Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 24
BORÐBÚNAÐUR
SEM FÆST í
REYKJAVÍK
TEXTI: SIGRÍÐUR HARALDSDÓTTIR
OG VALGERÐUR HANNESDÓTTIR
MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON
í tilefni af landsþingi Kvenfélagasambands fslands var
haldin sýning á dúkuðum borðum til þess að gefa konum
utan af landi kost á að sjá nokkrar tegundir af þeim borð-
búnaði sem á boðstólum er.
Voru félagsmenn í félagi búsáhalda- og járnvörukaup-
manna beðnir að lána borðbúnað og urðu verzlanir Bierings
og Hamborgar við þeim tilmælum K. f.
Konurnar gerðu góðan róm að sýningunni og væri ekki
úr vegi, að búsáhaldakaupmenn efndu öðru hverju til slíkra
sýninga fyrir húsmæður. — Flestar búsáhaldaverzlanir í
Reykjavík eru í þröngum húsakynnum og þar vill oft ægja
öllu saman, svo að erfitt er að átta sig á, hvað raunverulega
er á boðstólum.
Það er undantekning, ef sést dúkað borð í nokkurri bús-
áhaldaverzlun. Það liggur þó í augum uppi, að slíkt mundi
auka fegurðarskyn neytenda. Neytendur mundu einnig bet-
ur geta áttað sig á notkunargildi fallegra hluta við að sjá
þeim smekklega raðað upp í réttu umhverfi.
Aldrei höfum við átt kost á jafnmiklu af fallegum hlutum
til að setja á borðið og nú, en jafnframt er orðið æ algeng-
ara, að við gefum okkur minni tíma til þess að njóta þeirra
og til þess að halda við þeirri borðmenningu sem tíðkazt
hefur um aldaraðir.
Engin skemmtun jafnast á við það að setjast að fallega
dúkuðu borði og snæða „í rólegheitum" með fjölskyldunni
eða í kunningjahópi.
Hitt er annað mál, að í ysi og þysi dagsins vill oft brenna
við, að húsmæður skeyta ekki um borðmenninguna og gefa
sér ekki tíma til að leggja snyrtilega á borðið, og þar með
eru borðsiðirnir roknir út í veður og vind.
Ljósmyndari Vikunnar leit inn á sýningu K. í. og birtast
hér nokkrar myndir frá henni. ☆
24 VIKAN 37. TBL.