökudisk- ar 185 kr. Smádúkarnir úr grófu baðmullarefni eru til í ýmsum lit- um í verzluninni ístorg. Þeir eru gerðir í Kína og kosta ekki nema 45 k. stykkið. 37. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.