Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 47

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 47
kennt neitt tilfelli, nema það sem hægt er að sanna að sé ör- uggt merki um endúrholdgaða sál, og svo er hitt, að sjaldan get ég komist í kynni við til- fellin nægilega snemma. Full- orðið fólk sem varðveitt hefur minningar — kannski frá fyrra lífi — hefur líka safnað saman nýjum minningum og blandar minningunum ómeðvitað sam- an. Sumir muna lengra aftur en núverandi ævi hefur varað, en slíkar minningar geta verið draumar — þeim er ekki hægt að koma fyrir, hvorki í tíma né rúmi. Strákur frá smáþorpi í Mið- Svíþjóð byrjaði á þriðja ári að spialla um sitt fyrra líf. Hann var eitt sinn á gangi með for- eldrum sínum, og er þau komu að fornu mannvirki, sem lagt hafði verið niður, sagði hann: ,,Þetta byggði ég með öðrum, en svo varð ég gamall, og þá fór ég burtu og núna er ég hér aftur“. Stundum sagði drengurinn frá hinum og þessum atvikum úr því lífi er hann hafði lifað áður. Drengurinn gat lesið er hann var fimm ára, og samt hafði enginn kennt honum það. Hann er óvenjulega vakandi og gáf- aður eftir því sem kennslukon- an hans segir, sem kennir hon- um nú í fyrsta bekk. Foreldrar drengsins eru hins vegar mótfallin rannsókn. „Það er hugsanlegt, að þetta sé allt saman leikur hjá drengn- um,“ segir læknirinn í Lundi. „Barnið þykist þá vera fullorð- ið og leikur sem það hafi verið það. Því miður fæ ég ekki leyfi til að rannsaka hvort um end- urfæðingu sé að ræða. Þeir sem skrifuðu mér af drengnum sögðu, að frásagnir drengsins frá því hann var þriggja ára, séu svo merkilegar að verið geti um sálnaflakk að ræða. Það er venjulegt að fólk sé neikvætt gagnvart athugun á slíku fyrir- bæri, þar sem fólk er haldið alls konar trúarlegum grillum úr uppeldinu, ótta við það sem það ekki skilur, o.s.frv. — hræðslu við að vera kannski öðruvísi en aðrir.“ TILFELLIÐ MARGRÉT Það markverðasta af tilfellum þeim sem læknirinn hefur sagt frá, er 23 ára gömul stúlka, og hefur læknirinn getað fengið hana til að hverfa aftur til fyrra lífs með því að dáleiða hana. Konan er fyrirtaks gott rann- sóknarefni þar sem hún er rrijög móttækileg fyrir dáleiðslu og treystir lækninum sem rann- sókninni stjórnar. Hún vissi ekki, þegar hann dáleiddi hana, hvert markmið dáleiðslunnar var. Það var ekki fyrr en hann hafði dáleitt hana fjórum sinn- um, og allt það sem hún sagði 1 dáinu hafði verið skráð niður og tekið á segulband, að hún fékk að heyra niðurstöðurnar. Lækninum segist svo frá: — „Ég byrjaði með tveimur dá- leiðslum til reynslu til þess að sjá, hversu móttækileg stúlkan var, og hvort ég gæti fengið hana til að falla í djúpt dá. Hún var stúdína við háskólann í Lundi og fyllilega venjuleg stúlka á allan hátt. Líkamlegt ástand hennar var gott, og hún var í andlegu jafnvægi. Ég var mjög eftirvæntingarfullur að sjá hvernig til tækist. Þegar hún var sofnuð, bað ég hana að færa sig aftur í tím- ann. Hún varð sex ára og sagði frá vinum sínum í skólanum. Þegar ég athugaði frásögn henn- ar eftir á, kom í ljós, að það sem hún hafði sagt kom heim og saman við raunveruleikann, en það var einvörðungu meðvitund hennar sem mundi þessa .hluti. Síðan reyndi ég að fá hana til að hverfa enn lengra aftur í tímann. Ef hún þá myndi eftir einhverju, þá átti hún að gefa merki með því að lyfta fingri. Stutt stund leið, en þá lyfti hún fingrinum. Hún var þá ekki lengur 23 ára stúdent við Lund, heldur var hún heimasæta á herragarði einum og hún hét Margrét. Fyrst lét ég hana sjálfa ráða því hversu gömul hún væri og frá hverju hún þá segði. Hún sagð- ist vera 25 ára. Hálfum mánuði seinna var tilraunin endurtek- in. Stúlkan unga vissi alls ekki 37. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.