Vikan


Vikan - 16.09.1971, Side 36

Vikan - 16.09.1971, Side 36
KLIPPIÐ HÉR Röntunarseðill Vinsamlegast sendið mér sniðiS, sem ég krossa framan við, ( þv( númeri, sem ég tilgreini. GreiSsla fylgir með ( ávtsun/póstávlsun/frímerkjum (strikiS yfir það sem ekki á við). .... Nr. 28 (9574) Stærðin á að vera nr... Nr. 29 (9599) Stærðin á að vera nr. . Vikan - Simplicity --------------------------------------------------KLIPPIÐ HÉR - Nafn Heimili til of mikils mælzt að láta Kos- tas velja á milli allra þessara freistingá. — Signomen . . . Röddin virtist koma upp úr jörðinni við hliðina á honum. Hann hrökk upp og sneri sér við. Hann horfði beint framan í fallegt andlit. Honum fannst hann kannast eitthvað við það. En hann gat ekki munað í svip- inn, hvað stúlkan hét. Calliope var kölluð Poppo, eins og flestar stúlkur með þessu nafni. Hún var lítil og grönn. Hún var í sveitabún- ingi, sem átti illa við fallegt andlit hennar. Hún var með svartan klút um höfuðið, svo að hún leit út eins og nunna. Hin stóru gráu augu hennar voru full af tárum. Kostas leit á hana og sá, að hún var mjög ljós yfirlitum, en það var fremur óvenjulegt þar í landi. — Halló, ert þetta þú, sagði hann dræmt Hann hafði lítið umgengist Poppi að undanförnu. Þau höfðu gengið í barnaskóla sam- an. Jú, nú mundi hann eftir henni. Hún hafði verið ljós- hærð. Krakkarnir höfðu strítt henni vegna háralitarins, eins og krakka er vandi, þegar ein- hver er ekki eins og hinir. — Já, hvíslaði Poppi. Henni fannst undursamlegt að sjá andlit hans birtast þarna í ysi og þysi stórborgarinnar. Það var ef til vill heilög Bar- bara. verndari allra kvenna, sem hafði sent Kostas þangað á þessari örlagaríku stundu. — Ég hef verið svo hrædd, sagði hún, neri saman hönduh- um og leit á hann biðjandi. Kostas starði á hana og ffretti sig. Honum fannst eitt- hvað töfrandi við þessa ljósu veru. — Hvað ertu að gera hérna á þassum tíma kvölds? spurði hann. Hann var ekki nútíma- maður núna. Hann var sannur Grikki og sveitamaður að auki. — Frænka mín í Pireus var veik. Mamma sendi mig til þess að annast hana. Ég er bú- in að vera hjá henni í hálfan mánuð. En i dag kom dóttir hennar, sem er gift, með barn- ið sitt heim. Það var ekki leng- ur neitt rúm fyrir mig, svo að ég fór heim á leið. Kostas leit upp og sá í fjarska ljósin frá kvikmyndahúsinu. — Þá hefðir þú átt að fara fyrr af stað, sagði hann annars hugar og tvísteig á götunni. Poppi stóð kyrr og neri sam- an lúnum höndunum. Hún leit niður og ljós hárlokkur féll fram á enni hennar. — Ég veit það. En ég þurfti að taka til í húsinu, og frænka mín var þreytt og barnið si- vælandi og ég þurfti að taka til matinn handa mönnunum. Ég veit, að ég fór of seint af stað. En frændi minn sagði mér, hvernig ég ætti að ná.í áætlun- arbílinn í Aþenu. En ég hef vist villzt. Hann sneri sér við og leit á hana. Ljósin frá borginni léku um ljósa ásjónu hennar. Undir slæðunni var gullið hár, sem enginn fengi nokkurn tíma að sjá — nema brúðgumi hennar. — Og nú kemstu ekki heim, sag5i hann dreymandi. t— Hjálpaðu mér nú, svo að ég geti fundið bílinn og kom- izt haim, bað hún. Hún sá, að hann var óróleg- ur. Hann var ef til vill að bíða eftir einhverjum, kannski stúlku. Hann hafði ekki hug- mynd um, hve oft hún hafði