Vikan


Vikan - 16.09.1971, Page 39

Vikan - 16.09.1971, Page 39
HLJÖP MEÐ SKEIÐKLUKKUNA... --------' ■ Framhald af bls. 17. býtum í 10 km. hlaupi, hljóp á 31:45,8 mín. Hann varð ann- ar í 5 km. hlaupi, bætti fyrri árangur sinn um eina mínútu. Þetta gaf Nurmi von um, að hann myndi áður en langt um liði, geta hrundið heimsmetum. Þær vonir rættur mjög fljót- lega, fyrsta heimsmet hans var i 10 km. hlaupi, hann hljóp vegalengdina á 30:40,2 min., ár- ið 1921. Síðan kom met í 3 km. hlaupi, 8:28,6 mín., þá setti hann met í 5 km. hlaupi, tím- inn var 14:35,4 min. og loks síðla sumars 1923, setti hann met í míluhlaupi, 4:10,4 mín. Æfingar Nurmis höfum við minnzt á, en nú skulum við ræða þær nánar, áður en lengra er haldið. Hann hljóp ávallt með skeiðklukkuna í hendi sér. Þegar hann hljóp á hringbraut, gætti hann að tima hverrar hringferðar, sem hann hljóp, og þannig vissi hann nákvæmlega, hve mikið hann mátti bjóða sér, og hve hratt hann mátti hlaupa hvern hring. Þessi vitneskja varð honum að ó- metanlegu liði. Auk þess sem Nurmi æfði sig á hlaupabrautunum, þreytti hann einnig hlaup og göngu um skóglendi, oftast þrisvar eða fjórum sinnum í viku, ef hann gat komið því við. Skóg- argöngur og hitaböð í baðstof- unum finnsku eru sérlega mik- ið stunduð af íþróttamönnum þar í landi, því að hvorttveggja liðkar og mýkir vöðvana. Það sem einkenndi hlaupastíl Nurmis framar öðru, var fá- dæma skreflengd og annarleg- ur miaðmarvindingur. Það er sagt, að hann hafi lagt undir þrjá metra i hverju skrefi, sem hann tók og það er þeim mun einkennilegra, þar sem hann er fremur lágvaxinn, aðeins 173 sm. á hæð. Þessi annarlegi mjaðmarvindingur var meiri í hægri mjöðm en vinstri. Þjálf- urum og íþróttamönnum þótti betta ljótt, og þeir sögðu, að Nurmi eyddi með þessu orku að óþörfu. Sjálfur var hann á öðru máli. Hann þóttist vita, hvað hreyfingum sínum liði. Nurmi þóttist vita, að hann yrði að treysta eigin reynslu, en ekki annarra, ef hann ætti að bera af öðrum hlaupurum. og hann yrði að skapa sér sjálfur þann c*;i. pr bezt félli við líkams- byggingu hans, þrek og þol. Annað, sem var einkennandi fyrir hlaupastíl Nurmis, var ó- trúlegur hraði þegar í upp- hafi hlaupsins. Hann spretti úr spori með sinni geysimiklu skreflengd og hélt henni allt til loka hlaupsins, án þess að draga úr henni eða hægja á ferðinni. í endaspretti breytti hann aldrei um hlaupalag og forðaðist að taka upp sprett- hlaupastíl, eins og mörgum langhlaupurum hætti til und- ir lok hlaupsins. Hlaupastíll Nurmis var þróttmikill — og mjög erfiður, en svo ólíkur stíl annarra hlaupara, að hvar sem hann keppti, vakti hlaupalag hans óskerta athygli og undr- un áhorfenda og keppinauta. Vorið 1923 æfði Nurmi bet- ur en nokkru sinni fyrr. Með skeiðklukkuna í hendi reikn- aði hann vandlega út þol sitt, eins og hann hafði gert frá fyrstu tíð, og í öllum hlaup- um sást hann með skeiðklpkk- una frægu í hendinni. Vorið 1924, í úrtökukeppni Finna fyr ir Olympíuleikana í París setti Nurmi tvö heimsmet, í 1500 m. hlaupi á 3:52,6 mín. og í 5 km. hlaupi, en þá vegalengd hljóp hann á 14:28,2 mín. Segja má, að þetta sumar hafi hann staðið á hátindi frægðar sinn- ar, þvi að á Olympíuleikunum í París vakti hann meiri undr- un og aðdáun, en nokkur einn maður hefur gert i sögu íþrótt- anna. Skal nú vikið nánar að þeim atburðum. Tveir dagar þessara OL voru áhorfendum sérstaklega minn- isstæðir, og í bæði skiptin var það vegna óviðiafnanlegra vf- irburða Nurmis. Sá fyrri var eftirmir.nilegur vegna þess, að hann tók þá þátt í úrslitakeppni tveggja erfiðustu hlaupanna: 1500 m. hlaupi og 5 km. hlaupi. Og ekki nóg með það, að i báðum hlaupunum keppti hann á einni og sömu klukkustund. Það var öllum augljóst, að Nurmi var frábær hlaupari. Hann hafði sýnt það og sann- að á undanförnum árum, að hann bar verðskuldað nafnið „Finninn ósigrandi". Hann hafði sýnt það dagana áður í undanrásum, að hann bar af öllum keppinautum sínum. En nú var öðru máli að gegna ~ieð sigurhorfur hans. þvi að hann átti að keppa i báðum þessum erfiðu hlaupum, án he-s að geta hvílt sig á milli — me!ra að segía án þess að yeta kastað mæðinni. Margir drógu miög í efa. að til væri roannlegt þreki sem stæðist slíka raun. Suroir hristu höfuð- ið tortryggnir og jafnvel álös- heimurinn segirja víð hinum logagylltu BENSON and HEDGES kr.52 hafið þið sagt Já ? 37. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.