Vikan


Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 21

Vikan - 16.09.1971, Blaðsíða 21
- Eg hef hugsað mér að fara til Hills læknis á mánudaginn._____________________________ Guy sagði ekkert, horfði aðeins á hana. - Eg vil að hann líti á mig. Annaðhvort lýgur Sapirstein læknir eöa hann er geggjaSur. að þessu sinni engar jólagjafir hvort handa öðru. Þau voru nú lengst af heima. Einstaka sinn- um fóru þau á ,bíó í nágrenn- inu eða litu inn til Castevet- hjónanna. Þau héldu upp á gamlárskvöld með þeim og vin- um þeirra, og Roman stakk upp á að skálað yrði fyrir 1966 — árinu eitt. Rosemary varð hissa á þessu, en allir aðrir virtust skilja það og vera ánægðir með. Líðan Hutchs var enn óbreytt. Grace hringdi einu sinni í viku og sagði að lækn- arnir vissu ekki, hvað að hon- um gengi. Rosemary heimsótti hann tvisvar á sjúkrahúsið, þar sem hún einnig hitti dóttur hans Doris, sem gift var sænsk- um sálgreini. Klukkan fjögur nótt eina kom hún til sín sjálfrar er hún sat frammi í eldhúsi og muðl- aði hrátt kjúklingshjarta, sem blóðið draup úr. Hún leit á spegilmynd sína í brauðrist- inni, síðan á hendur sínar og loks á það af hjartanu, sem hún átti eftir óétið. Að andar- taki liðnu henti hún hjartanu í sorpfötuna og þvoði sér um hendurnar. Og áður en hún skrúfaði fyrir vatnið beygði hún sig yfir vaskinn og seldi upp. Hún tók fram penna og papp- ír og þegar Guy kom fram í náttfötum klukkan sjö sat hún við skriftir. —■ Hvern fjandann ertu að gera? spurði hann. — Skrifa matseðil, sagði hún. — Fyrir veizluna, sem ég hef ákveðið að við höldum á laugardaginn eftir viku. Fyrir okkar gömlu vini. Minnie og Roman dru ekki boðin. Það gildir fyrir þessa veizlu. Fólk verður að vera undir sextugu til að fá að vera með. Gestirnir fóru að koma um níuleytið. Guy lagði kol á eld- inn og Rosemary kom fram úr eldhúsinu. Wendell-hjónin komu og mínútu síðar Dunstan-hjónin og Allan Stove, framkvæmda- stjóri Guys, ásamt tígulegri tízkusýningardömu, sem var negri. Jimmy og Tiger komu líka og Lou og Claudia og Scott bróðir hennar. — En dásamleg íbúð, sagði Claudia. — Má ég skoða mig um? — Systurnar Trench bjuggu hér, sagði einhver, — og líka Adrian Marcato og Keith Ken- nedy. — Systurnar Trent? spurði Jimmy. — Trench, sagði Phyllis. — Þær átu smábörn. Rosemary gekk fram í eld- hús ásamt Tiger og Joan og Elsie. Verkjahviða fór í gegn- um iður hennar. — Hvað gengur að þér? spurði Elsie. — í?g er barnshafandi, en ég finn svo til. En það verður bráðum búið. — En þá hlýtur eitthvað að vera að? Þetta er ékki eðli- legt. — Þetta er svo mismunandi eftir einstaklingum, sagði Ro- semary. — Ekki svo, sagði Joan. — Þú lítur út eins og Ungfrú Einangrunarfangabúðir 1967. Ertu viss um að læknirinn þinn hafi ekki gert einhver mistök? — Það er allt í lagi með hann, sagði Rosemary. Verk- irnir voru slíkir að hún gat ekki varizt tárum. —■ Þú verður að fá þér ann- an lækni. —- Þessi er ókei. — Ég myndi nú frekar halda að hann væri kvalsjúkur af- glapi, sagði Tiger. — Lofaðu að hringja í ann- an lækni á mánudaginn, undir- eins og þú getur! — Já, ég skal gera það, sagði Rosemary. Klukkan tvö voru allir farn- ir og þau voru tvö ein í dag- stofunni ásamt óhreinum glös- um og servíettum og yfirfull- um öskubökkum. — Heyrðu, ég hef hugsað mér að fara til Hills læknis á mánudaginn. Guy sagði ekkert við þessu, gaut bara á hana augunum. — É'g vil að hann rannsaki mig. Annaðhvort lýg- ur Sapirstein læknir eða hann er bandvitlaus. Verkir eins og þessir þýða að eitthvað er að. — Rosemary, sagði Guy. — Og ég drekk ekki þetta skólp Minniear framvegis. Eg vil fá vítamínpillur eins og all- ar aðrar. — Var það þetta, sem þessi fjandans fífl voru að sprauta í þig? Að hætta við Sapirstein lækni, sem er sá bezti af þeim öllum? — Þetta eru vinir mínir og þú skalt láta vera að kalla þau fjandans fífl. Og eftir alla þessa verki síðan í nóvember er ég orðin þreytt á að hlusta á hve merkilegur maður Sapirstein læknir sé. Það eina sem hann gerir er að segja að þetta taki enda. Eg ætla að fara til ann- ars! — Við förum þó varla að borga tveimur! - - £g get sjálf borgað Hill, ef . . . Hún þagnaði allt í einu og stóð sem stjörf, lömuð. Tár rann niður að öðru munnviki hennar. — Hvað er það? spurði Guy. Verkurinn var horfinn. Á bak og burt. Eins og allt tekur enda og er horfið að eilífu og kemur aldrei aftur, Guði sé lof. Ó, hvað henni leið vel. — Nú er allt í lagi, sagði hún. — Ég er hætt að finna til. Eftir þetta leið henni eins vel og henni hafði áður liðið illa. Hún svaf tíu tíma í lotu. Og af svefninum varð hún hungruð, bjó til góðan mat og reif ekki framar í sig hrátt kjöt. Á nokkrum vikum náði hún því útliti sem barnshaf- andi konum er eiginlegt, varð ljómandi, fersk, stolt, fallegri en nokkru sinni áður. Hún drakk drykk Minniear í einum teyg, hverju sinni er komið var með hann. Nú fylgdi drykkn- um alltaf kaka, hvít og sæt, grjónkennd og minnti á marsí- pan. Sapirstein læknir var líka ánægður með líðan hennar. Verkið, sem Guy fór með hlutverk í, var frumsýnt í Fíia- delfíu í miðjum febrúar eftir mikið þjark við leikstjórann. Sapirstein læknir leyfði Rose- mary ekki að fara með leikur- unum, svo að hún fór til sýn- ingarinnar ásamt Minnie og Ro- man og Jimmy og Tiger í forn- lega Packard-vagninum þeirra. Þau voru allt annað en glöð í bragði. Rosemary og Tiger höfðu verið á nokkrum æfing- um, og þær efuðust um að leik- ritið fengi mikið lof. Það mesta sem þær gátu vonað var að Guy stæði sig nógu vel til að fá hrós hjá einhverjum gagn- rýnanda. Sýningin varð leiðinleg, eins og þær höfðu búizt við, og sömuleiðis hófið á eftir. Undir miðnætti bárust tveir dómar, sem sölluðu sýninguna niður en hlóðu lofi á Guy. Ferðin til New York varð því ólíkt skemmtilegri en ferðin þaðan. Rosemary hafði í mörgu að snúast, nú þegar Guy var ekki heima. Nú var kominn timi til að teppaleggja barnaherbergið og kaupa vöggu og kommóðu. Hún varð að útvega barnaföt og iðka leikfimi, því að hún 37. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.