fylgzt með honum í þorpinu. Honum var víst sama um hana. Kostas leit í kringum sig á torginu. Ljósin töfruðu hann. Auglýsingar kvikmyndahúsanna heilluðu hann. Hann var að að fara í kvikmyndahús. Eða átti hann að fara með Poppi? Það var fimm mínútna gang- ur til bílstöðvarinnar. Það var falleg leið með appelsínutrjám; ilmur í loftinu og Constantin- garðurinn, þar sem stúlkan yrði að spjalla við' hann. Ef til vill var hægt að fá hjá henni einn koss, áður en hún næði síðasta vagninum. — Ég skal fylgja þér heim, sagði hann hægt. Hann var búinn að segja það. Hann varð að sætta sig við það. Hann varð að missa af dásemd- um kvikmyndahúsanna þessa vikuna. Hvers vegna þurfti hann endilega að hitta þessa stúlku, þegar hann var' í þann veginn að stíga inn í það allra helgasta? — Nei, nei, sagði Poppi lágt. Hávaðinn í borginni yfirgnæfði rödd hennar. Aþena. Borgin, þar sem girnilegar stúlkur voru á hverju götuhorni, stúlkur sem heyrðu nútímanum til; voru klæddar eins og Kostas, en ekki í sveitaklæðum eins og hún. Hann fann, að hún var far- inn að örvænta. Hann herti upp hugann. — Auðvitað fylgi ég þér heim, sagði hánn ákveðinn. — Ungar stúikur eins og þú hafa ekki gott af því að ganga einar um götur Aþenu að kvöldi til. — Ertu viss um, að þú vilj- ir það? Poppi þakkaði heilagri Bar- böru og gekk af stað. Kostas þagði. Hann var taugaóstyrkur. En Poppi talaði um allt milli himins og jarðar og þakkaði honum á milli. — Ó, þú ert svo góður að vilja fylgja mér, sagði húp. Henni fannst eitthvað svo óhugnanlegt við stórborgina. Þegar hún hafði uppgötvað, að hún var orðin rammvillt, hafði hún orðið óttaslegin. Menn höfðu reynt að nálgast hana. En þá kom hún auga á hann. Það var eins og að sjá heilag- an Mikael sjálfan eða heilag- an Georg. Kostas fór að líða betur. Hann fór að skammast sín fyr- ir að hafa ætlað að kyssa hana í garðinum. Þessi stúlka, þessi hrein- lynda stúlka var raunveruleg. Hún var miklu raunverulegri en stúlkurnar í kvikmyndun- um. Það var guðlast að kyssa hana fyrr en á sjálfan brúð- kaupsdaginn. Þetta var að vísu gamaldags. Þetta var ekki eins og í kvik- myndunum. Þetta var ekki ný- tízkulegt. En hann var nú einu sinni alinn upp í fjallaþorpi á Attikuskaga. — Hérna er vagninn, sagði hann skyndilega. Þau stigu bæði inn í vagn- inn og settust fyrir aftan bíl- stjórann. Fólkið var að koma úr kránni. Það yrði ekki lagt af stað fyrr en eftir tíu mín- útur. Þau glettust við gamlan bónda, sem hafði með sér körfu fulla af lifandi kjúklingum. Ljósin frá borginni hurfu smám saman. Kostas tók í hönd- ina á Poppi. Hún leit upp og brosti. Hún hafði smeygt gullna lokknum undir svörtu slæðuna. En hann var ánægður. Þessi lokkur gat ef til vill breytt öllu lífi hans — og hennar. Hann þagði, en hugsaði um framtíð- ina. Hann dreymdi nýja drauma! Lítið kot í fjallshlíðinni. Sól- ríkur staður. Á hlaðinu vöpp- uðu hæn$ni og kalkún innan um hlæjandi börn. Hver gæti nokkurn tíma snú- ið baki við slíku lífi? — Það er heitt hérna, sagði hann og Poppi brosti til hans. Farþegarnir voru gaman- samir. Þeir sungu og sögðu sög- ur. Bíllinn skrölti áfram. Kostas tók af sér bindið og hélt enn fast um hönd Poppi. Hann tróð bindinu í vasann. ☆ 36 VIKAN 37. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.