Vikan


Vikan - 16.09.1971, Qupperneq 33

Vikan - 16.09.1971, Qupperneq 33
HANN VAR LÁTINN ÞEGAR EINKASONUR HANS FÆDDIST • FRYSTIKISTUR VESTFROST ER DONSK GÆÐAVARA VESTFROST TRYGGIR GÆÐIN VESTFROST frystikisturnar eru bún- ar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1—2 geymslukörfur. Aukakörfur fá- anlegar á mjög hagstæðu verði. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. VESTFROST verksmiðjurnar í Es- bjerg eru stærstu útflytjendur í Dan- lítrar 265 385 460 560 breidd cm 92 126 156 186 dýpt cm (án handfangs) 65 65 65 65 hæð cm 85 85 85 85 Frystiafköst pr. sólarhring kg 23 27 39 42 ujciy 01 u oicoiolu umy ijciiuui l L/ail” n* mörku áfrystitækjum til heimilisnota. OGí'LÖLCO Laugavegi 178. Sími 38000. Framhald. af bls. 15. byssunni, því að þýzk sprengju- flugvél hringsólaði kringum amerisku flugsveitina og lét kúlnaregnið dynja á flugvél Clarks Gable. Hann var í Englandi í sjö mánuði og fór í fimm árásar- ferðir til Þýzkalands. Hann bar alltaf á sér litla öskju í silfur- festi um hálsinn. í henni voru eyrnalokkarnir sem Carole Lombard hafði borið í sinni síð- ustu flugferð og það eina sem eftir var þegar hún fannst. Eftir þessa sjö mánuði fór hann heim til Ameríku, til að vinna úr kvikmyndunum, svo hægt væri að nota þær við þjálfun flugmanna. Þegar stríð- inu lauk, var hann orðinn höf- uðsmaður. Hann vildi ekki halda á lofti frama sínum í hernum og neitaði að láta blaðamenn hampa sér. En hann gat samt ekki fyrir- byggt að fréttir bærust af frægð hans. Bandaríski herforinginn, sem var yfirmaður árásarferð- anna til Þýzkalands, sagði að Hermann Göring hefði lagt fé til höfuðs þriggja manna. Tveir voru frægustu sprengjuflug- menn Bandaríkjanna, en sá þriðji var Clark Gable. Göring lofaði upphæð sem svarar 450 þúsund krónum, þeim sem gæti skotið hann niður. En það bar ekki árangur. Svo fór Clark Gable aftur til Hollywood. En hann var orð- inn annar maður. Þrjú ár voru liðin og hann var nú fjörutíu og þriggja ára, nokkuð alvar- legri, svolítið gráhærðari, var sem sagt að verða miðaldra. Fyrrverandi húsbændur hans mundu eftir honum sem Rhett Butler í ,,Á hverfanda hveli“ og buðu honum hlutverk eftir því, hlutverk, sem hefðu hæft honum vel, þegar hann var um þrítugt. En Clark Gable vissi vel að hann passaði ekki leng- ur í slík hlutverk og hafnaði öllum tilbóðum í fyrstu, en að lokum lét hann undan. Hver kvikmyndin af annarri misheppnaðist. Clark var að- eins skuggi af sjálfum sér. Og það furðulegasta var að hann missti sjálfsöryggið. Hélt sjálf- ur að hann væri búinn að vera. Hann breytti alveg um lifn- aðarhætti. Hann fór að sækja veitingahús og næturklúbba, sem hann hafði haft andstyggð "á, meðan hann bjó með Carole Lombard. Hann drakk alltof mikið, það var öllum ljóst. Hann varð óþolinmóður, skammaði starfsfólkið í kvik- myndaverinu, en það hafði hann aldrei gert áður. Hann var hrokkinn upp af ásunum og þannig var það í mörg ár. Það var ekki fyrr en á miðjum fimmta tug aldarinnar að það rann upp fyrir honum að hann var að fara í hundana. Þá hafði Metro-Goldwyn-Mayer sleppt af honum hendinni og hann vann hjá 20th Century Fox, lausráðinn samt. Þá var hon- um boðið hlutverk í „Mogam- bo“ með Övu Gardner og Grace Kelly sem mótleikara. Sú mynd varð heimsfræg og gaf mikið í aðra hönd og konungurinn var aftur kominn í hásæti sitt í öllu sínu veldi. Hann hafði þá lengi reynt að koma lagi á einkalíf sitt. Hann þoldi ekki einmanaleik- ann og fór að svipast um eftir konu, sem eitthvað væri í lík- ingu við Carole Lombard. Hann hélt sig finna hana í Lady Sylviu Stanley. Það var ekki eina glappaskot hans. Sylvia var eiginlega Kleo- patra og Madame Pompadour tuttugustu aldarinnar í einni persónu. Hún var dóttir knæpu- eiganda í East End í London og var aðeins fimmtán ára, þeg- ar hún fór að notfæra sér feg- urð sína, gullið hár, blá augu og ljómandi fagurt vaxtarlag. Hún gerðizt sýningarstúlka og dansmey, giftist lávarði og skildi við hann. Síðan lét hún sjá sig í hópi milljónamæringa og fór svo til Hollywood, þar sem hún giftist Douglas Fair- banks, þeim eldri. Þegar hún var orðin auðug ekkja, krækti hún í annan lávarð, sem hún skildi við eftir nokkra mán- uði. Það var engum erfiðleik- um bundið fyrir lávarðinn að sanna hjúskaparbrot hennar. Þá hitti Clark Gable hana. Hún var ljóshærð, bláeygð og fagurlega vaxin og hann sá fyrir sér Carole Lombard. Hann fylgdi henni heim fyrsta kvöldið og hann bað hennar i bílnum. Það liðu ekki margar vikur þar til honum voru ljós mistök sín. Sylvia var búin að venja sig á óhófslifnað, hún vildi hafa þjóna og herbergisþernur, halda miklar veizlur og svo fyllti hún húsið af gömlum vinum sínum, sem voru síður en svo að skapi Clarks. Hún vildi líka breyta honum, fannst óþolandi að búa með manni, sem bölvaði og ragnaði og var ánægðastur, þeg- ar hann var í einhverjum veiði- ferðum og að lokum fór hún að sletta sér fram í starf hans. Þegar félagið hafði ákveðið að hann ætti að leika fordrukk- inn landshornaflakkara, þá hætti hún ekki fyrr en búið var að breyta handritinu, svo að þar fannst hvorki brenni- vín né umrenningur. Og Clark flúði. Hann seldi búgarðinn sinn, flutti til Ne- vada, greiddi þar skattinn sinn og reyndi að taka með sér það sem hann gat af eigum sínum, reyndi að bjarga því sem bjarg- að varð úr gráðugum klóm Syl- viu. Þrátt fyrir alla varkárni — miUjónamæringurinn Clark Gable var alla ævi varkár í 37. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.